Maslach Burnout Inventory (MBI)

Efnisorð

  • Kulnun

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 22. Athuga að fjöldi atriða getur þó verið breytilegur eftir útgáfum
  • Metur: Einkenni starfstengdrar kulnunar á þremur sviðum tilfinningalegrar örmögnunar (8 atriði), upplifaðrar hlutgervingar (5) og minnkaðra afkasta (9). Athuga að matstækið hefur verið aðlagað fyrir ólíka hópa, s.s. fyrir heilbrigðisstarfsfólk, kennara og nema
  • Svarkostir: Sjö punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (aldrei) til 6 (á hverjum degi)
  • Heildarskor: Skor eru reiknuð fyrir hvert svið um sig og liggja á bilinu 0–54 (tilfinningaleg örmögnun), 0–30 (hlutgerving) og 0-48 (minnkuð afköst). Há skor á tilfinningalegri örmögnun og hlutgervingu og lág á sviði afkasta eru talin benda til kulnunar

Íslensk þýðing

  • Sennilega eru tvær sjálfstæðar þýðingar af matstækinu í umferð. Upprunaleg þýðing var gerð undir umsjón Sölvínu Konráðsdóttur árið 1991. Rúnar Helgi Andrason og Sigurður Leví lögðu svo til breytingar á þeirri þýðingu árið 1992 þar sem svarkostinum nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar var breytt í einstaka sinnum á ári eða sjaldnar. Síðar þýddi, staðfærði og forprófaði Sigrún Gunnarsdóttir matstækið. Ekki er ljóst hvort og hversu mikið sú þýðing byggði á fyrri þýðingu matstækisins. Nánar má lesa um þýðingarferli Sigrúnar í doktorsritgerð hennar.1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Upplýsingarnar hér að neðan eiga við um þá útgáfu MBI sem er ætluð þeim sem vinna með fólki (útgáfan kallast HSS og stendur fyrir Human Service workers - sjá nánar hér).

Áreiðanleiki: 
[Þýðing Sigrúnar] Í úrtaki hjúkrunarfræðinga hefur innri áreiðanleiki undirkvarða tilfinningalegrar örmögnunar mælst α = 0,842, hlutgervingar α =0,67 og minnkaðra afkasta α = 0,76.1

[Þýðing Rúnars og Sigurðar] Í úrtaki tannlækna hefur innri áreiðanleiki undirkvarða tilfinningalegrar örmögnunar mælst α = 0,84, hlutgervingar α =0,67 og minnkaðra afkasta α =0,72.3 Í nemendaverkefni í úrtaki fangavarða hafa sömu stuðlar verið α =0,90, α = 0,78 og α = 0,74.4

Réttmæti: 
[Þýðing Sigrúnar] Meginhlutagreining í úrtaki hjúkrunarfræðinga er sögð hafa verið í samræmi við ætlaða formgerð með þremur sviðum.1,2 Atriðin hlóðu í öllum tilvikum yfir 0,40 á sína tilætluðu vídd. Fjögur atriði krosshlóðu aftur á móti á aðra vídd.1

[Þýðing Rúnars og Sigurðar] Í nemendaverkefni var fylgni reiknuð á milli undirkvarðanna þriggja í úrtaki fangavarða.4 Fylgnin var sterkust á milli hlutgervingar og minnkaðra afkasta, r = -0,53, næst á milli hlutgervingar og tilfinningalegrar örmögnunar, r = 0,48 og á milli minnkaðra afkasta og tilfinningalegrar örmögnunar var fylgnin r = -0,36.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Maslach, C., & Jackson, S. E. (1981). The measurement of experienced burnout. Journal of Organizational Behavior, 2(2), 99–113. https://doi.org/10.1002/job.4030020205

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • 1. Gunnarsdóttir, S., Clarke, S. P., Rafferty, A. M., & Nutbeam, D. (2009). Front-line management, staffing and nurse-doctor relationships as predictors of nurse and patient outcomes. A survey of Icelandic hospital nurses. International Journal of Nursing Studies, 46(7), 920–927. https://doi.org/10.1016/j.ijnurstu.2006.11.007
  • 3. Óskar Marinó Sigurðsson. (2012). Kulnun í starfi meðal tannlækna. Tannlæknablaðið, 30(1), 7–16. https://www.tannsi.is/skrar/file/tannlaeknabladid_1/tannlaeknabladid2012.pdf
  • Kristinsson, K., Gudjonssdon, S., & Kristjansdottir, B. (2023). Tough times require tough people: The benefits of grit for reducing employee burnout. International Journal of Environmental Research and Public Health, 20(11), 6024. https://doi.org/10.3390/ijerph20116024
  • Karlsdóttir, E., Gudmundsdottir, B. G., & Sveinbjörnsdóttir, B. (2023). Use of School-Based Interventions for ADHD, Professional Support, and Burnout Symptoms among Teachers in Iceland. Journal of Attention Disorders, 27(14), 1583-1595. https://doi.org/10.1177/10870547231187149

Nemendaverkefni:

  • 2. Sigrún Gunnarsdóttir. (2005). Quality of working life and quality of care in Icelandic hospital nursing [doktorsritgerð]. http://www.sigrungunnarsdottir.is/wp-content/uploads/2015/07/Gunnarsdottir-2006-Quality-Working-Life-Quality-Care-PhD-Thesis-Gunnarsdottir-2006.pdf
  • 4. Rakel Kristinsdóttir. (2013). Kulnun á meðal fangavarða á Íslandi. Rannsókn á kulnun og streituvöldum í starfi [óútgefin MS ritgerð]. Skemman.http://hdl.handle.net/1946/16577
  • Anna Rut Ingvadóttir. (2019). Þjónandi forysta og líðan í starfi – Viðhorf starfsmanna á öldrunarheimilum [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/32982
  • Bryndís Kristjánsdóttir. (2021). Það sem við brennum fyrir brennir okkur að lokum. Verndar ástríða, þrautseigja og gróskuhugarfar logandi skrifstofustarfsfólk? [óútgefin MA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/38148
     

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt og höfundarréttarvarið – sjá vefsíðu útgefenda hér 
  • Ekki er vitað til þess að notkun krefjis formlegrar mentnunar eða hæfni

Aðrar útgáfur

Síðast uppfært

  • 5/2024