Eating Disorder Examination Questionnaire (EDE-Q)

Efnisorð

  • Átröskun

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – einstaklingar frá 14 ára
  • Fjöldi atriða: 28
  • Metur: Kjarnaviðhorf (core attitudes) og hegðun fólks með átraskanir á fjórum sviðum (hömlun, áhyggjur af mataræði, áhyggjur af útliti, áhyggjur af þyngd). Miðað er við síðustu fjórar vikur
  • Svarkostir: Viðhorf eru metin á sjö punkta fullmerktum raðkvarða frá 0 (alls ekki) til 6 (mjög mikið). Tíðni hegðunar er metin á samskonar kvarða frá 0 (aldrei) til 6 (alla daga)
  • Heildarskor: Heildarskor má reikna fyrir undirkvarða og listann í heild sinni, en atriði sem meta tíðni hegðunar eru ekki höfð með í heildarskori. Í öllum tilvikum vitna hærri skor vitna um alvarlegri sjúkdóm

Íslensk þýðing

  • Sólveig María Ólafsdóttir – sjá lýsingu í meistaraverkefni Sólveigar bls.471

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í blönduðu úrtaki kvenna með og án átröskunar hefur innri áreiðanleiki heildarskors mælst α = 0,92 en undirkvarða á bilinu 0,83–0,92 (athuga að ekki er ljóst hvort þar er vísað til heildarskors viðhorfaspurninga eða einnig tíðnispurninga).1 Meðalfylgni atriða við heildarskor reyndist vera r = 0,61 (spönn = 0,28–0,76). Í úrtaki íþróttafólks hefur innri áreiðanleiki heildarskors mælst α = 0,95 (undirkvarða á bilinu 0,84–0,92).Í smáu úrtaki kvenna í körfuknattleik (n = 42) mældist innri áreiðanleiki α = 0,96.3 

Réttmæti: Meðalskor kvenna með átröskun hefur mælst M = 3,13 (SF = 1,62, n = 14) samanborið við = 1,64 (SF = 1,14, = 173) í almennu úrtaki nema, og reyndist sá munur marktækur.1 Sama gilti um skor hópanna á undirkvörðum. Þegar skor á EDE-Q voru flokkuð í sex hópa kom í ljós að tæp 36% þátttakenda úr átröskunarhóp skoruðu 3 stig eða minna á samanborið við tæp 90% í almennu úrtaki nema. Sterk jákvæð fylgni mældist á milli heildarskors EDE-Q og CIA hjá átröskunarhóp, = 0,90 (athuga þó = 14). Fylgni við Eating Attitudes Test (EAT-26) mældist = 0,81. Til samanburðar reyndist fylgni við þunglyndishluta DASS í átröskunarhóp r = 0,42. Í einfaldri aðhvarfsgreiningu fyrir niðurstöður úrtaksins í heild reyndist skor á EAT-26 skýra um 56% af dreifingu skora á EDE-Q. Leitandi þáttagreining var framkvæmd í almenna úrtakinu (= 173). Niðurstaða sýndi fjóra þætti í samræmi við kenningarlegan bakgrunn (skýringargildi rúm 71%) með innbyrðis fylgni þátta á bilinu 0,49–0,65, en athuga þó að atriðaskipan þátta var ólík því sem lagt var upp með. T.a.m. féllu atriði undirkvarðanna áhyggjur af þyngd og áhyggjur af lögun saman á fyrsta þátt. Þetta var þó sagt eiga sér fordæmi í rannsóknum erlendis.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Fairburn, C. G., & Beglin, S. J. (1994). Eating Disorder Examination Questionnaire (EDE-Q) [Database record]. APA PsycTests. https://doi.org/10.1037/t03974-000
  • Fairburn, C. G. (2008). Cognitive behavior therapy and eating disorders. Guilford Press.

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Kristjánsdóttir, H., Sigurðardóttir, P., Jónsdóttir, S., Þorsteinsdóttir, G., & Saavedra, J. (2019). Body image concern and eating disorder symptoms among elite Icelandic athletes. International Journal of Environmental Research and Public Health, 16(15), 2728. 
    https://doi.org/10.3390/ijerph16152728
  • Kristjánsson, Á., Helgadóttir, A., & Kristjánsson, T. (2021). Eating disorder symptoms and foraging for food related items. Journal of Eating Disorders, 9(1), 1–14. https://doi.org/10.1186/s40337-021-00373-0
  • EDE-QS: Vardardottir, B., Olafsdottir, A. S., & Gudmundsdottir, S. L. (2023). Body dissatisfaction, disordered eating and exercise behaviours: associations with symptoms of REDs in male and female athletes. BMJ Open Sport & Exercise Medicine, 9(4), e001731. https://doi.org/10.1136/bmjsem-2023-001731

Nemendaverkefni:

  • 1. Sólveig María Ólafsdóttir. (2011). Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Eating Disorder Evaluation-Questionnaire (EDE-Q) og Clinical Impairment Assessment (CIA) [óútgefin cand.psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/8799
  • 3. Björg Guðrún Einarsdóttir. (2019). Íþróttaátröskun í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á Íslandi [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/33870
  • Sara Margrét Jóhannesdóttir. (2021). Eating disorder symptoms and body image concerns among elite Icelandic gymnasts and their relationship with social media use [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. https://skemman.is/handle/1946/39262

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarið en í opnum aðgangi fyrir óstyrktar rannsóknir – sjá matstækið hér
  • Rannsakendur eru beðnir um að vísa í viðeigandi heimild 
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • EDE – hálfstaðlað greiningarviðtal sem EDE-Q byggir á
  • Eating Disorder Examination for Adolescents (EDE-A)
  • Eating Disorder Examination Questionnaire-Short (EDE-QS)
  • Eating Disorder Examination Questionnaire-Short Parent Version (EDE-QS-P)

Síðast uppfært

  • 5/2024