Children’s Sleep Habits Questionnaire (CSHQ)
Efnisorð
- Svefn
- Svefnvandamál
- Börn
Stutt lýsing
- Tegund: Mat annarra – foreldri metur barn
- Fjöldi atriða: 33
- Metur: Svefnvanda barna. Listann má nota til að skima fyrir svefnvandamálum af hegðunarlegum og líffræðilegum toga. Undirkvarðar eru m.a. mótstaða við að fara í háttinn, lengd svefns, svefntengdur kvíði og vökur á nóttunni. Miðað er við síðastliðna viku, eða síðustu "hefðbundnu viku"
- Svarkostir: Fimm punkta fullmerktir raðkvarðar þar sem skorun er 0–1 [daga vikunnar] = sjaldan, 2–4 [daga vikunnar] = stundum og 5–7 [daga vikunnar] = yfirleitt
- Heildarskor: Skor heildarkvarða og undirkvarða má túlka þannig að hærri skor beri vitni um aukinn svefnvanda
Íslensk þýðing
- Sigrún Þorsteinsdóttir
- Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í úrtaki þriggja til tólf ára barna hefur innri áreiðanleiki heildarskors og undirkvarða mælst á bilinu α = 0,52–0,80.1 Annað úrtak fjögurra til tíu ára barna sýndi sömu stuðla á bilinu 0,44 (parasomnia) – 0,72 (svefntengdur kvíði)2.
Réttmæti: Ekkert fannst
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Owens, J. A., Spirito, A., & McGuinn, M. (2000). The Children’s Sleep Habits Questionnaire (CSHQ): Psychometric properties of a survey instrument for school-aged children. Sleep: Journal of Sleep Research & Sleep Medicine, 23(8), 1–9. https://doi.org/10.1093/sleep/23.8.1d
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- 2. Thorsteinsdottir, S., Gunnarsdottir, T., Boles, R. E., & Njardvik, U. (2018). Weight status and disordered sleep in preschool children, parents’ negative mood states and marital status. Children's Health Care, 47(4), 432–451. https://doi.org/10.1080/02739615.2017.1392305
Nemendaverkefni:
- 1. Sigrún Þorsteinsdóttir. (2013). Predictors of obesity in 3- to 12-year-old Icelandic children: Relationships with Body Mass Index, diet, sleep and technology [óútgefin meistararitgerð]. University of Westminster: London
- Sigrún Þorsteinsdóttir. (2015). Investigating the relationship between overweight and disordered sleep in pre-school children, parental negative emotional state and marital status [óútgefin cand.psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/21817
- Hulda Jónsdóttir Tölgyes. (2017). Prevalence and interventions of sleep problems in children with intellectual and/or developmental disorders or other disabilities in Iceland [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/28708
- Elísabet Charlotta Ásgeirsdóttir. (2022). Does my child have a sleep problem? : examining parent’s perception of children’s sleep habits and the association between parental knowledge and sleep hygiene [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/42430
Reglur um notkun
- Leyfisskylt – rannsakendur óski eftir leyfi fyrir notkun hjá höfundi á judith.owens@childrens.harvard.edu
- Að því búnu má nálgast þýðingu hjá þýðanda (sjá að ofan)
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 5/2024