Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS)
Efnisorð
- Kvíði
- Þunglyndi
- Sjúkrahús
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir og ungmenni
- Fjöldi atriða: 14
- Metur: Kvíða- (7 atriði) og þunglyndiseinkenni (7 atriði) einstaklinga á sjúkrahúsi síðustu viku
- Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 til 3 – blönduð orðagildi, t.d. alls ekki til oftast nær, nánast ekkert til eins mikið og frá mjög sjaldan til oft
- Heildarskor: Heildarskor á undirkvörðum kvíða og þunglyndis fást með því að leggja saman stig atriða hvors undirkvarða og eru á bilinu 0–21 þar sem hærri skor vitna um meiri einkenni kvíða / þunglyndis
Íslensk þýðing
- Högni Óskarsson
- Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki hefur verið metinn í úrtaki karlmanna sem glímt höfðu við blöðruhálskirtilskrabbamein (kvíði: α = 0,81 / þunglyndi: α = 0,85),1 krabbameinssjúklinga (kvíði: α = 0,84 / þunglyndi: α = 0,68)2 og einstaklinga með kransæðasjúkdóma (kvíði: α = 0,90 / þunglyndi: α = 0,88).5
Réttmæti: Greiningarhæfni HADS í ólíkum hópum sjúklinga og heilbrigðra var könnuð í grein Schaaber og félaga.3 Fylgni milli HADS-D og BDI í hópunum þremur var á bilinu rrho = 0,50–0,63, en fylgni HADS-A við Clinical Anxiety Scale var 0,59–0,65. Jákvætt forspárgildi (PPV) HADS-D (viðmið BDI og Hamilton Depression Rating Scale) var 81% (næmni = 74%) en sama gildi HADS-A (viðmið CAS) var 52% (næmni = 71%).
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Zigmond, A. S., & Snaith, R. P. (1983). The Hospital Anxiety and Depression Scale. Acta Psychiatrica Scandinavica, 67(6), 361–370. https://doi.org/10.1111/j.1600-0447.1983.tb09716.x
Próffræðigreinar:
- 3. Schaaber, Ú. L., Smári, J., & Óskarsson, H. (1990). Comparison of the Hospital Anxiety and Depression Rating Scale (HAD) with other depression and anxiety rating scales. Nordisk Psykiatrisk Tidsskrift, 44(5), 507–512. https://doi.org/10.3109/08039489009096605
Dæmi um birtar greinar:
- 1. Ágústsdóttir, S., Kristinsdóttir, A., Jónsdottir, K., Lárusdóttir, S. O., Smári, J., & Valdimarsdóttir, H. B. (2010). The impact of dispositional emotional expressivity and social constraints on distress among prostate cancer patients in Iceland. British Journal of Health Psychology, 15(1), 51–61. https://doi.org/10.1348/135910709X426148
- 2. Friðriksdóttir, N., Sævarsdóttir, T., Halfdánardóttir, S. Í., Jónsdóttir, A., Magnúsdóttir, H., Olafsdóttir, K. L., Guðmundsdóttir, G., & Gunnarsdóttir, S. (2011). Family members of cancer patients: Needs, quality of life and symptoms of anxiety and depression. Acta Oncologica, 50(2), 252–258. https://doi.org/10.3109/0284186X.2010.529821
- 4. Hilmarsdóttir, E., Sigurðardóttir, Á. K., & Arnardóttir, R. H. (2021). A digital lifestyle program in outpatient treatment of type 2 diabetes: A randomized controlled study. Journal of Diabetes Science and Technology, 15(5), 1134–1141. https://doi.org/10.1177/1932296820942286
- 5. Svavarsdóttir, M. H., Ingadottir, B., Oldridge, N., & Årestedt, K. (2023). Translation and evaluation of the HeartQoL in patients with coronary heart disease in Iceland. Health and Quality of Life Outcomes, 21(1), 84. https://doi.org/10.1186/s12955-023-02161-7
- Hardardottir, H., Aspelund, T., Fall, K., Broström, E., Sigurdsson, B. B., Cook, E., ... & Valdimarsdottir, U. A. (2023). Psychobiological stress response to a lung cancer diagnosis: a prospective study of patients in Iceland and Sweden. Acta Oncologica, 62(10), 1338-1347. https://doi.org/10.1080/0284186X.2023.2258445
Nemendaverkefni:
- Guðrún Karítas Sigurðardóttir. (2021). Algengi kvíða- og þunglyndiseinkenna meðal knattspyrnufólks í efstu deild á Íslandi á tímum Covid-19 [óútgefin BS rigerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/38495
- Stella Stefánsdóttir. (2022). Mat á heilsufari sjúklinga með langvinna lungnateppu í klínísku starfi með notkun HADS og CAT mælitækja: Þverskurðarrannsókn [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41309
- Bettý Grímsdóttir. (2023). Heilsulæsi fólks með kransæðasjúkdóm : megindleg þversniðsrannsókn [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/45921
Reglur um notkun
- Höfundarréttarvarinn og leyfisskyldur. Umsjón með dreifingu hefur Mapi Research Trust – með því að búa til aðgang á heimasíðu þeirra geta rannsakendur sótt um afnot af íslenskri þýðingu
- Ekki er vitað til þess að notkun krefjist formlegrar menntunar eða hæfni
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 9/2024