Social Responsiveness Scale (SRS)

Efnisorð

  • Einhverfa
  • Félagsfærni

Stutt lýsing

  • Tegund: Mat annarra – foreldri, umönnunaraðili og / eða kennari metur barn á aldrinum 4–18 ára
  • Fjöldi atriða: 65
  • Metur: Einhverfurófseinkenni / alvarleika skerðingar í félagsfærni á fimm sviðum: Social awareness, Social cognition, Social Communication, Social motivation og Restricted interests and repetitive behavior
  • Svarkostir: Raðkvarði með fjórum fullmerktum svarkostum frá 0 (ekki rétt) til 3 (nánast alltaf rétt)
  • Heildarskor: Hráskor eru á bilinu 0–195 sem hægt er að umbreyta í T-gildi. Hærra skor vitnar um alvarlegri skerðingu í félagsfærni. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum um verkleg við greiningu einhverfu eru T-skor á bilinu 60–75 talin vitna um væg til miðlungs einkenni einhverfu og skor upp á 76 eða hærra mikil einkenni / mikla skerðingu

Íslensk þýðing

  • Evald Sæmundssen, Páll Magnússon, Gyða Björnsdóttir o.fl. þýddu með leyfi höfundar og útgefanda
  • Engar nánari upplýsingar hafa fundist um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki barna (4–14 ára) úr þjóðskrá mældist innri áreiðanleiki α = 0,96 hjá drengjum og α = 0,92 hjá stúlkum.1 Áreiðanleiki matsmanna var einnig kannaður í smærra hentugleikaúrtaki eins grunnskóla. Fylgni milli mats foreldra og kennara 6 til 14 ára barna reyndist þar meðal sterk (r = 0,44) en þó töluvert lægri en hafði mælst í erlendum rannsóknum samkvæmt höfundi.

Í öðru úrtaki barna og unglinga á aldrinum 2 til 18 ára hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,98.2 Áreiðanleikinn hélst hár í hópum stráka og stelpna annarsvegar og í hópum einstaklinga með og án greiningar einhverfurófsröskunar hins vegar (α = 0,94–0,98).

Réttmæti: Leitandi þáttagreiningar í fyrrgreindum úrtökum gáfu vísbendingu um einn þátt. Fyrsti þáttur skýrði 28,7%1 og 43,5%2 af heildardreifingu atriða á meðan aðrir þættir skýrðu minna en 5% í báðum tilvikum.

Fylgni við SDQ hefur einnig verið reiknuð til að kanna vísbendingar um samleitni.1 Sterkari fylgni mældist með mati kennara en mati foreldra - niðurstöður voru þó almennt í samræmi við væntingar.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Constantino, J. N., Przybeck, T., Friesen, D., & Todd, R. D. (2000). Reciprocal social behavior in children with and without pervasive developmental disorders. Journal of Developmental & Behavioral Pediatrics21(1), 2–11. https://doi.org/10.1097/00004703-200002000-00002
  • Constantino, J. N., Davis, S. A., Todd, R. D., Schindler, M. K., Gross, M. M., Brophy, S. L., Metzger, L. M., Shoushtari, C. S., Splinter, R., & Reich, W. (2003). Validation of a brief quantitative measure of autistic traits: comparison of the social responsiveness scale with the autism diagnostic interview-revised. Journal of Autism and Developmental Disorders33, 427–433. https://doi.org/10.1023/A:1025014929212

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst - sjá þó nemendaverkefni að neðan

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • 1. Magnús F. Ólafsson. (2006). Einhverfurófseinkenni meðal íslenskra barna: Próffræðilegir eiginleikar Social Responsiveness Scale (SRS) [óútgefin cand.psych. ritgerð]. Háskóli Íslands.
  • 2. Karen Lind Gunnarsdóttir. (2011). Andstæðuáhrif og Spurningalisti um félagslega svörunarhæfni (SRS). Hugsanlegt vanmat foreldra á systkinum barna með einhverfu [óútgefin cand.psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/8622
  • Kristín Margrét Arnaldsdóttir. (2016). Algengi einhverfu hjá 7-9 ára börnum á Íslandi [óútgefin cand.psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/24916

 

Reglur um notkun

Aðrar útgáfur

  • Athuga að íslensk úgáfa SRS sem fjallað er um hér er sennilega ekki nýjasta útgáfa matstækisins. Árið 2012 kom út önnur útgáfa (SRS-2) sem inniheldur m.a. ólík eyðublöð (e. forms) fyrir mismunandi aldurshópa barna og sjálfsmat fullorðinna. Nánari upplýsingar má finna á vef útgefanda matstækisins.

Síðast uppfært

  • 7/2023