Neck Disability Index (NDI)

Efnisorð

  • Hálsverkir
  • Færniskerðing

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir með hálsverki
  • Fjöldi atriða: 10
  • Metur: Áhrif hálsverkja á daglegt líf svaranda, t.d. til verkja, einbeitingar, aksturs og svefns. Viðmiðunartími er ótilgreindur
  • Svarkostir: Sex svarkostir sem eru mismunandi eftir atriði. Kóðun er frá 0 (engin hömlun vegna hálsverkja / ekki vandamál) til 6 (alger hömlun vegna hálsverkja / ekki mögulegt)
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–50 þar sem hærra skor vitnar um meiri hömlun / færniskerðingu í daglegu lífi vegna hálsverkja

Íslensk þýðing

  • Þýtt á vegum Guðnýjar L. Oddsdóttur (2008), með leyfi höfundar. Tveir einstaklingar þýddu og þýðingarþjónusta sá um bakþýðingu. Sjá nánar í grein Guðnýjar að neðan1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Ekkert fannst
Réttmæti: Ekkert fannst

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Vernon, H. & Mior, S. (1991). The Neck Disability Index: A study of reliability and validity. Journal of Manipulative and Physiological Therapeutics, 14(7), 409–415. https://psycnet.apa.org/record/2018-23295-001

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • 1. Oddsdottir, G. L. & Kristjansson, E. (2011). Two different courses of impaired cervical kinaesthesia following a whiplash injury. A one-year prospective study. Manual Therapy, 17(1), 60-65. https://doi.org/10.1016/j.math.2011.08.009
  • Kristjansson, E. & Gislason, M. K. (2018). Women with late whiplash syndrome have greatly reduced load-bearing of the cervical spine. In-vivo biomechanical, cross-sectional, lateral radiographic study. European Journal of Physical and Rehabilitation Medicine, 54(1), 22-33. https://doi.org/10.23736/S1973-9087.17.04605-6
  • Ragnarsdóttir, H., Briem, K., & Oddsdóttir, G. L. (2023). Effects of a Novel Web-Based Sensorimotor Exercise Program for Patients With Subacute Whiplash-Associated Disorders: Protocol for a Randomized Clinical Trial. Physical Therapy103(8), pzad063. https://doi.org/10.1093/ptj/pzad063
  • Ragnarsdottir, H., Peterson, G., Gislason, M. K., Oddsdottir, G. L., & Peolsson, A. (2024). The effect of a neck-specific exercise program on cervical kinesthesia for patients with chronic whiplash-associated disorders: a case-control study. BMC Musculoskeletal Disorders25(1), 346. https://doi.org/10.1186/s12891-024-07427-9 

Nemendaverkefni:

  • Guðný Lilja Oddsdóttir. (2014). Hreyfistjórn í hálsi. Flugan sem nýtt greiningartæki fyrir hreyfistjórn hálshryggjar [óútgefin doktorsritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/20202
  • Sandra Ýr Dagnýjardóttir. (2022). Analysis of head-neck movements in subjects suffering from whiplash associated disorders compared with asymptomatic controls [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/42119
  • Védís Gissurardóttir. (2024). Prognosis of whiplash-associated disorders following a car collision - A systematic review of prognostic factors [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/45869 

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarinn en í opnum aðgangi. Umsjón með dreifingu hefur Mapi Research Trust – með því að búa til aðgang á heimasíðu þeirra geta rannsakendur óskað eftir íslenskri þýðingu 
  • Engar upplýsingar fundust varðandi hæfni- eða menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 9/2024