Strengths and Weaknesses of ADHD-symptoms and Normal-behavior (SWAN) rating scale

Efnisorð

  • ADHD
  • Börn

Stutt lýsing

  • Tegund: Mat annarra – foreldri metur barn
  • Fjöldi atriða: 18
  • Metur: Einkenni ADHD (athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi) hjá börnum í almennu þýði miðað við greiningarskilmerki DSM-5. Foreldrar eru beðnir um að bera börn sín saman við jafnaldra m.t.t. þeirrar hegðunar / einkenna sem atriði greina frá. Miðað við síðastliðna sex mánuði
  • Svarkostir: Sjö punkta fullmerktur raðkvarði frá -3 (langt fyrir neðan meðallag) til 3 (langt yfir ofan meðallag)
  • Heildarskor: Heildarskor má reikna með því að taka meðaltal af stigum allra atriða. Skor eru þá á bilinu 0–18 þar sem hærri vitna um minni einkenni (jákvæðari samanburð við jafnaldra)

Íslensk þýðing

  • Jóhanna Cortes Andrésdóttir sálfræðingur, yfirfarinn af Heiðu Maríu Sigurðardóttur og félögum1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki foreldra 4. bekkinga reyndust atriði hafa fylgni við heildarskor á bilinu = 0,43–0,97 og innri áreiðanleika α = 0,96 (athuga þó mjög smátt úrtaki, = 20).1 Þessi úrvinnsla hefur verið endurtekin í einu nemendaverkefni2 í úrtaki foreldra 2., 5., 8., og 10. bekkinga. Áreiðanleikinn var nánast sá sami (α = 0,95) en breytileiki í fylgnistuðlum atriða við heildarskor var minni (r = 0,54–0,87) (athugið einnig smátt úrtak, n = 33).

Réttmæti: Niðurstöður meginhlutagreiningar í úrtaki foreldra 4. bekkinga (n = 20)1 bentu til þriggja vídda (blönduð, athyglisbrestur, ofvirkni) þegar miðað var við eigingildi >1, sú lausn hafði 83% skýringargildi og samræmist víddum DSM-5. Þvinguð tveggja-vídda lausn athyglisbrests og ofvirkni / hvatvísi hafði skýringargildið 76%. Marktæk jákvæð fylgni mældist á milli skora á SWAN og mælinga á lestrarhæfni. Meginhlutagreining var endurtekin í úrtaki foreldra 2., 5., 8., og 10. bekkinga (n = 33).2 Niðurstöðu gáfu til kynna þrjár víddir miðað við eigingildi > 1, sú lausn skýrði 76% af heildarbreytileika svara. Tveggja-vídda lausn (athyglisbrestur og ofvirkni / hvatvísi) hafði einnig lægra skýringargildi en í fyrri rannsókn, eða 68%. SWAN skor spáðu þar að auki fyrir um lestrarhæfni, þ.e. fleiri einkenni ADHD tengdust verri lestrarhæfni.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Swanson, J. M., Schuck, S., Porter, M. M., Carlson, C., Hartman, C. A., Sergeant, J. A., Clevenger, W., Wasdell, M., McCleary, R., Lakes, K., & Wigal, T. (2012). Categorical and dimensional definitions and evaluations of symptoms of ADHD: History of the SNAP and the SWAN rating scales. The International Journal of Educational and Psychological Assessment, 10(1), 51–70.

Próffræðigreinar:

  • 1. Sigurdardottir, H. M., Jonsdottir, I., Ulfarsson, L., & Birgisdottir, F. (2021). Reading fluency and ADHD symptoms: Initial testing of IS-FORM, IS-PSEUDO, and SWAN in a sample of Icelandic children. In Á. Kristjánsson, H. M. Sigurdardottir, & K. Árnason (Eds.), Sálubót: Afmælisrit til heiðurs Jörgen L. Pind (pp. 105–122). Háskólaútgáfan.

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • Logi Úlfarsson. (2019). The object of my recognition: The role of high-level vision in reading of 4th graders [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/33386
  • Aðalheiður Magnúsdóttir & Ísold Gná Sigríðar Ingvadóttir. (2022). Þróun á sjálfsmatsútgáfu CEAS tilfinningakvarðans í úrtaki 8 til 16 ára barna [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41524
  • 2. Sólrún Erlingsdóttir. (2022). The predictive value of the SWAN scale on reading fluency in a sample of Icelandic children [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41580

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarinn að því er talið er, en í opnum aðgangi – listann má nálgast hjá Heiðu Maríu Sigurðardóttur á heidasi@hi.is
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 5/2024