Copenhagen Hip And Groin Outcome Score (HAGOS)
Efnisorð
- Athafnageta
- Einkenni í mjögð og nára
- Færniskerðing
- Þátttaka
- Heilsutengd lífsgæði
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
- Fjöldi atriða: 37
- Metur: Skerðingu á færni, athöfnum og þátttöku vegna einkenna í mjöðm eða nára samkvæmt Alþjóðlegu flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu (ICF). Listinn inniheldur 6 undirkvarða: 1) Einkenni, 2) Verkir, 3) Líkamsstarfsemi við daglegar athafnir, 4) Líkamleg virkni í íþróttum og tómstundum, 5) Þátttaka í líkamsþjálfun og 6) Lífsgæði. Miðað er við síðastliðna viku
- Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði með breytilegum orðagildum
- Heildarskor: Heildarskor eru reiknuð fyrir hvern undirkvarða. Þau taka gildi á bilinu 0 til 100 þar sem hærri skor vitna um minni einkenni / færni- og þátttökuskerðingu (jákvæðari útkomu). Sjá nánar í handbók hér
Íslensk þýðing
- Jón Helgi Ingvarsson o.fl. (2020) þýddu úr dönsku og bakþýddu, sjá nánar um ferlið í grein þeirra bls.17
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í blönduðu úrtaki einstaklinga á breiðu aldursbili reyndist innri áreiðanleiki undirkvarða á bilinu α = 0,80 (Einkenni og Þátttaka í líkamsþjálfun, athuga að sá síðari inniheldur aðeins 2 spurningar) til 0,94 (Líkamleg virkni í íþróttum og tómstundum).1 Þetta var sagt áþekkt rannsóknum ytra. Endurprófunaráreiðanleiki í hluta úrtaks mældist á bilinu ICC 3.1 = 0,70 (95% ÖB = 0,56-0,80) fyrir Þátttaka í líkamsþjálfun til 0,94 (95% ÖB = 0,90-0,96) fyrir Verkir, aftur á pari við það sem sést hefur erlendis. Fyrir umræðu um staðalvillu mælinga og minnsta mælanlega mun, sjá grein Jóns o.fl.
Réttmæti: Tengsl heildarskors undirkvarða HAGOS við sjálfsmat á verk (1 spurning, 0 til 100 þar sem hærra skor vitnar um meiri verk) og EQ-5D-5L voru metin með Spearman fylgni í sama úrtaki.1 Sterk neikvæð fylgni reyndist milli undirþáttar verkja á HAGOS, verkjaspurningar og verkjahluta á EQ-5D-5L, rrho = –0,78 og –0,81. Að sama skapi var sterk neikvæð fylgni milli undirþáttar Líkamsstarfsemi við daglegar athafnir á HAGOS og samskonar spurningar á EQ-5D-5L rrho = –0,72. Meðalsterk eða sterk fylgni reyndist milli undirþátta HAGOS og heildarskors á iHOT-12, , rrho á bilinu 0,55 og 0,85. Niðurstöður voru í samræmi við væntingar rannsakenda og þóttu gefa sterkar vísbendingar um réttmæti listans.
Einn undirkvarði HAGOS gaf vísbendingar um gólfhrif, það var kvarði Þátttöku í líkamsþjálfun þar sem 15 af 66 þátttakendum fengu lægstu mögulegu útkomu. Þetta er sagt hafa sést í erlendum rannsóknum og því ekki alls óvænt – sjá nánar í grein Jóns o.fl.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Thorborg, K., Hölmich, P., Christensen, R., Petersen, J., & Roos, E. M. (2011). The Copenhagen Hip and Groin Outcome Score (HAGOS): development and validation according to the COSMIN checklist. British journal of sports medicine, 45(6), 478–491. https://doi.org/10.1136/bjsm.2010.080937
Próffræðigreinar:
- 1. Jón Helgi Ingvarsson, Smári Hrafnsson, Páll Sigurgeir Jónasson, Árni Árnason & Kristín Briem. (2022). Staðlaðir spurningalistar til mats á einkennum og færni í mjöðm og nára; Áreiðanleiki og réttmæti íslenskrar útgáfu. Sjúkraþjálfarinn, 50(2), 24–29. https://www.sjukrathjalfun.is/rit/2022-02/#page/24
Dæmi um birtar greinar:
- Ekkert fannst utan próffræðigreinar að ofan
Nemendaverkefni:
- Smári Hrafnsson. (2019). iHOT-12 og HAGOS spurningalistar: Réttmæti íslenskrar þýðingar [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/34289
- Jón Helgi Ingvarsson. (2022). HOT-12 og HAGOS spurningalistar við mat á einkennum og færni í mjöðm og nára [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/40564
Reglur um notkun
- Í opnum aðgangi – sjá hér
- Fyrirlögn krefst ekki sérstakrar hæfni svo vitað sé
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 8/2024