Distress Thermometer and Problem List (Mat á vanlíðan) (DTPL)

Efnisorð

  • Vanlíðan
  • Krabbameinssjúklingar

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir með krabbamein
  • Fjöldi atriða: 36
  • Metur: Vanlíðan (Distress Thermometer, 1 atriði) og mat á hugsanlegum ástæðum vanlíðunar (Problem List, 35 atriði) meðal krabbameinssjúklinga. Flokkar vandamála eru almenn, fjölskyldutengd, tilfinningaleg, andleg / trúarleg og líkamleg. Miðað er við síðastliðna viku
  • Svarkostir: Vanlíðan er mæld á talnakvarða frá 0 (engin) til 10 (gríðarleg), vandamál / ástæður eru metin með svörum eða nei
  • Heildarskor: Vanlíðunarskor (DT) er á bilinu 0–10 þar sem hærra skor vitnar um verri líðan. Skor upp á 3 eða hærra hefur verið notað sem þröskuldur fyrir frekara mat og meðferð. Mælt er með því að útkoma úr vandamálahluta (PL) sé metin af hjúkrunarfræðingi eða lækni í samráði við sjúkling, atriði fyrir atriði

Íslensk þýðing

  • Sigríður Gunnarsdóttir og félagar1. Að þýðingunni komu sex heilbrigðisstarfsmenn og listinn var bakþýddur af löggildum þýðanda með sérhæfingu í þýðingu á læknisfræðilegum matstækjum

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Ekkert fannst.  
Réttmæti: Í úrtaki krabbameinssjúklinga benti mat á fýsileika mælitækis (því hversu vel atriði skildust og hvernig þátttakendur mátu svarbyrði) til þess að atriði skildust vel og væru tiltölulega auðveld í svörun.1 Fylgni mats á vanlíðan (DT) við það sem talið er hafa verið heildarskor á HADS og GHQ-30 var könnuð í sama úrtaki og reyndist meðalsterk (við HADS, r = 0,45 og við GHQ-30, r = 0,57). Marktæk fylgni mældist milli milli DT vanlíðunarskors og allra flokka vandamála í Problem List, þó í sumum tilvikum veik með r á bilinu 0,19–0,54 (athuga þó að fylgnin var metin með Pearson fylgnistuðli sem gerir ráð fyrir normaldreifðum samfelldum breytum). ROC-greining með HADS skor 15 eða hærra sem viðmið gaf hámarks næmni og sértækni fyrir 4 stig á DT(næmni = 0,72, sértækni = 0,69, AUC = 0,75). Fyrir niðurstöður með GHQ-30 sem viðmið, sjá grein Sigríðar o.fl.1

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Roth, A. J., Kornblith, A. B., Batel-Copel, L., Peabody, E., Scher, H. I., & Holland, J. C. (1998). Rapid screening for psychologic distress in men with prostate carcinoma: A pilot study. Cancer, 82(10), 1904–1908. https://doi.org/10.1002/(sici)1097-0142(19980515)82:10<1904::aid-cncr13>3.0.co;2-x

Próffræðigreinar:

  • 1. Gunnarsdóttir, S., Þorvaldsdóttir, G. H., Friðriksdóttir, N., Bjarnason, B., Sigurðsson, F., Skúlason, B., & Smári, J. (2012). The psychometric properties of the Icelandic version of the distress thermometer and problem list. Psycho-oncology, 21(7), 730–736. https://doi.org/10.1002/pon.1950

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • Halla Logadóttir. (2010). Mat á vanlíðan hjá sjúklingum með krabbamein [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/5350
  • Hafdís Helgadóttir. (2011). Vanlíðan krabbameinssjúklinga. Mat á innleiðingu klínískra leiðbeininga um mat á og meðferð við vanlíðan krabbameinssjúklinga á geislameðferðardeild Landspítala [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/7955
  • Arnfríður Magnúsdóttir. (2021). Munnslímhúðarbólga hjá sjúklingum sem eru í geislameðferð vegna krabbameins á höfuð- og hálssvæði: Mat á próffræðilegum eiginleikum íslenskrar útgáfu af Oral Assessment Guide matstækinu [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/37909

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskyldur og höfundarréttarvarinn – rannsakendur stofna sér aðgang hjá National Comprehensive Cancer Network og óska eftir leyfi fyrir notkun. Sjá hér
  • Leyfið kostar ekkert er um er að ræða rannsóknir

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 11/2023