Mini Nutritional Assessment - Short Form (MNA-SF)
Efnisorð
- Næringarástand
- Vannæring
- Aldraðir
- Skimun
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – aldraðir
- Fjöldi atriða: 6
- Metur: Skimunartæki fyrir vannæringu. Miðað er við síðastliðna þrjá mánuði í flestum atriðum. Athuga að matstækið í heild sinni (MNA – 6 atriði skimunarhlutans og aðrar mælingar fagaðila) má nota til að leggja mat á næringarástand. Þannig má fyrst leggja fyrir MNA-SF og ef heildarskor svaranda er yfir tilteknu marki má meta næringarástand viðkomandi nánar með öðrum mælingum MNA
- Svarkostir: Tveggja-, þriggja- og fjögurra-punkta fullmerktir raðkvarðar með breytilegum orðagildum eftir inntaki atriða, einnig já / nei svarkvarði
- Heildarskor: Heildarskor fyrir atriðin 6 fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–14 þar sem hærra skor vitnar um betra næringarástand
Íslensk þýðing
- Aðilar innan Landakotsspítala þýddu MNA í fullri lengd að því er talið er – unnið er að frekari upplýsingaöflun
- Ólöf Guðný Geirsdóttir og félagar þýddu MNA-SF fyrir rannsóknarverkefni árið 2021 / 2022
- Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Á ekki við.
Réttmæti: Í úrtaki aldraðra sjúklinga hefur matsækið í heild sinni (MNA) reynst ofgreina vannæringu (næmi = 77%, sértækni = 36%), og það gilti um bæði kyn.1
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Vellas, B., Guigoz, Y., Garry, P. J., Nourhashemi, F., Bennahum, D., Lauque, S., & Albarede, J. L. (1999). The Mini Nutritional Assessment (MNA) and its use in grading the nutritional state of elderly patients. Nutrition, 15(2), 116–122. https://doi.org/10.1016/s0899-9007(98)00171-3
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- 1. Thorsdottir, I., Jonsson, P. V., Asgeirsdottir, A. E., Hjaltadottir, I., Bjornsson, S., & Ramel, A. (2005). Fast and simple screening for nutritional status in hospitalized, elderly people. Journal of Human Nutrition and Dietetics, 18(1), 53–60. https://doi.org/10.1111/j.1365-277X.2004.00580.x
- Ingibjörg Hjaltadóttir, Anna Edda Ásgeirsdóttir, Borghildur Árnadóttir, Helga Ottósdóttir, Guðbjörg Jóna Hermannsdóttir, Alfons Ramel og Inga Þórsdóttir. (2007). Matstæki til greiningar á vannæringu aldraðra. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 83(5), 48–56. https://timarit.is/page/6836765#page/n49/mode/2up
Nemendaverkefni:
- Ekkert fannst
Reglur um notkun
- Leyfisskylt. Umsjón með dreifingu hefur Mapi Research Trust – með því að búa til aðgang á heimasíðu þeirra geta rannsakendur óskað eftir leyfi til afnota
- Sjá einnig frekari upplýsingar á heimasíðu hér
Aðrar útgáfur
- MNA
Síðast uppfært
- 5/2024