St. George's Respiratory Questionnaire (SGRQ)
Efnisorð
- Heilsutengd lífsgæði
- Öndunarfærasjúkdómar
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir með öndunarfærasjúkdóma (t.d. langvinna lungnateppu)
- Fjöldi atriða: 50
- Metur: Heilsutengd lífsgæði / skerðingu á lífsgæðum með tilliti til tíðni og alvarleika einkenna (8 atriði) annarsvegar, og líkamleg virkni sem veldur einkennum eða takmarkast vegna einkenna (16 atriði) og áhrifa sjúkdóms á sálfélagslega virkni (26 atriði) hins vegar. Fyrir einkenni er miðað við allt frá síðasta mánuði upp í síðastliðið ár. Fyrir virkni og áhrif er miðað við núverandi ástand
- Svarkostir: Á undirkvarða einkenna eru svarkvarðar blandaðir (t.d. 5 punkta tíðnikvarði frá flesta daga vikunnar til alls ekki og tvíkosta kvarði já / nei). Á undirkvörðum virkni og áhrifa eru svarkvarðar aðallega tvíkosta (merkt er við staðhæfingar sem eiga við eða svarað með satt / ósatt)
- Heildarskor: Heildarskor á undirkvörðum og kvarða í heild eru á bilinu 0–100 þar sem hærra skor vitnar um meiri skerðingu á heilsufari og lífsgæðum. Sjá nánar í handbók listans
Íslensk þýðing
- Íslensk þýðing var samkvæmt höfundum gerð í samráði við Mapi Institute, sjá hér
- Ekki er vitað hver þýddu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Ekkert fannst.
Réttmæti: Ekkert fannst.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Jones, P. W., Quirk, F. H., Baveystock, C. M., & Littlejohns, P. (1992). A self-complete measure of health status for chronic airflow limitation. The St. George's Respiratory Questionnaire. The American review of respiratory disease, 145(6), 1321–1327. https://doi.org/10.1164/ajrccm/145.6.1321
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- Ingadottir, T. S., & Jonsdottir, H. (2010). Partnership-based nursing practice for people with chronic obstructive pulmonary disease and their families: influences on health-related quality of life and hospital admissions. Journal of clinical nursing, 19(19-20), 2795–2805. https://doi.org/10.1111/j.1365-2702.2010.03303.x
- Gudmundsson, G., Ulrik, C. S., Gislason, T., Lindberg, E., Brøndum, E., Bakke, P., & Janson, C. (2012). Long-term survival in patients hospitalized for chronic obstructive pulmonary disease: a prospective observational study in the Nordic countries. International journal of chronic obstructive pulmonary disease, 7, 571–576. https://doi.org/10.2147/COPD.S34466
- Jonsdottir, H., Amundadottir, O. R., Gudmundsson, G., Halldorsdottir, B. S., Hrafnkelsson, B., Ingadottir, T. S., ... & Stefansdottir, I. K. (2015). Effectiveness of a partnership‐based self‐management programme for patients with mild and moderate chronic obstructive pulmonary disease: a pragmatic randomized controlled trial. Journal of advanced nursing, 71(11), 2634-2649. https://doi.org/10.1111/jan.12728
- Ingadottir, A. R., Beck, A. M., Baldwin, C., Weekes, C. E., Geirsdottir, O. G., Ramel, A., ... & Gunnarsdottir, I. (2019). Oral nutrition supplements and between-meal snacks for nutrition therapy in patients with COPD identified as at nutritional risk: a randomised feasibility trial. BMJ open respiratory research, 6(1), e000349. https://doi.org/10.1136/bmjresp-2018-000349
Nemendaverkefni:
- Kristín Rósa Ármannsdóttir. (2013).Tengsl streitustjórnunar eða slökunaræfingar við andlega líðan og reykingar hjá fólki með langvinna lungnateppu [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/15594
Reglur um notkun
- Leyfisskyldur og höfundarréttarvarinn – rannsakendur hafi samband á sgrq@sgul.ac.uk
- Athuga að ætlast er til að þjálfaður fagaðili sé til taks til útskýringa og aðstoðar meðan listinn er útfylltur, sjá nánar hér
Aðrar útgáfur
- SGRQ-C – 40 atriða útgáfa
Síðast uppfært
- 3/2024