State-Trait Anxiety Inventory (Stundar- og lyndiskvíðakvarðinn) (STAI)

Efnisorð

  • Kvíði og kvíðaeinkenni

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 40
  • Metur: Kvíða eins og hann kemur fyrir sem tilfinning (state) og persónuleikaeinkenni (trait)
  • Svarkostir: Ástandskvíði (state) er metinn með 20 atriðum á fjögurra punkta fullmektum raðkvarða frá 1 (alls ekki) til 4 (mjög svo), lyndiskvíði (trait) er metinn með 20 atriðum á fjögurra punkta fullmerktum raðkvarða frá 1 (nánast aldrei) til 4 (nánast alltaf)
  • Heildarskor: Summa atriða á bilinu 20–80 á hvorum hluta um sig þar sem hærra skor vitnar um meiri kvíða

Íslensk þýðing

  • Sif Einarsdóttir og Sólrún Sigurðardóttir 
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í nemendaverkefnum hefur áreiðanleiki í úrtaki nýbakaðra íslenskra mæðra mælst α =0,781 og α = 0,96 í hentugleikaúrtaki einstaklinga sem stama/stama ekki2. Í úrtaki kvenna í mæðravernd (= 61) hefur alfa ástandskvíða mælst 0,88 / 0,91 og alfa lyndiskvíða 0,91/ 0,94.

Réttmæti: Fylgni á milli skora á lyndiskvíða STAI við skor á BAI hefur mælst r = 0,55 í úrtaki nýbakaðra íslenskra mæðra en 0,48 fyrir ástandskvíða.1 Í sama úrtaki var innbyrðis fylgni undirkvarðanna tveggja (lyndis og ástandskvíða) r = 0,53 en r = 0,60 í úrtaki þeirra sem stama.2 Fylgni skora á lyndishluta við skor á ASI hefur mælst r = 0,50 í úrtaki háskólanema.3

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Spielberger, C. D., Gorsuch, R. L., Lushene, R., Vagg, P. R., & Jacobs, G. A. (1983). Manual for the State-Trait Anxiety Inventory. Consulting Psychologists Press

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • 3. Smári, J., Erlendsdóttir, G., Björgvinsdóttir, A., & Ágústsdóttir, V. R. (2003). Anxiety sensitivity and trait-symptom measures of anxiety and depression. Anxiety, Stress & Coping, 16(4), 375–386. https://doi.org/10.1080/1061580031000107791 
  • 4. Thome, M., & Arnardottir, S. B. (2013). Evaluation of a family nursing intervention for distressed pregnant women and their partners: a single group before and after study. Journal of advanced nursing69(4), 805-816. 
    https://doi.org/10.1111/j.1365-2648.2012.06063.x
  • Hansen, M. M. (2015). A feasibility pilot study on the use of complementary therapies delivered via mobile technologies on Icelandic surgical patients’ reports of anxiety, pain, and self-efficacy in healing. BMC complementary and alternative medicine15, 1-12. https://doi.org/10.1186/s12906-015-0613-8
  • STAI-6: Thorolfsdottir, E., Lunde, Å., Stefansdottir, V., Hjartardottir, H., & Rut Haraldsdottir, K. (2020). Comparing prenatal screening experiences of Icelandic women who received false‐positive and true‐negative first‐trimester combined screening results in Iceland in 2012–2016. Journal of Genetic Counseling, 29(4), 644-657. 
    https://doi.org/10.1002/jgc4.1269

Nemendaverkefni:

  • 1. Edda Áslaug Johansen, Guðrún Halldórsdóttir, Jónína Sóley Ólafsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ólöf Elmarsdóttir & Sigrún Cora Barker. (1989). Kvíði sængurkvenna á 3-4 degi eftir fæðingu [óútgefin BS ritgerð]. Háskóli Íslands. Sjá hér bls.89
  • Sif Einarsdóttir & Sólrún Sigurðardóttir. (1991). Íslensk stöðlun á kvíðaprófi Spielbergers. Samband kvíða, félagslegrar stöðu og stjórnskynjunar (Icelandic standardization of Spielbergers STAI: Relations between anxiety, social position, and locus of control) [óútgefin BA ritgerð]. Háskóli Íslands.
  • 2. Þóra Lilja Bergmann. (2019). Social anxiety, fear of negative evaluation and safety behavior among those that stutter and those that do not stutter [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/33304

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt og höfundarréttarvarið – sjá hér
  • Ekki er vitað til þess að notkun krefjist formlegrar menntunar eða hæfni

Aðrar útgáfur

  • STAI-6
  • State-Trait Anxiety Inventory for Children (STAI-CH)

Síðast uppfært

  • 4/2024