Knee Injury and Osteoarthritis Outcome Score (KOOS)

Efnisorð

  • Einkenni og virkni í hné og tengd lífsgæði
  • Patient reported outcome measures (PROMS)

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – ungmenni og fullorðnir með áverka á hné
  • Fjöldi atriða: 42
  • Metur: Líðan og starfræn færni eftir áverka í hné og áhrif skertrar færni á þátttöku og lífsgæði – fimm undirflokkar eru verkir, önnur einkenni, færni til daglegra athafna, færni til að sinna íþróttum og tómstundum og lífsgæði. Metið fyrir síðastliðna viku
  • Svarkostir: Fullmerktir raðkvarðar frá 0 til 4 með orðagildum á borð við aldrei til alltaf og ekkert til mjög mikið
  • Heildarskor: Heildarskor á undirkvörðum eru breytileg eftir fjölda atriða. Hráskorum er umbreytt í skor á bilinu 0–100 þar sem hærra skor vitnar um betri líðan (minni verki, aukna færni o.s.frv.)

Íslensk þýðing

  • Kristín Briem
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki undirkvarða í blönduðu úrtaki nema og notenda endurhæfingar- og sjúkraþjálfunarþjónustu var á bilinu 0,73 til 0,971.
Réttmæti: Samhliða lækkuðu skori á undirkvörðum KOOS mældist minnkun á sársaukaskori skv. VAS-kvarðanum, hækkun í mati á eigin færni og bæting á TUG-prófi.1 Sterk neikvæð fylgni mælist á milli verkjaþáttar KOOS og VAS og sterk jákvæð fylgni milli þáttar athafna daglegs lífs á KOOS og tölulegs mats á eigin færni í hné við daglegar athafnir.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Roos, E. M., Roos, H. P., Lohmander, L. S., Ekdahl, C., & Beynnon, B. D. (1998). Knee Injury and Osteoarthritis Outcome Score (KOOS) - development of a self-administered outcome measure. The Journal of Orthopaedic and Sports Physical Therapy, 28(2), 88–96. https://doi.org/10.2519/jospt.1998.28.2.88

Próffræðigreinar:

  • 1. Kristín Briem. (2012). KOOS spurningalistinn til mats á einkennum og færni í hné; réttmæti og áreiðanleiki íslenskrar þýðingar. Læknablaðið, 7-8(98), 403–407. https://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1557/PDF/f02.pdf

Dæmi um birtar greinar:

  • Briem, K., Ragnarsdóttir, A. M., Árnason, S. I., & Sveinsson, T. (2016). Altered medial versus lateral hamstring muscle activity during hop testing in female athletes 1-6 years after anterior cruciate ligament reconstruction. Knee Surgery, Sports Traumatology, Arthroscopy24(1), 12–17. https://doi.org/10.1007/s00167-014-3333-6
  • Hjartarson, H. F., & Toksvig-Larsen, S. (2018). The clinical effect of an unloader brace on patients with osteoarthritis of the knee: A randomized placebo controlled trial with one year follow up. BMC Musculoskelet Disord, 19(341), 1–7. https://doi.org/10.1186/s12891-018-2256-7

Nemendaverkefni:

  • Margrét Dögg Vigfúsardóttir. (2022). Starfræn virkni og ánægja einstaklinga með Unloader One X hnéspelku [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41397

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarinn en í opnum aðgangi. Umsjón með dreifingu hefur Mapi Research Trust – með því að búa til aðgang á heimasíðu þeirra geta rannsakendur óskað eftir íslenskri þýðingu  
  • Notkun krefst ekki sérstakrar hæfni / menntunar

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 11/2023