European Health Literacy Survey Questionnaire (HLS-EU-Q16)

Efnisorð

  • Heilsulæsi

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 16
  • Metur: Heilsulæsi í almennu þýði. Atriði snúa að getu til að vinna með heilsutengdar upplýsingar (finna, skilja, meta og nýta) á þremur sviðum heilsuverndar, forvarna og heilsueflingar 
  • Svarkostir: Fjórir svarkostir (mjög erfitt, fremur erfitt, fremur auðvelt og mjög auðvelt) eru skoraðir sem tvíkosta – 0 (erfitt) og 1 (auðvelt)
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–16 þar sem hærri skor vitna um betra heilsulæsi. Eftirfarandi flokkun skora hefur verið lögð til: 0–8 = ófullnægjangi heilsulæsi, 9–12 = takmarkað heilsulæsi og 13–16 = fullnægjandi heilsulæsi

Íslensk þýðing

  • Sonja Stelly Gústafsdóttir og Árún K. Sigurðardóttir. Um þýðingarferlið má lesa í grein Sonju og félaga1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í lagskiptu slembiúrtaki úr Þjóðskrá reyndist innri áreiðanleiki α = 0,88 fyrir kvarða í heild og á bilinu 0,73–0,85 fyrir þær fjórar víddir sem fengust úr meginhlutagreiningu (sjá að neðan).1 Athuga þó, matið gæti verið bjagað þar sem alfastuðull gerir ráð fyrir samfelldum breytum en atriði HLS-EU-Q16 hafa tvíkosta skorun. Í staðfærðri útgáfu listans sem gerð var í nemendaverkefni2 reyndist innri áreiðanleiki heildarkvarða α = 0,87. Áreiðanleiki undirkvarða heilsuverndar, forvarna og heilsueflingar var á bilinu α = 0,69–0,81.

Réttmæti: Í sama slembiúrtaki úr Þjóðskrá gaf meginhlutagreining vísbendingar um tvær til fjórar víddir.1 Fjögurra-vídda lausn hafði skýrða dreifingu upp á tæp 63% og víddirnar voru nefndar úrvinnsla og notkun upplýsinga frá lækni, úrvinnsla og notkun upplýsinga frá fjölskyldu og úr fjölmiðlum, úrvinnsla upplýsinga tengdum heilbrigðum lífsstíl og að finna upplýsingar um heilsufarsvanda / sjúkdóma. Aðeins eitt atriði hafði teljandi hleðslu á fleiri en eina vídd. Höfundar álykta að einhver frávik séu frá formgerð listans í íslenskri útgáfu samanborið við upprunalega.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • HLS-EU Consortium. (2008). The European Health Literacy Project Grant Agreement 2007113. Luxembourg: European Agency for Health and Consumers
  • Sjá einnig: 
    Sørensen, K., Van den Broucke, S., Fullam, J., Doyle, G., Pelikan, J., Slonska, Z., Brand, H., & (HLS-EU) Consortium Health Literacy Project European (2012). Health literacy and public health: a systematic review and integration of definitions and models. BMC Public Health, 12, 80. https://doi.org/10.1186/1471-2458-12-80
    Sørensen, K., Van den Broucke, S., Pelikan, J. M., Fullam, J., Doyle, G., Slonska, Z., Kondilis, B., Stoffels, V., Osborne, R. H., Brand, H., & HLS-EU Consortium (2013). Measuring health literacy in populations: illuminating the design and development process of the European Health Literacy Survey Questionnaire (HLS-EU-Q). BMC Public Health, 13, 948. https://doi.org/10.1186/1471-2458-13-948

Próffræðigreinar:

  • 1. Gustafsdottir, S. S., Sigurdardottir, A. K., Arnadottir, S. A., Heimisson, G. T., & Mårtensson, L. (2020). Translation and cross-cultural adaptation of the European Health Literacy Survey Questionnaire, HLS-EU-Q16: the Icelandic version. BMC Public Health, 20(1), 61. https://doi.org/10.1186/s12889-020-8162-6

Dæmi um birtar greinar:

  • Ingadottir, B., Ketilsdottir, A., & Svavarsdottir, M. H. (2021). Health literacy of Icelandic patients with coronary heart disease. European Journal of Cardiovascular Nursing, 20(Supplement_1), zvab060-110. https://doi.org/10.1093/eurjcn/zvab060.110
  • Ingadottir, B., Bragadottir, B., Zoega, S., Blondal, K., Jonsdottir, H., & Hafsteinsdottir, E. J. (2023). Sense of security during COVID-19 isolation improved with better health literacy–a cross-sectional study. Patient Education and Counseling, 107788. https://doi.org/10.1016/j.pec.2023.107788

Nemendaverkefni:

  • 2. Guðrún Heiða Kristjánsdóttir. (2021). Heilsulæsi : þróun matslista og mat á heilsulæsi eldri Íslendinga [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/40027
  • Bettý Grímsdóttir. (2023). Heilsulæsi fólks með kransæðasjúkdóm : megindleg þversniðsrannsókn [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/45921

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – matstækið má nálgast hjá einum þýðenda listans, Sonju, á sonjag@unak.is
  • Ekki er vitað til þess að notkun listans krefjist sérstakrar hæfni eða menntunar

Aðrar útgáfur

  • HLS-EU

Síðast uppfært

  • 5/2024