Model of Academic Motivation Inventory (MUSIC)

Efnisorð

  • Áhugahvöt
  • Nám

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmatslisti, nemendur á ýmsum skólastigum. Athuga að einnig er til útgáfa fyrir kennara
  • Fjöldi atriða: Breytilegur eftir útgáfum, þær sem þýddar hafa verið á íslensku eru 18 / 19 atriða 
  • Metur: Að hvaða marki fimm svið MUSIC líkansins um áhugahvöt, þ.e. valdefling, gagnsemi, árangur, áhugi og umhyggja kennara, eru til staðar í kennsluumhverfi nemenda. Matstækið er hugsað m.a. til þess að aðstoða kennara / skólastjórnendur við val á kennsluháttum til að auka áhugahvöt og bæta frammistöðu nema
  • Svarkostir: Sex punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (mjög ósammála) til 6 (mjög sammála
  • Heildarskor: Heildarskor eru reiknuð fyrir hvert undirsvið um sig þar sem hærri skor vitna um jákvæðari útkomu 

Íslensk þýðing

  • Ásta Bryndís Schram o.fl 
  • Bakþýðing var notuð auk ígrundunar sérfræðinga að þýðingu lokinni, sjá grein ÁBS bls. 1651

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: [18 atriða útgáfa] Í úrtaki grunnskólanema hefur innri áreiðanleiki undirkvarða leitandi þáttagreiningar mælst á bilinu α = 0,68 (valdefling) – 0,88 (umhyggja kennara).1 Þetta voru í þremur tilvikum hærri stuðlar en í upprunalegri útgáfu, sem er ekki algengt. 

[19 atriða útgáfa]  Áreiðanleiki undirkvarða var einnig metinn í úrtaki háskólanema á Heilbrigðisvísindasviði (athuga eitt atriði af undirkvarða gagnsemi vantaði).2 Alfastuðlar voru á bilinu α = 0,84 (valdefling) – 0,91 (áhugi). Omegastuðlar (ekki ljóst hvaða gerð) voru á bilinu 0,85 til 0,91 fyrir sömu kvarða.

Réttmæti: [18 atriða útgáfa] Leitandi þáttagreining var framkvæmd í sama úrtaki grunnskólanema, og staðfestandi þáttagreining í öðru sambærilegu úrtaki.1 EFA sýndi fram á rúmlega 66% skýringargildi fimm þátta lausnar. Þáttahleðslur voru almennt í samræmi við væntingar. Tvö auðsjáanleg tilvik krosshleðslu má sjá í töflu 2 (C4 og U1). Niðurstöður greiningarinnar urðu til þess að orðalag þeirra fjögurra atriða sem höfðu lægstar þáttahleðslur var endurskoðað. Staðfestandi þáttagreining var keyrð til að leggja mat á mátgæði fimm þátta líkans. Mátstuðlar voru: CFI = 0,98, RMSEA = 0,05 og SRMR = 0,05. Þáttahleðslur voru almennt háar (spönn 0,44 til 0,90), lægstu gildin sáust á undirsviði valdeflingar. 

Í kjölfar þáttagreiningar var innbyrðis fylgni undirkvarða könnuð.1 Hún var á bilinu r = 0,32 til 0,69, sem sagt var í samræmi við fyrri niðurstöður (sjá tölflu 6). Innbyrðis fylgni atriða var einnig skoðuð og ályktað sem svo að fylgni milli atriða tveggja kvarða væri alla jafna lægri en milli atriða innan sama kvarða (sjá töflu 7). 

[19 atriða útgáfa] Réttmæti hefur einnig verið kannað meðal háskólanema á Heilbrigðisvísindasviði.2 Innbyrðis fylgni undirkvarða var reiknuð og reyndist hófleg, í samræmi við væntingar rannsakenda og til stuðnings sértækni undirkvarðanna (r = 0,42 til 0,61). Líkt og í úrtaki grunnskólanema var keyrð staðfestandi þáttagreining til að leggja mat á mátgæði fimm þátta líkans. Mátstuðlar voru: CFI = 0,97, RMSEA = 0,05 og SRMR = 0,05. Þáttahleðslur eru ekki aðgengilegar. 

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Jones, B. D. (2009). Motivating students to engage in learning: the MUSIC model of academic motivation. International Journal of Teaching and Learning in Higher Education, 21(2), 272-285.

Próffræðigreinar:

  • 1. Schram, Á. B., & Jones, B. D. (2016). A cross-cultural adaptation and validation of the Icelandic version of the MUSIC Model of Academic Motivation Inventory. Tímarit um uppeldi og menntun25(2), 159-181.
  • 2. Jones, B. D., Wilkins, J. L., Schram, Á. B., Gladman, T., Kenwright, D., & A. Lucio-Ramírez, C. (2023). Validating a measure of motivational climate in health science courses. BMC Medical Education, 23(1), 548.  https://doi.org/10.1186/s12909-023-04311-3

Dæmi um birtar greinar:

  • Jones, B. D., Sahbaz, S., Schram, A. B., & Chittum, J. R. (2017). Using psychological constructs from the MUSIC Model of Motivation to predict students’ science identification and career goals: Results from the US and Iceland. International Journal of Science Education39(8), 1089-1108.

Nemendaverkefni:

  • Ekkert fannst

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarið en í opnum aðgangi, sjá hér

Aðrar útgáfur

Síðast uppfært

  • 5/2024