nutritionDay spurningalistarnir

Efnisorð

  • Næringarástand
  • Heilbrigðisþjónusta
  • Outcome evaluation

Stutt lýsing

  • Tegund: Margskonar mat 
  • Fjöldi atriða: Breytilegur eftir lista
  • Metur: Næringarástand þeirra sem liggja inni á sjúkrahúsum / heilbrigðisstofnunum. Spurningalistana má m.a. nota til að meta næringarþjónustu á sjúkrahúsum. Listarnir tilheyra alþjóðlegu verkefni, nutritionDay, sem felur í sér eins dags stöðumat á næringarástandi og verkferlum sem tengjast næringu innan heilbrigðisstofnanna og er framkvæmt sama dag um allan heim. Eftirfylgni 30 dögum eftir nutritionDay er einnig könnuð
  • Svarkostir: Breytilegir eftir lista
  • Heildarskor: Á ekki við

Íslensk þýðing

  • Herdís Ásgeirsdóttir næringarfræðingur þýddi
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Ekki ljóst hvort eigi við.
Réttmæti: Ekki ljóst hvort eigi við.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • nutritionDay. (2019b). The nDay History - From an inspiring idea to a worldwide history. Sótt af https://www.nutritionday.org/en/about-nday/-history/index.html

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst / á ekki við

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • Herdís Ásgeirsdóttir. (2020). Undirbúningur fyrir þátttöku Landspítala í alþjóðlegum
    næringardegi – Vannæring á sjúkrahúsum og skipulag þjónustu sem tengist næringu
    sjúklinga
    [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/35630

 

Reglur um notkun

  • nutritionDay stofnunin gefur víðtækt leyfi til allra þeirra stofnana sem vilja taka þátt og gefur vilyrði fyrir notkun spurningalista sem voru þróaðir af stofnuninni
  • Listana má sjá hér
  • Athuga að þeir eru ætlaðir heilbrigðisstarfsfólki með viðeigandi hæfni / menntun

Aðrar útgáfur

  • Á ekki við, um ræðir safn margra lista

Síðast uppfært

  • 8/2023