
Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands tilheyrir Heilbrigðisvísindasviði og er vettvangur rannsókna- og þróunar á sviðinu. Að stofnuninni standa allir vísindamenn Heilbrigðisvísindasviðs, deildir og rannsóknareiningar. Undir hatti Heilbrigðisvísindastofnunar eru rúmlega 20 rannsóknarstofnanir. Stofnunin byggir á vot- og þurrrannsóknum ásamt stoðþjónustu.