InterRAI Emergency Department Screener (Bráðamóttökuskimun aldraðra) (InterRAI EDS)

Efnisorð

  • Bráðamóttaka
  • Aldraðir
  • Skimun

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – 75 ára og eldri
  • Fjöldi atriða: 10
  • Metur: Þjónustuþörf aldraðra sem leita á bráðamóttöku. Þ.e. matstækið er notað af heilbrigðisstarfsfólki á bráðamóttökum eða heilsugæslustöðvum til þess að bera kennsl á aldraða einstaklinga sem þurfa sérhæfð inngrip eða mat á sviði öldrunar. Atriðin snúa að sjálfsbjargargetu, heilsufari og líðan svarandans. Eitt atriði metur umönnunarálag og eiga aðstandendur að svara því (séu þeir til staðar). Skimunarlistinn er í formi smáforrits sem hægt er að hlaða niður á snjallsíma eða spjaldtölvur. Allir svarendur fá sama atriðið fyrst en forritið ákvarðar út frá svari þess atriðis hvaða atriði birtist svarandanum næst. Þannig leggur forritið aðeins fyrir þau atriði sem þarf til þess að meta áhættu viðkomandi sjúklings og mun því hver svarandi ekki endilega svara öllum 10 atriðunum
  • Svarkostir: Flest atriðin hafa tvo svarkosti, og nei. Í einu atriði þar sem spurt er um heilsufar eru svarkostirnir mjög gott eða gott, sæmilegt eða lélegt og gat ekki (eða vildi ekki) svara
  • Heildarskor: Smáforritið sér um að flokka svarendur í eitt af sex áhættustigum (priority score) frá 1 (lítil þörf á frekara mati) til 6 (mikil þörf á frekara mati). Skor upp á 1–2 eru talin vitna um að sjúklingur þurfi líklegast ekki frekara mat eða eftirfylgd, skor upp á 3–4 gefa til kynna að þörf á frekara mati eða eftirfylgd ætti að meta út frá klínískri dómgreind og fáanleika þjónustu og skor upp á 5–6 vitna um að þörf sé á nánari mati eða eftirfylgd

Íslensk þýðing

  • Guðrún Dóra Guðmannsdóttir hafði umsjón með þýðingu. Bakþýðing var gerð og borin undir höfundarréttarhafa

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Ekkert fannst.
Réttmæti: Í grein Gretarsdottir og fél.1 var réttmæti kannað með því að reikna Spearman fylgni við skor á öðrum matstækjum sem ætlað er að meta áhættuþætti aldraðra í úrtaki 67 ára og eldri á bráðamóttöku Landspítala: ISAR, rrho = 0,56 og TRST, rrho = 0,41. Athugið að í rannsókninni voru öll 10 atriðin lögð fyrir alla svarendur og því ekki notast við áhættustigin sem fást úr smáforriti matstækisins heldur heildarskor. ROC greining var einnig framkvæmd til að kanna hversu vel skimunarþröskuldur upp á 3 stig spáði fyrir um neikvæðar útkomur: Innlögn á spítala (næmi = 0,84, sértækni = 0,32), endurkoma á bráðamóttöku (næmi = 0,88, sértækni = 0,28) og andlát (næmi = 1, sértækni = 0,28).

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Gray, L. C., Peel, N. M., Costa, A. P., Burkett, E., Dey, A. B., Jonsson, P. V., Lakhan, P., Ljunggren, G., Sjostrand, F., Swoboda, W., Wellens, N. I. H., & Hirdes, J. (2013). Profiles of older patients in the emergency department: Findings from the interRAI Multinational Emergency Department Study. Annals of Emergency Medicine, 62(5), 467–474. https://doi.org/10.1016/j.annemergmed.2013.05.008

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Höskuldsdóttir, G. Þ., Geirsdóttir, Ó. G., Kristjánsdóttir, I. D., Jóhannesdóttir, H., Benediktsdóttir, B., Guðjónsdóttir, B., Magnúsdóttir, I., Rúnarsdóttir, S., & Jónsson, P. V. (2014). Eldra fólk á bráðadeild: Íslenskar niðurstöður úr fjölþjóðarannsókn InterRAI. Læknablaðið, 100(1), 19–24. https://doi.org/10.17992/lbl.2014.01.527
  • 1. Gretarsdottir, E., Jonsdottir, A. B., Sigurthorsdottir, I., Gudmundsdottir, E. E., Hjaltadottir, I., Jakobsdottir, I. B., Tomasson, G., Jonsson, P. V., & Thorsteinsdottir, T. (2021). Patients in need of comprehensive geriatric assessment: The utility of the InterRAI emergency department screener. International Emergency Nursing, 54, 100943. https://doi.org/10.1016/j.ienj.2020.100943

Nemendaverkefni:

  • Ester Eir Guðmundsdóttir & Íris Björk Jakobsdóttir. (2016). Aldraðir á bráðamóttöku Landspítala. Samanburður á skimunartækjunum ISAR, TRST og interRAI BM skimun [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/24830

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarið en í opnum aðgangi – sjá þó undantekningar og nánari upplýsingar hér og í smáforriti matstækisins sem má nálgast á Google Play og App Store
  • Notkun er almennt ætluð heilbrigðisstarfsfólki á bráðamóttökum eða heilsugæslustöðvum

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 5/2024