Autism Diagnostic Observation Schedule, Second Edition (ADOS-2)
Efnisorð
- Einhverfa
- Greining
- Börn og fullorðnir
- Félagsleg samskipti
- Hegðun
Stutt lýsing
- Tegund: Staðlað áhorf og mat fagaðila á fullorðnum, unglingum og börnum allt niður í 12 mánaða aldur þar sem grunur er um einhverfu
- Fjöldi atriða: Breytilegur eftir einingum – athafnir eru á bilinu 10 til 15 talsins og atriði til að kóða á bilinu 29 til 41
- Metur: Félagsleg samskipti og hegðun hjá einstaklingum þegar grunur er um einhverfurófsröskun. Við athugunina er boðið upp á athafnir sem valdar eru út frá aldri og/eða færni einstaklingsins til að tjá sig með tali. Þetta er gert með því að velja viðeigandi einingu (module) en þær eru alls fimm talsins og taka mið af máltjáningu og aldri
- Svarkostir: Í flestum tilvikum skorar fagaðili hegðun á fjögurra punkta kvarða frá 0 (þegar engin merki eru um frávik í hegðun, eins og þau eru skilgreind í viðkomandi atriði) til 3 (þegar mikil áberandi frávik eru í hegðun, eins og skilgreind í viðkomandi atriði)
- Heildarskor: Atriði er í grunninn skoruð með þeim hætti sem greinir frá að ofan en ákveðin atriði eru færð inn í þar til gerðan algoriþma til að finna heildarskor. Í sumum einingum þarf að velja á milli tveggja algoriþma sem taka mið af ólíkri máltjáningu og aldri. Samanburðarskor má reikna ef vilji er til að draga úr áhrifum aldurs, greindar og málgetu, til að fá mat á alvarleika einkenna eða til að bera saman niðurstöður milli eininga – sjá hér. Samanburðarskor birtast ekki fyrir allar einingar í núverandi útgáfu en þau má finna í greinum fyrir einingu 4 og einingu fyrir smábörn. Samanburðarskor eru sett fram á formi talna þar sem 1-2 stig eru sögð vitna um lágmarkseinkenni einhverfu, 3-4 = væg einkenni, 5-7 = miðlungseinkenni og 8-10 = mikil einkenni í samanburði við börn/einstaklinga sem eru með einhverfugreiningu á svipuðum stað í aldri og málgetu (athuga að þau viðmið eru fengin úr erlendu úrtaki / -tökum). Fyrir smábörn eru niðurstöður settar fram á formi orða – hvort einkenni sem koma fram bendi sennilega ekki til einhverfu, bendi líklega til einhverfu eða bendi sterklega til einhverfu, sjá hér
Íslensk þýðing
- Ekki ljóst
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Ekkert fannst.
Réttmæti: Ekkert fannst.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Lord, C., Rutter, M., Goode, S., Heemsbergen, J., Jordan, H., Mawhood, L., & Schopler, E. (1989). Autism Diagnostic Observation Schedule (ADOS) [Database record]. APA PsycTests.
https://doi.org/10.1037/t54175-000 - Lord C., Rutter M., DiLavore P. C., Risi S., Gotham K., Bishop S. (2012). Autism diagnostic observation schedule, second edition. Torrance, CA: Western Psychological Services.
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- Jonsdottir, S. L., Saemundsen, E., Gudmundsdottir, S., Haraldsdottir, G. S., Palsdottir, A. H., & Rafnsson, V. (2020). Implementing an early detection program for autism in primary healthcare: Screening, education of healthcare professionals, referrals for diagnostic evaluation, and early intervention. Research in Autism Spectrum Disorders, 77, 101616. https://doi.org/10.1016/j.rasd.2020.101616
- 1. Jonsdottir, S. L., Saemundsen, E., Jonsson, B. G., & Rafnsson, V. (2022). Validation of the Modified Checklist for Autism in Toddlers, Revised with Follow-up in a Population Sample of 30-Month-Old Children in Iceland: A Prospective Approach. Journal of autism and developmental disorders, 52(4), 1507–1522. https://doi.org/10.1007/s10803-021-05053-1
- Arnardóttir, Á. Á., Guðmundsdóttir, L. Á., Hannesdóttir, D. K., Halldórsson, F., Auðardóttir, H., & Sveinbjörnsdóttir, B. (2023). A Pilot Study on the FEST program–Friendship and Emotional Skills Training for Children on the Autism Spectrum. Journal of Autism and Developmental Disorders, 1-10.
https://doi.org/10.1007/s10803-023-06099-z
Nemendaverkefni:
- ADOS: Baldvin Logi Einarsson. (2012). Áhrif ADHD á aðlögunarfærni hjá börnum með röskun á einhverfurófi [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/11886
- Thelma Rún van Erven. (2017). Hækkandi algengi einhverfurófsraskana á Íslandi. Tengsl tölulegra niðurstaðna ADOS-2 og einstakra greiningarflokka [óútgefin cand. psych ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/27865
Reglur um notkun
- Höfundarréttarvarið og leyfisskylt, sjá hér
- Athuga að matið er oft gert samhliða ADI-R
- Notkun krefst umfangsmikillar reynslu og þekkingar á einhverfu ásamt sérstakrar þjálfunar
Aðrar útgáfur
- Autism Diagnostic Interview (upprunaleg útgáfa)
Síðast uppfært
- 12/2023