Modified Dynamic Gait Index (Göngujafnvægisprófið) (mDGI)

Efnisorð

  • Göngufærni

Stutt lýsing

  • Tegund: Áhorfslisti / frammistöðupróf – matsmaður metur próftaka
  • Fjöldi atriða: 24
  • Metur: Göngufærni í átta prófhlutum: 1) ganga á jafnsléttu, 2) ganga með breytingu á gönguhraða, 3) ganga með höfuðsnúningi, 4) ganga með lóðréttum höfuðhreyfingum, 5) ganga og snúa við, 6) ganga og stíga yfir hindranir, 7) ganga framhjá hindrunum og 8) ganga upp stiga. Hver prófhluti inniheldur þrjú atriði sem eru hvert á sinni mælivídd: gönguhraði, göngulag og stuðningur
  • Svarkostir: Raðkvarðar með þrem til fjórum fullmerktum svarkostum. Gönguhraði er mældur í sekúndum: 0 til 3 stig í hverjum prófhluta (mismunandi orðagildi eftir prófhluta). Mælivíddin fyrir göngulag gefur 0 (mikil skerðing) til 3 (eðlilegt) stig í hverjum prófhluta. Mælivíddin fyrir stuðning gefur 0 (þarfnast stuðnings frá öðrum einstaklingi), 1 (notar hjálpartæki (spelkur teljast ekki með)) eða 2 (enginn stuðningur) stig í hverjum prófhluta
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–64 þar sem hærra skor er talið vitna um betri gögnufærni. Skor fyrir hvern prófhluta eru reiknuð með sama hætti og liggja á bilinu 0–8. Skor fyrir frammistöðu á hverri mælivídd liggja svo á eftirfarandi bilum: gönguhraði (0–24 stig), göngulag (0–24 stig) og stuðningur (0–16 stig)

Íslensk þýðing

  • Hólmfríður H. Sigurðardóttir sjúkraþjálfari þýddi ásamt Belindu Chenery, Sif Gylfadóttur, Sigrúnu Jóhannsdóttur og Steinunni A. Ólafsdóttur. Þýðingaraðferðin sem unnið var eftir byggist á FACIT aðferðafræðinni

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Áreiðanleiki endurtekinna mælinga (ICC2,1) var metinn í nemendaverkefni í hentugleikaúrtaki 67–91 árs einstaklinga sem bjuggu heima og voru í sjúkraþjálfun vegna jafnvægisskerðinga:1 Heildarskor = 0,97 / Prófhlutar = 0,84–0,96 / Gönguhraði = 0,94 / Göngulag = 0,88 / Stuðningur = 1,00. Innri áreiðanleiki (α) reyndist 0,91 fyrir heildarskor, 0,89 fyrir gönguhraða og 0,86 fyrir göngulag. Enginn breytileiki var milli fyrri og seinni mælinga þegar kom að heildarskori stuðnings og var áreiðanleiki því ekki reiknaður fyrir þá mælivídd. Staðalvilla var lág fyrir heildarskor mDGI (1,32), gönguhraða (1,17) og göngulag (1,43).  
Réttmæti: Í nemendaverkefni mældist fylgni við A-Ö jafnvægiskvarðann rrho = 0,72 (n = 20) í úrtaki einstaklinga með MS sjúkdóminn.2

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Shumway-Cook, A., Taylor, C. S., Matsuda, P. N., Studer, M. T., & Whetten, B. K. (2013). Expanding the scoring system for the Dynamic Gait Index. Physical Therapy93(11), 1493–1506. https://doi.org/10.2522/ptj.20130035

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan

Dæmi um birtar greinar:

  • Hólmfríður Hemmert Sigurðardóttir. (2016). Modified Dynamic Gait Index (mDGI). Sjúkraþjálfarinn, 43(2), 10–17. https://www.sjukrathjalfun.is/media/sjukrathjalfarinn-pdf/Sjukra_2_2016.pdf

Nemendaverkefni:

  • 2. Jóna Baldursdóttir. (2021). Notagildi A-Ö jafnvægiskvarðans til skimunar á jafnvægi einstaklinga með Multiple Sclerosis, út frá fylgni hans við klíniska mælingu með mDGI [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/38644
  • 1. Ragnar Greyr Gústafsson. (2022). Göngujafnvægisprófið Modified Dynamic Gait Index (mDGI): Áreiðanleiki íslenskrar þýðingar meðal eldri borgara sem búa heima [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/40567

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst með höfundarétt, en í opnum aðgangi – má nálgast í mælitækjabanka Félags sjúkraþjálfara
  • Engar upplýsingar fundust varðandi hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • DGI (upprunaleg útgáfa með sömu prófhlutum en annars konar skorunarkerfi)

Síðast uppfært

  • 5/2024