Self-Compassion Scale (SCS)
Efnisorð
- Sjálfssamkennd
- Núvitund
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
- Fjöldi atriða: 26
- Metur: Sjálfssamkennd (e. self-compassion) á sex sviðum, s.s. gæska í garð sjálfs sín, dómar í garð sjálfs sín og félagsleg einangrun. Svarandi er beðinn um að tilgreina hve oft, þegar í erfiðum aðstæðum, hann hegðar sér með þeim hætti sem atriði lýsa. Miðað er við hegðun almennt
- Svarkostir: Fimm punkta raðkvarði frá 1 (næstum aldrei) til 5 (næstum alltaf)
- Heildarskor: Heildarskor listans eru reiknuð með því að leggja saman meðalskor svara á hverjum undirkvarða um sig. Skorið er því á bilinu 1–5 þar sem hærra skor vitnar um aukna samkennd í eigin garð
Íslensk þýðing
- Valgerður M. Magnúsdóttir og Helma Rut Einarsdóttir (upprunaleg útgáfa)1
- Sunna Ösp Mímisdóttir BS-nemi, sennilega ásamt leiðbeinendum (seinni útgáfa, sjá að neðan)
- Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í nemendaverkefni reyndist innri áreiðanleiki heildarskors í úrtaki háskólanema vera α = 0,66 (undirkvarða á bilinu 0,63–0,66) en 0,59 í klínísku úrtaki einstaklinga á Reykjalundi (undirkvarða 0,55 og 0,59).1 Í kjölfar leitandi þáttagreiningar í klíníska úrtakinu (n = 71) var áreiðanleiki undirkvarða endurmetinn og reyndist þá á bilinu 0,66–0,89. Innri áreiðanleiki endurbættrar þýðingar annars nema í blönduðu úrtaki nema og fleiri reyndist mun hærri, eða α = 0,94.2 Í kjölfar staðfestandi þáttagreiningar (sjá að neðan) gaf endurmat á áreiðanleika undirkvarða α á bilinu 0,69–0,87.
Réttmæti: Í úrtaki háskólanema reyndist vera jákvæð fylgni milli undirkvarða félagslegrar einangrunar og þunglyndishluta DASS (r = 0,56), og einnig á milli undirkvarða ofursamsömunar (e. over-identification) og dómhörku í eigin garð við streituhluta DASS (r = 0,63 og 0,61).1 Áþekkt mynstur fékkst í klínísku úrtaki – sjá nánar í verkefni Ástu Sigrúnar. Leitandi þáttagreining í klíníska úrtakinu (athuga þó smæð) studdi við sex-þátta formgerð með skýringargildi upp á rúm 68%, en frávik voru frá ætlaðri skipan atriða (t.a.m. vógu þrjú atriði á undirkvarða gæsku sem áttu að tilheyra öðrum kvörðum, og sömu sögu var að segja um fjögur af sex atriðum sem hlóðu á undirkvarða ofursamsömunar). Vart var við krosshleðslu, og þrjú atriði höfðu lága þáttaskýringu (h2 á bilinu 0,29–0,36). Staðfestandi þáttagreining í blönduðu úrtaki var sögð styðja sex-þátta byggingu, en ekki er að sjá að mátgæði hafi verið metin með mátstuðlum.2 Skýrð dreifing undirkvarða var á bilinu rúm 52% (núvitund) upp í tæp 68% (félagsleg einangrun) og þáttahleðslur frá 0,53 til 0,88 (sömu kvarðar). Í lagskiptri aðhvarfsgreiningu mældist neikvæð fylgni milli heildarskors á SCS og undirkvarða DASS þegar stjórnað var fyrir bakgrunnsbreytum eins og aldri, menntun og ástundun núvitundar (β á bilinu -0,36 til -0,59).
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Neff, K. (2003). The development and validation of a scale to measure self-compassion. Self and Identity, 2(3), 223–250. https://doi.org/10.1080/15298860309027
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan
Dæmi um birtar greinar:
- Frostadottir, A. D., & Dorjee, D. (2019). Effects of mindfulness based cognitive therapy (MBCT) and compassion focused therapy (CFT) on symptom change, mindfulness, self-compassion, and rumination in clients with depression, anxiety, and stress. Frontiers in psychology, 10, 422491. https://doi.org/10.3389/fpsyg.2019.01099
Nemendaverkefni:
- 1. Ásta Sigrún Gunnarsdóttir. (2019). Correlation of self-compassion, BMI, depression, anxiety, stress and gender in individuals seeking obesity treatment and university students [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman.
http://hdl.handle.net/1946/32924 - 2. Sunna Ösp Mímisdóttir. (2021). The self-compassion scale : its psychometric properties and correlation with depression, anxiety, and stress [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/39327
- Guðrún Agnes Bjarkadóttir & Guðbjörg Lára Guðjónsdóttir. (2023). Sambandið milli vellíðanar, sjálfsmildis og undirþátta sjálfsmildis : samanburður milli kynja [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. https://skemman.is/handle/1946/45128
Reglur um notkun
- Í opnum aðgangi – sjá matstækið hér (upprunaleg útgáfa)
- Notendur eru beðnir um að vitna til upprunalegrar heimildar að ofan
- Ekki er vitað til þess að notkun krefjist sértækrar hæfni eða menntunar
- Sjá nánar á vefsíðu höfundar
Aðrar útgáfur
- Self-Compassion Scale – Short Form
Síðast uppfært
- 4/2024