Beach Center Family Quality of Life Scale (FQOL)

Efnisorð

  • Lífsgæði
  • Fjölskyldur

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – aðal umsjáraðili / forráðamaður fatlaðs einstaklings á aldrinum 9–21. Fleiri fjölskyldumeðlimir geta þó svarað 
  • Fjöldi atriða: 25
  • Metur: Lífsgæði fjölskyldna fatlaðra barna á aldrinum 9–21 árs. Spurningar skiptast í fimm undirkvarða: Samskipti fjölskyldumeðlima (6 atriði), Uppeldishættir (6 atriði), Tilfinningaleg velmegun (4 atriði), Líkamleg/efnisleg velmegun (5 atriði) og Stuðningur tengdur fötlun (4 atriði). Listinn var hannaður til þess að vera notaður í rannsóknarskyni en ekki til greininga eða klínískra nota
  • Svarkostir: Fimm punkta Likert kvarði frá 1 (mjög ósammála) í 5 (mjög sammála). Athugið að í enskri útgáfu listans eru svarkostirnir frá mjög óánægð/ur til mjög ánægð/ur. Nánari upplýsingar um þýðingu má sjá í verkefni Önnu og Baldurs1
  • Heildarskor: Reiknuð eru heildarskor fyrir hvern undirkvarða þar sem hærra skor er talið vitna um betri lífsgæði fjölskyldu. Óljóst er hvort rétt sé að reikna heildarskor fyrir allan listann í heild sinni. Ef fleiri fjölskyldumeðlimir svara listanum heldur en meginumsjáraðilinn er tekið meðaltal af stigum hverrar spurningar hjá öllum svarendum og stigin svo lögð saman innan hvers undirkvarða

Íslensk þýðing

  • Tvær sjálfstæðar þýðingar voru gerðar af Kristínu Guðmundsdóttur og Gyðu S. Haraldsdóttur sem voru svo samræmdar í eina útgáfu. Sérfræðingar lögðu mat á þýðinguna og gerðar voru breytingar á listanum í samræmi við athugasemdir þeirra

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í nemendaverkefni var innri áreiðanleiki fyrir allan spurningalistann α = 0,9 í úrtaki fjölskyldna fjögurra til átta ára fatlaðra barna.1 Áreiðanleiki fyrir undirkvarða í sama verkefni var eftirfarandi: Samskipti fjölskyldumeðlima = 0,83; uppeldishættir = 0,75; tilfinningaleg velmegun = 0,79; líkamleg/efnisleg velmegun = 0,75; stuðningur tengdur fötlun = 0,67.

Réttmæti: Í sama nemendaverkefni var gerð meginhlutagreining með hornréttum snúningi til að kanna hvernig spurningar listans röðuðust saman í hluta.1 Notast var við gögn 156 foreldra eða forráðamanna fjögurra til átta ára fatlaðra barna. Niðurstöður með fimm og fjórum hlutum voru skoðaðar. Dregin er sú ályktun að gögnin féllu best að fjórum hlutum þar sem undirkvarðinn uppeldishættir kom ekki vel fram í íslenskri þýðingu / staðfærslu listans þegar fimm hlutar voru metnir. Þó var eitthvað um krossvægi í fjögurra-hluta lausninni. Ósamræmi í niðurstöðum fyrir íslensku útgáfu listans og þeirrar erlendu má mögulega rekja til smægðar úrtaksins, menningarlegra þátta eða vankanta í þýðingu. Innihaldsréttmæti var einnig metið. Fjórir sérfræðingar voru beðnir um að raða spurningunum á þá undirkvarða sem þeir töldu að þær tilheyrðu. Samræmi í mati sérfræðinganna var frá 66,7% til 100% fyrir undirkvarðana fimm.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Park, J., Hoffman, L., Marquis, J., Turnbull, A. P., Poston, D., Mannan, H., Wang, M., & Nelson, L. L. (2003). Toward assessing family outcomes of service delivery: validation of a family quality of life survey. Journal of Intellectual Disabiliy Research, 47(4-5), 367-384. https://doi.org/10.1046/j.1365-2788.2003.00497.x

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • 1. Anna Lilja Sigurvinsdóttir & Baldur Ingi Jónasson. (2010). Lífsgæði fjölskyldna fjögurra til átta ára fatlaðra barna á Íslandi árið 2010: Þýðing, staðfærsla og forprófun the Beach Center Family Quality of Life Scale [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/5824

 

Reglur um notkun

  • Í opnum aðgangi en eintak hefur ekki fundist

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 9/2024