Physical Activity Scale for the Elderly (Mat á líkamsvirkni aldraðra, MLA) (PASE)

Efnisorð

  • Líkamleg virkni
  • Athafnir
  • Aldraðir

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – 65 ára og eldri
  • Fjöldi atriða: 12
  • Metur: Líkamlega virkni / hreyfingu aldraðra síðastliðna viku á þremur sviðum: Frístundir, störf innan heimilis (við heimilishald) og störf utan heimilis (við vinnu). Spurt er um tíðni og lengd athafna
  • Svarkostir: Blandaðir. Raðkvarðar með ólíkum orðagildum, s.s. 1 (aldrei minna en 1 klst.) til 4 (oft / meira en 4 klst.). Einnig tvíkosta spurningar með 1 () og 2 (nei) og opnar spurningar
  • Heildarskor: Fæst með því að margfalda atriði með vigt og leggja saman í heildarskor sem er á bilinu 0–400 þar sem hærra skor vitnar um meiri líkamlega virkni / meiri hreyfingu í daglegu lífi. Nánari upplýsingar um skorun má finna í handbók matstækisins hér eða í umfjöllun þýðanda hér. Athuga að fyrsta atriðið (snýr að kyrrsetuiðju) er ekki tekið með í heildarskori

Íslensk þýðing

  • Sólveig Ása Árnadóttir, sjúkraþjálfari, þýddi. Nánari upplýsingar um þýðingarferli má finna í doktorsritgerð Sólveigar (sjá kaflann „Translations of standardized assessments“)1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í slembiúrtaki einstaklinga 65 til 88 ára sem búsettir voru í heimahúsi reyndist endurprófunaráreiðanleiki ICC2,1 = 0,67, en staðalvilla var há (49,48, á skala heildarskora)1.   
Réttmæti: Í sama úrtaki einstaklinga 65 til 88 ára reyndist heildarskor á MLA hafa hæsta fylgni við MMF-athafnir af  matstækjum í samanburðinum, rrho = 0,54, og þar næst við A-Ö jafnvægiskvarðann, rrho = 0,45, hvort tveggja í samræmi við væntingar.1 Væg fylgni mældist einnig við Geriatric Depression Scale (-0,34) og MMSE (0,29). Samanburður á skorum aldurshópa 65 til 74 ára og 75 til 88 ára sýndi marktækt lægra skor eldri hóps, í samræmi við niðurstöður fyrri rannsóknar og það sem búast mætti við.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Washburn, R. A., Smith, K. W., Jette, A. M., & Janney, C. A. (1993). The Physical Activity Scale for the Elderly (PASE): Development and evaluation. Journal of Clinical Epidemiology, 46(2), 153–162. https://doi.org/10.1016/0895-4356(93)90053-4
  • Washburn, R. A., McAuley, E., Katula, J., Mihalko, S. L., & Boileau, R. A. (1999). The physical activity scale for the elderly (PASE): evidence for validity. Journal of Clinical Epidemiology, 52(7), 643–651. https://doi.org/10.1016/S0895-4356(99)00049-9

Próffræðigreinar:

  • 1. Bergljót Pétursdóttir, Elín Díanna Gunnarsdóttir & Sólveig Ása Árnadóttir. (2022). Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á alþjóðlegum mælitækjum  fyrir eldra fólk sem býr heima. Tímarit hjúkrunafræðinga, 3(98), 86–93. Vefslóð

Dæmi um birtar greinar:

  • Sólveig Ása Árnadóttir. (2007). Mat á líkamsvirkni aldraðra. Sjúkraþjálfarinn, 34(1), 11–13. https://www.hirsla.lsh.is/handle/2336/15460
  • Arnadottir, S. A., Gunnarsdottir, E. D., & Lundin-Olsson, L. (2009). Are rural older Icelanders less physically active than those living in urban areas? A population-based study. Scandinavian Journal of Public Health, 37(4), 409–417. https://doi.org/10.1177/1403494809102776
  • Birgitta R. Smáradóttir, Gísli K. Kristófersson, Árún K. Sigurðardóttir & Sólveig Á. Árnadóttir. (2020). Dagleg hreyfing og þunglyndiseinkenni eldra fólks í dreifbýli og þéttbýli á Norðurlandi: Lýðgrunduð rannsókn. Læknablaðið, 106, 453–459. https://www.laeknabladid.is/tolublod/2020/10/nr/7457

Nemendaverkefni:

  • Sólveig Ása Árnadóttir. (2010). Physical activity, participation and self-rated health among older community-dwelling Icelanders [doktorsritgerð]. DiVA. https://www.diva-portal.org/smash/record.jsf?pid=diva2%3A349396&dswid=2264
  • Bergljót Pétursdóttir. (2021). Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á alþjóðlegum mælitækjum fyrir eldri einstaklinga sem búa heima [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/38642

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarið en í opnum aðgangi, sjá hér

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 11/2023