Efnisorð
- Seigla
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfmat – fullorðnir
- Fjöldi atriða: 10
- Metur: Upplifuð geta til að takast á við streitu og mótlæti. Miðað er við síðasta mánuð
- Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (alls ekki satt) til 4 (næstum alltaf satt)
- Heildarskor: Heildarskor eru summa atriða sem tekur gildi á bilinu 0–40. Hærra skor vitnar um aukna upplifaða getu (seiglu)
Íslensk þýðing
- Sjöfn Ágústsdóttir og Jakob Smári1,3,4
- Elín Díanna Gunnarsdóttir og Kristín M. Jóhannsdóttir2
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í úrtaki karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli (n = 44) reyndist α = 0,791.
Áreiðanleiki var kannaður í tveimur íslenskum úrtökum.5 Cronbach's alpha var 0,90 í stóru úrtaki kvenna og 0,88 í blönduðu úrtaki karla og kvenna. Fylgni stakra atriða við heildarskor var á bilinu 0,36–0,67 í úrtaki kvennanna og 0,30–0,64 í blönduðu úrtaki.
Réttmæti: Þáttabygging hefur verið könnuð í tveimur íslenskum úrtökum.5 Í stóru úrtaki kvenna voru þáttahleðslur í einsþáttar líkani á bilinu 0,61 til 0,80 (skýringargildi eins þáttar 49%), og á bilinu 0,54 til 0,79 í blönduðu úrtaki karla og kvenna (skýringargildi 45%). Breytileiki í þáttahleðslum var lítill þegar greining var gerð á kynjum hvoru um sig.
Hugsmíðarréttmæti var metið með stigskiptu línulegu líkani. Fjárhagsáhyggjur höfðu jákvæða fylgni við þunglyndiseinkenni en skor CD-RISC-10 neikvæða. Það reyndist einnig vera marktæk samvirkni milli fjárhagsáhyggja og seigluskora. Spágildi fyrir þunglyndisskor urðu svipaðri milli einstaklinga með og án fjárhagsáhyggja eftir því sem seigluskor hækkuðu, sem er í samræmi við væntingar.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Connor, K. M., & Davidson, J. R. (2003). Development of a new resilience scale: the Connor-Davidson Resilience Scale (CD-RISC). Depression and Anxiety, 18(2), 76–82. https://doi.org/10.1002/da.10113
Próffræðigreinar:
- 5. Didriksen, M., Daníelsdottir, H., Bjarnadóttir, M. D., Overstreet, C., Choi, K. W., Christoffersen, L. A. N., ... & Schork, A. J. (2025). Psychometric properties and socio-demographic correlates of the Connor-Davidson Resilience Scale in three large population-based cohorts including Danish and Icelandic adults. Journal of Mood & Anxiety Disorders, 100112. https://doi.org/10.1016/j.xjmad.2025.100112
Dæmi um birtar greinar:
- Daníelsdóttir, H. B., Aspelund, T., Thordardottir, E. B., Fall, K., Fang, F., Tómasson, G., Rúnarsdóttir, H., Yang, Q., Choi, K. W., Kennedy, B., Halldorsdottir, T., Lu, D., Song, H., Jakobsdóttir, J., Hauksdóttir, A., & Valdimarsdóttir, U. A. (2022). Adverse childhood experiences and resilience among adult women: A population-based study. eLife, 11, e71770. https://doi.org/10.7554/eLife.71770
- Gustafsdottir, S. S., Sigurdardottir, A. K., Mårtensson, L., & Arnadottir, S. A. (2022). Making Europe health literate: including older adults in sparsely populated Arctic areas. BMC Public Health, 22(1), 511. https://doi.org/10.1186/s12889-022-12935-1
- Hardardottir, H., Aspelund, T., Zhu, J., Fall, K., Hauksdottir, A., Fang, F., Lu, D., Janson, C., Jonsson, S., Valdimarsdottir, H., & Valdimarsdottir, U. A. (2022). Optimal communication associated with lower risk of acute traumatic stress after lung cancer diagnosis. Supportive Care in Cancer, 30, 259–269. https://doi.org/10.1007/s00520-021-06138-4
- Sigurðardóttir, Á. K., Steingrimsson, J. A., Kristófersson, G.K., & Gunnarsdóttir, E. D. (2022). Resilience among older adults living at home : Urban-rural difference in a population-based study. Journal of Gerontology and Geriatrics, 70(4), 215–222. https://doi.org/10.36150/2499-6564-N493
- Köhler-Forsberg, O., Ge, F., Hauksdóttir, A., Thordardottir, E. B., Ásbjörnsdóttir, K., Rúnarsdóttir, H., Tómasson, G., Jakobsdóttir, J., Guðmundsdóttir, B., Björnsson, A. S., Sigurðsson, E., Aspelund, T. & Valdimarsdottir, U. A. (2023). Adverse childhood experiences and psychological functioning among women with schizophrenia or bipolar disorder: population-based study. The British Journal of Psychiatry, 1–7. https://doi.org/10.1192/bjp.2023.128
Nemendaverkefni:
- 1. Laufey Dís Ragnarsdóttir. (2012). Resilience in men with prostate cancer: Relationship between resilience, social support, and distress [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/12712
- 2. Sólbjört Ósk Jensdóttir. (2016). Áhrifaþættir á lífshamingju [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/25030
- 4. Harpa Sóley Snorradóttir. (2018). Quality of life among newly diagnosed lung cancer patients in Iceland: The role of resilience and social support [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/29783
- 3. Lára Björg Grétarsdóttir. (2018). Future of individuals after out-of-home care [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/31267
- Harpa Einarsdóttir. (2019). The association between psychological trauma and myocardial infarction imong women: A population-based study [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/34501
- Aðalheiður Ágústa Jónsdóttir. (2022). Streita og seigla meðal starfsmanna sem starfa í þjónustukjörnum fyrir geðfatlaða á tímum COVID-19 [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/40479
Reglur um notkun
- Leyfisskylt – rannsakendur geta óskað eftir aðgangi mail@cd-risc.com
Aðrar útgáfur
- CD-RISC-25
- CD-RISC-2
Síðast uppfært
- 7/2025