Short Health Anxiety Inventory (SHAI)
Efnisorð
- Heilsukvíði
- Kvíði
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
- Fjöldi atriða: 18
- Metur: Heilsukvíða miðað við síðastliðna sex mánuði. Í síðustu fjórum atriðunum er svarandinn sérstaklega beðinn um að meta hvernig honum liði ef hann ímyndaði sér að hann hefði þann sjúkdóm sem hann hefur mestar áhyggjur af
- Svarkostir: Hvert atriði inniheldur fjórar staðhæfingar sem gefa 0 til 3 stig. Svarandinn á að velja þá staðhæfingu sem á best við um hann, en ef fleiri en ein staðhæfing á við skal merkja við þær allar (þegar heildarskor er reiknað eru stig þeirrar staðhæfingar sem gefur flest stig í tilteknu atriði talin)
- Heildarskor: Summa atriðanna, liggur á bilinu 0–54 þar sem hærra skor vitnar um meiri heilsukvíða
Íslensk þýðing
- Pétur Tyrfingsson, Helgi Héðinsson og Inga Hrefna Jónsdóttir þýddu árið 20141
- Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í úrtaki einstaklinga með brjóstverk hefur innri áreiðanleiki verið α = 0,88.2 Í nemendaverkefnum hefur innri áreiðanleiki verið α = 0,92 í úrtaki háskólanema3 og α = 0,89 í úrtaki einstaklinga sem sóttu starfsendurhæfingu hjá VIRK.4
Réttmæti: Í nemendaverkefni var fólki með vefjagigt skipt í tvennt eftir því hvort það skoraði undir eða yfir 15 á SHAI (lítill vs. mikill heilsukvíði).1 Einstaklingar með meiri heilsukvíða skoruðu að jafnaði lægra á QOLS lífsgæðalistanum heldur en þau sem voru með minni heilsukvíða (munur upp á 8,79 stig með 95% öryggisbil [3,36; 14,22]).
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Salkovskis, P. M., Rimes, K. A., Warwick, H. M. C., & Clark, D. (2002). The Health Anxiety Inventory: Development and validation of scales for the measurement of health anxiety and hypochondriasis. Psychological Medicine, 32(5), 843–853. https://doi.org/10.1017}S0033291702005822
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- 2. Flóvenz, S. Ó., Salkovskis, P., Svansdóttir, E., Karlsson, H. D., Andersen, K., & Sigurðsson, J. F. (2023). Non-cardiac chest pain as a persistent physical symptom: Psychological distress and workability. International Journal of Environmental Research and Public Health, 20(3), 2521. https://doi.org/10.3390/ijerph20032521
Nemendaverkefni:
- 1. Dagmar Ólafsdóttir. (2017). Health anxiety symptoms among Icelandic fibromyalgia patients and their impact on quality of life [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/28384
- 3. Sigríður Kr. Kristjánsdóttir. (2021). Physical and mental health anxiety : comparison of medical students and psychology students [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/39280
- 4. Sigrún Ólafsdóttir Flóvenz. (2021). Predicting work disability and the outcome of vocational rehabilitation: The role of persistent physical symptoms and mental health [doktorsritgerð]. Opin vísindi. https://opinvisindi.is/handle/20.500.11815/2736
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt en í opnum aðgangi að því er talið er, rannsakendur geta nálgast listann hjá Brynjari Halldórssyni á brynjarha@ru.is
- Notkun krefst ekki sérstakrar hæfni / menntunar
Aðrar útgáfur
- SHAI er stytt útgáfa af 64-atriða Health Anxiety Inventory (HAI)
Síðast uppfært
- 4/2024