Prosopagnosia Index-20 (PI-20)

Efnisorð

  • Andlitsblinda
  • Andlitsókenni

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 20
  • Metur: Andlitsókenni / Andlitsblindu (e. prosopagnosia). Svarandinn metur hversu vel honum gengur almennt séð að þekkja andlit. Listinn er gjarnan notaður samhliða öðrum hlutlægari mælingum, svosem færniverkefnum til þess að meta andlitsókenni
  • Svarkostir: Talnakvarði með fimm svarkostum frá 1 (mjög ósammála) til 5 (mjög sammála)
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 20–100 þar sem hærra skor er talið vitna um alvarlegri þroskafræðileg andlitsókenni. Athugið að snúa þarf við skorun á atriðum 8, 9, 13, 17 og 19. Skor á bilinu 65–74 hafa verið túlkuð sem vísbending um væg þroskafræðileg andlitsókenni, skor á bilinu 75–84 sem þroskafræðileg andlitsókenni í meðallagi og á bilinu 85–100 sem alvarleg þroskafræðileg andlitsókenni (athuga að viðmiðin byggja á erlendum úrtökum og hafa ekki verið könnuð í íslensku þýði)

Íslensk þýðing

  • Heiða María Sigurðardóttir þýddi
  • Þýðingarferlið var ekki staðlað

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,95 í almennu hentugleikaúrtaki1.  
Réttmæti: Staðfestandi þáttagreining var framkvæmd í fyrrgreindu úrtaki.1 Eins-þátta líkan hafði ásættanleg mátgæði (RMSEA = 0,08 / CFI = 0,93 / TLI = 0,92) og voru staðlaðar þáttahleðslur á bilinu 0,14 (atriði 3) til 0,94 (atriði 1). Í framhaldinu var leitandi þáttagreining framkvæmd þar sem dregnir voru út tveir þættir og bornir saman við eins-þátta lausn. Tveir þættir skýrðu 53,6% af heildardreifni og einn þáttur skýrði 50,1%. Tveggja-þátta lausnin þótti hins vegar ekki sannfærandi þar sem seinni þátturinn hafði aðeins eitt atriði með þáttahleðslu yfir 0,35. Samhliðagreining, skriðupróf og viðmið Kaisers gáfu einnig til kynna að gögnin væru best skýrð með einum þætti. Fylgni PI-20 við CFMT (færnipróf í að þekkja andlit og leggja þau á minnið / lægri skor -> minni færni) mældist r = -0,53. Marghliða aðfallsgreining með PI-20 sem fylgibreytu gaf til kynna að andlits söfnunarverkefni skýrði mestan part af dreifingu PI-20 skora eða 53%, á meðan CFMT skýrði 15,5%, söfnunarverkefni með hlutum 13,3% og samanburðar söfnunarverkefni 1,3%.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Shah, P., Gaule, A., Sowden, S., Bird, G., & Cook, R. (2015). The 20-item prosopagnosia index (PI20): a self-report instrument for identifying developmental prosopagnosia. Royal Society Open Science, 2(6), 140343. http://doi.org/10.1098/rsos.140343

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • 1. Hildur Franziska Hávarðardóttir & Guðrún Þorláksdóttir. (2022). Assessing face recognition abilities: Exploring the link between PI20, CFMT and a foraging task [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41566
  • Elísabet Sesselja Harðardóttir & Katrín Guðnadóttir. (2023). Examining face perception with self-reports and neural measures: An SSVEP study [óútgefin BS ritgerð]. Skemman.http://hdl.handle.net/1946/44691

 

Reglur um notkun

  • Í opnum aðgangi – sjá matstækið hér
  • Notkun krefst ekki sérstakrar hæfni / menntunar

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 5/2024