Geriatric Depression Scale (GDS)
Efnisorð
- Þunglyndi
- Aldraðir
- Skimun
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – aldraðir
- Fjöldi atriða: 30
- Metur: Þunglyndiseinkenni meðal eldra fólks. Miðað er við síðustu viku. Matið undanskilur líkamleg og hugræn einkenni sem oft einkenna þunglyndi meðal ungra en geta skekkt mat á þunglyndi meðal eldri einstaklinga
- Svarkostir: 1 (já) og 0 (nei)
- Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–30 þar sem hærra skor vitnar um alvarlegri þunglyndiseinkenni
Íslensk þýðing
- Margrét Valdimarsdóttir, Jón E. Jónsson, Sif Einarsdóttir og Kristinn Tómasson. Fyrir nánari upplýsingar um þýðingarferlið, sjá grein Margrétar o.fl.1
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki í blönduðu úrtaki aldraðra (almennt og klínískt) hefur mælst α = 0,921 og 0,79 í úrtaki 65 og eldri.2 Athuga þó, matið gæti verið bjagað þar sem alfastuðull gerir ráð fyrir samfelldum breytum en atriði GDS hafa einungis tvo svarkosti. Meðalfylgni atriða við heildarskor í blönduðu úrtaki aldraðra er sögð hafa verið 0,52, en athuga að ekki er ljóst hvort viðeigandi fylgnistuðull var notaður við það mat.1
Í slembiúrtaki einstaklinga 65 til 88 ára sem búsettir voru heimavið reyndist innri áreiðanleiki α = 0,80, eða umtalsvert lægri en greint er frá í fyrstu rannsókninni hér að ofan (athuga að sama gildir þó um túlkun stuðulsins).3 Endurprófunaráreiðanleiki í hluta úrtaks mældist ICC2,1 = 0,84 (staðalvilla = 1,40 stig).
Réttmæti: Allgott samræmi var sagt hafa verið milli GDS og klínísks greiningarviðtals CIDI, en engar tölulegar upplýsingar fundust því til stuðnings.1 Við mat á aðgreiningarhæfni GDS á þunglyndum / ekki þunglyndum skv. greiningarviðtali reyndust bestu niðurstöður fást fyrir þröskuld upp á 13/14 – næmi = 0,77, sértækni = 0,95, jákvætt forspárgildi = 0,77 og kappa = 0,72. Meginhlutagreining í úrtaki 65 og eldri með fimm víddum í samræmi við eldri rannsóknir skilaði óskýrri lausn.2 Eftir athugun á skriðuriti var prófað að tilgreina fjórar víddir (aftur í samræmi við aðra eldri rannsókn). Sú lausn hafði skýrða dreifingu upp á 37%. Fjögur tilvik voru þar sem atriði höfðu engar vogtölur > 0,30.
Fylgni heildarskors á GDS við skor á öðrum matstækjum var könnuð í sama slembiúrtaki einstaklinga 65 til 88 ára.3 Hæst fylgni fékkst við MFF-takmarkanir á þátttöku (rrho = -0,57), þá við MFF-athafnir (-0,55) og A-Ö Jafnvægiskvarðann (-0,50). Fylgni við TUG, MFF-tíðni þátttöku, MLA og MMSE var lægri. Ekki var marktækur munur á skorum yngri (65 til 74 ára) og eldri hóps einstaklinga (75 til 88 ára).
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Yesavage, J. A., Brink, T. L., Rose, T. L., Lum, O., Huang, V., Adey, M., & Leirer, O. (1983). Geriatric Depression Scale (GDS) [Database record]. APA PsycTests. https://doi.org/10.1037/t00930-000
Próffræðigreinar:
- 1. Margrét Valdimarsdóttir, Jón E. Jónsson, Sif Einarsdóttir & Kristinn Tómasson. (2000). Mat á þunglyndi aldraðra: Þunglyndismat fyrir aldraða-íslensk gerð Geriatric Depression Scale (GDS). Læknablaðið, 86(5), 344-348. https://www.laeknabladid.is/2000/5/fraedigreinar/nr/441/
- 3. Bergljót Pétursdóttir, Elín Díanna Gunnarsdóttir & Sólveig Ása Árnadóttir. (2022). Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á alþjóðlegum mælitækjum fyrir eldra fólk sem býr heima. Tímarit hjúkrunafræðinga, 3(98), 86–93. https://hjukrun.cdn.prismic.io/hjukrun/bc13c664-6e4b-47f0-b884-7c4cacb12166_Mælitæki+fyrir+eldra+fólk.pdf
Dæmi um birtar greinar:
- Arnadottir, S. A., Gunnarsdottir, E. D., & Lundin-Olsson, L. (2009). Are rural older Icelanders less physically active than those living in urban areas? A population-based study. Scandinavian Journal of Public Health, 37(4), 409–417. https://doi.org/10.1177/1403494809102776
- Davidsdottir, S. R., Snaedal, J., Karlsdottir, G., Atladottir, I., & Hannesdottir, K. (2012). Validation of the Icelandic version of the Neuropsychiatric Inventory with Caregiver Distress (NPI-D). Nordic Journal of Psychiatry, 66(1), 26–32. https://doi.org/10.3109/08039488.2011.593100
- Sigurdardottir, A. K., Kristófersson, G. K., Gústafsdóttir, S. S., Sigurdsson, S. B., Arnadottir, S. A., Steingrimsson, J. A., & Gunnarsdóttir, E. D. (2019). Self-rated health and socio-economic status among older adults in Northern Iceland. International Journal of Circumpolar Health, 78(1), 1697476. https://doi.org/10.1080/22423982.2019.1697476
- Gustafsdottir, S. S., Sigurdardottir, A. K., Mårtensson, L., & Arnadottir, S. A. (2022). Making Europe health literate: including older adults in sparsely populated Arctic areas. BMC Public Health, 22(1), 511. https://doi.org/10.1186/s12889-022-12935-1
- Sigurðardóttir, Á.K., Steingrimsson, J.A., Kristófersson, G.K. & Gunnarsdóttir, E.D. (2022). Resilience among older adults living at home : Urban-rural difference in a population-based study. Journal of Gerontology and Geriatrics, 70(4), 215-222. https://doi.org/10.36150/2499-6564-N493
Nemendaverkefni:
- 2. Þóra Kristín Flygenring. (2016). Depression among older adults in Iceland : examining the Geriatric Depression Scale (GDS) [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/25737
- Birgitta Rún Smáradóttir. (2020). Dagleg hreyfing og þunglyndiseinkenni eldra fólks í þéttbýli og dreifbýli á Norðurlandi [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/36055
- Chiharu Nishizuka. (2022). Association between education and depressive symptoms among community-dwelling older adults in Iceland. The AGES-Reykjavik Study [óútgefin MA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/40771
Reglur um notkun
- Í opnum aðgangi – sjá hér á vefsíðu matstækisins
- Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun
Aðrar útgáfur
- GDS-15
- GDS-5
Síðast uppfært
- 5/2024