Adult Reading History Questionnaire (ARHQ)

Efnisorð

  • Lestur
  • Lestrarerfiðleikar
  • Lesblinda

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 22 / 23
  • Metur: Lestrarerfiðleika í fortíð og núverandi, með það fyrir augum að skima fyrir lesblindu
  • Svarkostir: Fimm punkta raðkvarði frá 0 til 4 með breytilegum orðagildum
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–88 / 0–92 þar sem hærra skor vitnar um meiri lestrarerfiðleika. Athuga að heildarskori er deilt með hæsta mögulega skori til þess að út fáist hlutfalls / prósentutala á bilinu 0–1 / 0–100

Íslensk þýðing

  • Gyða Björnsdóttir og félagar þýddu með leyfi höfunda 2008
  • Listinn var þýddur og bakþýddur – sjá nánari lýsingu í grein1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki í stóru úrtaki einstaklinga með lesblindugreiningu, án lesblindugreiningar og skyldmenna einstaklinga með lesblindu hefur mælst α = 0,92, og endurprófunaráreiðanleiki í hluta úrtaksins reyndist r = 0,931. Athuga – þessar niðurstöður eru byggðar á greiningu án atriðis 15, sjá röksemd í grein Gyðu og félaga1.  

Réttmæti: Í sama úrtaki mældust meðalskor á ARHQ marktækt ólík milli einstaklinga með lesblindugreiningu, einstaklinga án lesblindugreiningar og skyldmenna einstaklinga með lesblindu, þar sem hinir fyrstnefndu skoruðu hæst.1 Niðurstöður ROC greiningar sýndu fram á góða aðgreiningarhæfni ARHQ m.t.t. lesblindugreiningar, AUC = 0,92. Mest næmni og sértækni fengust við skor upp á 0,43 (næmni = 0,85, sértækni = 0,84). Leitandi þáttagreining og skriðurit bentu til 3 til 4 þátta með einum skýrum lesblinduþætti en öðrum óskýrari (skýringarhlutfall rúm 51%). Ásættanleg þáttalausn var talin fást með einkum sterkum undirþætti lesblindueinkenna og tveimur veikari undirþáttum sem snúa að minni og núverandi lestrarvenjum. Sjá nánar í grein Gyðu og félaga.1  Athuga – sem fyrr byggja niðurstöður á greiningu án atriðis númer 15.

Í nemendaverkefni hafa skor á ARHQ í úrtaki nema reynst hafa neikvæða fylgni við lestrarhraða, r = –0,63.2

Fyrir greiningu á jafngildi (e. mode equivalence) fyrirlagnar ARHQ á pappír og rafrænnar fyrirlagnar, sjá grein Gyðu Björnsdóttur o.fl (2014).

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Lefly, D. L. & Pennington, B. F. (2000). Reliability and Validity of the Adult Reading History Questionnaire. Journal of Learning Disabilities, 33(3), 286–296. https://doi.org/10.1177/002221940003300306

Próffræðigreinar:

  • 1. Björnsdóttir, G., Halldórsson, J. G., Steinberg, S., Hansdóttir, I., Kristjánsson, K., Stefánsson, H., & Stefánsson, K. (2014). The Adult Reading History Questionnaire (ARHQ) in Icelandic: Psychometric Properties and Factor Structure. Journal of learning disabilities, 47(6), 532–542. https://doi.org/10.1177/0022219413478662

Dæmi um birtar greinar:

  • Bjornsdottir, G., Almarsdottir, A. B., Hansdottir, I., Thorsdottir, F., Heimisdottir, M., Stefansson, H., ... & Brennan, P. F. (2014). From paper to web: Mode equivalence of the ARHQ and NEO-FFI. Computers in Human Behavior, 41, 384-392. https://doi.org/10.1016/j.chb.2014.10.033
  • Sigurðardóttir, H. M., Ívarsson, E., Kristinsdóttir, K. & Kristjánsson, Á. (2015). Impaired recognition of faces and objects in dyslexia: Evidence for ventral stream dysfunction? Neuropsychology, 29(5), 739–750. https://doi.org/10.1037/neu0000188
  • Sigurðardóttir, H. M., Friðriksdóttir, L. E., Guðjónsdóttir, S. & Kristjánsson, Á. (2018). Specific problems in visual cognition of dyslexic readers: Face discrimination deficits predict dyslexia over and above discrimination of scrambled faces and novel objects. Cognition, 175, 157–168. https://doi.org/10.1016/j.cognition.2018.02.017
  • Sigurdardottir, H. M., Omarsdottir, H. R., & Valgeirsdottir, A. S. (2024). Reading problems and their connection with visual search and attention. Dyslexia, 30(2), e1764. https://doi.org/10.31234/osf.io/5j9ys.

Nemendaverkefni:

  • 2. Anna Sigríður Valgeirsdóttir og Hilma Rós Ómarsdóttir. (2017). Hide and seek - The relationship between visual search, word length effect and reading abilities. [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/27747

 

Reglur um notkun

  • Í opnum aðgangi og ekki höfundarréttarvarinn – sjá hér
  • Ekki er vitað til þess að notkun krefjist serstakrar hæfni eða menntunar

Aðrar útgáfur

  • Reading History Questionnaire (forveri)

Síðast uppfært

  • 5/2024