Pain Assessment in Advanced Dementia (Mat á verkjum í langt genginni heilabilun) (PAINAD)
Efnisorð
- Heilabilun
- Verkir
Stutt lýsing
- Tegund: Áhorf – fagaðili metur einstakling með heilabilun
- Fjöldi atriða: 5
- Metur: Verki hjá einstaklingum með heilabilun (eða einstaklingum sem eiga erfitt með að tjá sig) við eðlilegar aðstæður í daglegu lífi. Hvert atriði metur verki út frá atferli viðkomandi, þ.e. 1) öndun óháð raddbeitingu, 2) neikvæðri raddbeitingu, 3) andlitstjáningu, 4) líkamstjáningu og 5) þörf fyrir hughreystingu. Verkjamatið krefst ekki virkrar þátttöku þess sem verið er að meta. Viðmiðunartími er ótilgreindur
- Svarkostir: Raðkvarði með þremur fullmerktum svarkostum sem gefa stig frá 0 upp í 2. Orðagildin eru mismunandi í hverju atriði en gefa til kynna stigvaxandi merki um verki í atferli einstaklingsins sem verið er að meta. Sem dæmi, í atriðinu sem metur andlitstjáningu gefur svarkosturinn Brosir eða svipbrigðaleysi 0 stig, Dapur, hræddur, ygglir sig 1 stig og Andlitsgretta 2 stig
- Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–10 þar sem hærra skor er vitnar um meiri verki
Íslensk þýðing
- Elfa Þöll Grétarsdóttir og Karen Kjartansdóttir þýddu hvor í sínu lagi. Þýðingarnar voru samþættar í eina útgáfu og var hún bakþýdd af sjúkraliða sem hafði ensku sem móðurmál. Bakþýðingin var að lokum send til höfundar matstækisins sem fór yfir og samþykkti
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Ekkert fannst.
Réttmæti: Meðalsterk til sterk fylgni hefur mælst milli PAINAD skora og NRS verkjasjálfsmats í úrtaki einstaklinga með heilabilun: Í hvíld, r = 0,51; á göngu, r = 0,70; í aðhlynningu, r = 0,60; í færslu, r = 0,57.1 Í nemendaverkefni í sambærilegu úrtaki reyndist fylgnin nokkuð lægri (athuga þó smátt úrtak, n = 15–20):2 Í hvíld, r = 0,46; á göngu eða á hreyfingu, r = 0,65; í aðhlynningu, r = 0,44; í færslu, r = 0,33. Einnig kom í ljós að einstaklingar með nýleg beinbrot eða sjúkdóma tengda beinum skoruðu að jafnaði hærra á PAINAD í öllum aðstæðum heldur en aðrir einstaklingar.
Í öðru nemendaverkefni var kannað hvort munur væri á meðalstigafjölda PAINAD í mismunandi aðstæðum í úrtaki sjúklinga á heilabilunardeild.3 Meðalstigafjöldi var lægri í hvíld heldur en í aðhlynningu [95% ÖB: –1,3 til –0,08] og á göngu [95% ÖB: –1,17 til –0,03] en ekki fannst munur á meðalstigagjöf þegar sjúklingar voru metnir á göngu og í aðhlynningu [95% ÖB: –0,66 til 0,31]. Einnig mældist nokkuð sterk fylgni á milli PAINAD skora á göngu og í aðhlynningu (r = 0,73) en veik á milli hvíldar og hinna aðstæðnanna (á göngu: r = 0,25; í aðhlynningu: r = 0,32) (athuga smátt úrtak, n = 23–28). Sú ályktun var dregin að PAINAD væri nógu næmt til að greina á milli aðstæðna sem líklegar eru til að valda sársauka og þeirra sem eru það ekki.
Fyrir gagnrýna umfjöllun um PAINAD, sjá verkefni Helga Egilssonar bls. 22–23.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Warden, V., Hurley, A. C., & Volicer, L. (2003). Development and psychometric evaluation of the Pain Assessment in Advanced Dementia (PAINAD) scale. Journal of the American Medical Directors Association, 4(1), 9–15. https://doi.org/10.1097/01.JAM.0000043422.31640.F7
Próffræðigreinar:
- 1. Grétarsdóttir, E. Þ., Hjaltadóttir, I., Guðmannsdóttir, G. D., Hálfdánardóttir, S. Í., Kjartansdóttir, K., & Tómasson, G. (2016, júní). The validity of the Pain Assessment in Advanced Dementia (PAINAD) in individuals with cognitive impairment [Veggspjald á ráðstefnu]. Nordic Congress of Gerontology, Tampere, Finnland.
Dæmi um birtar greinar:
- Elfa Þöll Grétarsdóttir, Helgi Egilsson & Ingibjörg Hjaltadóttir. (2016). Verkjamat fólks með heilabilun með matstækinu PAINAD. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 5(92), 16–19. https://timarit.is/page/7212931?iabr=on#page/n15/mode/2up
Nemendaverkefni:
- 3. Helgi Egilsson. (2014). Verkir hjá einstaklingum með langt gengna heilabilun: Umfjöllun og rannsókn [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/18657
- 2. Sóldís Helga Sigurgerisdóttir & Særún Andrésdóttir. (2015). Verkir og verkjamat hjá einstaklingum með heilabilun á hjúkrunarheimilum: Prófun á mælitækinu PAINAD [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/21569
Reglur um notkun
- Ekki höfundarréttarvarið eftir því sem næst verður komist, og í opnum aðgangi – sjá hér
- Athuga að í útgáfunni að ofan vantar lýsingu á hverju atriði um sig
- Notkun krefst viðeigandi menntunar og þekkingar á viðfangsefninu
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 5/2024