General Health Questionnare-12 (GHQ-12)
Efnisorð
- Geðræn einkenni
- Geðraskanir
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
- Fjöldi atriða: 12
- Metur: Einkenni geðrænna vandamála og geðræn heilsa almennt á þremur sviðum, miðað við síðustu tvær vikur. Sviðin eru félagsleg vanvirkni, kvíði og skortur á sjálfstrausti
- Svarkostir: Skorun getur verið með þrennum hætti: Tvíkosta, þar sem fyrri tveir svarmöguleikarnir gefa 0 stig en síðari tveir gefa 1 stig – mælt með fyrir klínískt starf; raðkvarði, frá 0 (alltaf) til 3 (aldrei) – sem meira hefur verið notaður í rannsóknum; og skorun jákvæðra atriða sem 0,0,1,1 (0 stig fyrir fyrri tvo svarkosti en eitt fyrir síðari tvo) og neikvæðra sem 0,1,1,1 (0 stig fyrir fyrsta svarkost en eitt fyrir alla síðari) – ekki er ljóst hvort og þá hvenær þessi skorun er notuð. Sjá nánar hér
- Heildarskor: Ef tvíkostaskorun: Á bilinu 0–12 þar sem hærra skor vitnar um aukin einkenni geðrænna vandamála / verri almenna geðheilsu. Ef raðkvarðaskorun: Á bilinu 0–36 þar sem hærra skor vitnar um aukin einkenni geðrænna vandamála / verri almenna geðheilsu. Sjá nánar hér
Íslensk þýðing
- Sjá eftirfarandi tilvitnun: "Um íslenska þýðingu GHQ-30 sáu geðlæknarnir Jón G. Stefánsson og Ingvar Kristjánsson árið 1980. Listinn var fyrst þýddur yfir á íslensku af Jóni G. Stefánssyni og Ingvar Kristjánsson bakþýddi hann aftur yfir á ensku og voru listarnir síðan bornir saman. Orðalag var ekki nákvæmlega eins en hins vegar var ekki um neinn meiningarmun að ræða" (Jón G. Stefánsson og Ingvar Kristjánsson, 1982, sjá hér)
- Öll atriði GHQ-12 eru fengin úr þýðingu Jóns og Ingvars
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í klínísku úrtaki hefur innri áreiðanleiki (með raðkvarðaskorun) mælst α = 0,861.
Réttmæti: Ekkert fannst.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Goldberg, D. P., Gater, R., Sartorius, N., Ustun, T. B., Piccinelli, M., Gureje, O., & Rutter, C. (1997). The validity of two versions of the GHQ in the WHO study of mental illness in general health care. Psychological Medicine, 27(1), 191–197. https://doi.org/10.1017/s0033291796004242
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- Tómas Helgason, Kristinn Tómasson, Eggert Sigfússon & Tómas Zoega. (2004). Skimun fyrir algengi geðraskana 1984 og 2002 og ávísanir geðlyfja 1984 og 2001. Læknablaðið, 7-8(90), 553-559. https://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1291/PDF/2004-7-f02.pdf
- Kristinn Tómasson & Gunnar Guðmundsson. (2009). Geðheilsa og líðan íslenskra bænda. Læknablaðið, 11(95). https://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1435/PDF/f03.pdf
- 1. Guðmundsdóttir, E., Hörnquist, L., & Boman, K. K. (2013). Psychological outcomes in Swedish and Icelandic parents following a child’s cancer—in the light of site-related differences. Support Care Cancer, 21, 1637–1645. https://doi.org/10.1007/s00520-012-1708-0
- 2. Gissurardóttir, Ó. S., Hlodversdóttir, H., Thordardóttir, E. B., Pétursdóttir, G., & Hauksdóttir, A. (2018). Mental health effects following the eruption in Eyjafjallajökull volcano in Iceland: A population-based study. Scandinavian Journal of Public Health, 47, bls. 251–259. https://doi.org/10.1177/1403494817751327
Nemendaverkefni:
- Ólöf Sunna Gissurardóttir. (2015). Mental health following the volcanic eruption in Eyjafjallajökull volcano in Iceland in 2010. A population-based study [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/20888
Reglur um notkun
- Leyfisskyldur og höfundarréttarvarinn. Umsjón með dreifingu hefur Mapi Research Trust – rannsakendir búa til aðgang á heimasíðu þeirra og óska þar eftir leyfi
- Ekki er vitað til þess að notkun krefjist formlegrar menntunar eða hæfni
Aðrar útgáfur
- GHQ-60
- GHQ-30
Síðast uppfært
- 9/2024