Parents' Evaluation of Developmental Status (Mat foreldra á þroska barna)
Efnisorð
- Þroski
- Skimun
- Börn
Stutt lýsing
- Tegund: Mat foreldra barna að 8 ára
- Fjöldi atriða: 10
- Metur: Mat foreldra á mögulegum vandkvæðum / frávikum í þroska, hegðun, tilfinningalífi og færni barna sinna
- Svarkostir: Þriggja punkta raðkvarði með Nei, Já og Svolitlar [áhyggjur af]. Auk þessa er opinn reitur við hvert atriði þar sem foreldrar geta veitt nánari lýsingar
- Heildarskor: Svör foreldra eru skoruð á þar til gerðu stigablaði og svo túlkuð af fagaðila. Sjá nánar hér
Íslensk þýðing
- Íslensk þýðing og útgáfa á vegum Námsmatsstofnunar og Landlæknisembættisins, unnin í samstarfi við Miðstöð heilsuverndar barna
- Nánari upplýsingar hafa ekki fundist
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Ekkert fannst.
Réttmæti: Í úrtaki foreldra barna sem komu í 4 ára skoðun á heilsugæslu reyndist fullkomin skörun milli hópa þeirra barna sem skoruðu undir 4 stigum á Intelligibility in Context kvarðanum og hóps barna hvers foreldrar völdu
já eða svolitlar þegar spurðir um áhyggjur af tali eða hljóðmyndun barns.1 Að sama skapi var marktækur munur á ICS skorum barna hvers foreldrar völdu já eða svolitlar áhyggjur af tali eða hljóðmyndun (M = 4,31) og barna hvers foreldrar völdu nei þegar spurðir sömu spurningar á PEDS (M = 4,65). Fylgni PEDS skora byggðra á svörum foreldra annars vegar og leikskólakennara hins vegar var könnuð í úrtaki barna tveggja til fjögurra ára.2 Hún reyndist hófleg, eða r = 0,41.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Glascoe, F. P. (1998). Collaborating with parents: Using Parents' Evaluation of Developmental Status to detect and address developmental and behavioral problems. Tennessee: Ellsworth & Vandermeer Press.
- Glascoe, F. P. (2003). Parents' evaluation of developmental status: how well do parents' concerns identify children with behavioral and emotional problems?. Clinical pediatrics, 42(2), 133-138.
https://doi.org/10.1177/0009922803042002
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- Ekkert fannst
Nemendaverkefni:
- Elínborg Hilmarsdóttir. (2016). Mataræði og börn með ADHD - Forrannsókn. Meðferðarheldni og áhrif fjölbreyttsfæðis [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/24798
- 1. Sigríður Ásta Vigfúsdóttir. (2019). Algengi málhljóðaröskunar meðal fjögurra ára íslenskra barna: Faraldsfræði og réttmætisathugun á íslenskri þýðingu ICS-kvarðans [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/32352
- 2. Karen Inga Bergsdóttir. (2022). LANIS skimunarlisti: Önnur forprófun á framburðarhluta listans [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41652
Reglur um notkun
- Höfundarréttarvarið og leyfisskylt, sjá hér
- Til að nota PEDS þarf að fylgja leiðbeiningum ásamt PEDS Matsblaði, Stigablaði og Túlkunarblaði
- Til að nota PEDS þarf viðeigandi menntun (ætlað fagfólki í heilbrigðisstétt)
- Athuga að hérlendis hefur listinn verið notaður í ung- og smábarnavernd í skoðun 12 mánaða, 18 mánaða, 2½ og 4 ára barna, oft samhliða Brigance þroskaskimunartækjunum
- Sjá nánar á Þróunarmiðstöð Heilsugæslunnar
Aðrar útgáfur
- Parents' Evaluation of Developmental Status-Revised
Síðast uppfært
- 10/2024