Edinburgh Postnatal Depression Scale (EPDS)

Efnisorð

  • Þunglyndiseinkenni á meðgöngu
  • Fæðingarþunglyndi

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 10
  • Metur: Hugræn / sálræn einkenni þunglyndis á meðgöngu / eftir fæðingu undanfarna sjö daga
  • Svarkostir: Raðkvarði frá 0 til 3 þar sem orðagildi eru ólík eftir atriðum. Dæmi eru jafnmikið og ég er vön til alls ekki og já, oftast til nei, aldrei
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–30 þar sem hærra skor vitnar um meiri þunglyndiseinkenni

Íslensk þýðing

  • Marga Thome hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, Halldóra Ólafsdóttir geðlæknir og Pétur Tyrfingsson sálfræðingur
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki barnshafandi kvenna sem sóttu mæðravernd reyndist innri áreiðanleiki α = 0,84 og 0,85 á þremur tímabilum meðgöngu.1 Endurprófunaráreiðanleiki í litlum hluta heildarúrtaks reyndist r = 0,68. Í úrtaki nýbakaðra mæðra reyndist innri áreiðanleiki vera α = 0,87 og helmingunaráreiðanleiki r = 0,83.2 

Réttmæti: Í sama úrtaki barnshafandi kvenna var marktækur munur á meðalskori á EPDS á milli kvenna sem hafa þunglyndisgreiningu skv. MINI og þeirra sem skimuðust neikvæðar.1  Í lagskiptri margliða aðhvarfsgreiningu (e. hierarchical multiple regression) reyndist þunglyndisskali DASS skýra 59% af dreifingu skora á EPDS eftir að leiðrétt hafði verið fyrir kvíða og streitu. Í hluta úrtaks benti leitandi þáttagreining til þriggja þátta þegar miðað var við eigingildi > 1 en eins þáttar miðað við skriðupróf og aðrar greiningaraðferðir – einn þáttur reyndist skýra frá 78% til tæplega 82% breytileika í skorum á EPDS á þremur tímabilum meðgöngu. Staðfestandi þáttagreining studdi aftur á móti ýmsar útgáfur tveggja þátta formgerðar, einkum yfirþátt með tvo undirþætti (anhedoniu annars vegar og kvíði og þunglyndi hins vegar). Greiningarhæfni EPDS gagnvart þunglyndi var metin með ROC-greiningu. Hún reyndist góð ef fyrirlögn fylgdi strax í kjölfar MINI-greiningarviðtals (AUC = 0,95) en hæfnin minnkaði eftir því sem lengra leið á milli greiningarviðtals og fyrirlagnar. Höfundar álykta að jákvæðri niðurstöðu á EPDS þurfi að fylgja eftir með nákvæmara mati til að skera úr um eðli vanda. Það er í samræmi við eldri rannsókn sömu höfunda þar sem stuðst var við sömu gögn.3 Þar sást að rúmlega 30% þeirra sem kvenna sem skimuðust jákvæðar með EPDS (skor > = 12) höfðu þunglyndisgreiningu skv MINI, en um 60% uppfylltu greiningarskilmerki kvíðaraskana af ýmsu tagi.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Cox, J. L., Holden, J. M., & Sagovsky, R. (1987). Detection of postnatal depression: Development of the 10-item Edinburgh Postnatal Depression Scale. The British Journal of Psychiatry, 150, 782–786. https://doi.org/10.1192/bjp.150.6.782

Próffræðigreinar:

  • 1. Lýðsdóttir, L. B., Howard, L. M., Ólafsdóttir, H., Thome, M., Tyrfingsson, P., & Sigurðsson, J. F. (2019). The psychometric properties of the Icelandic version of the Edinburgh Postnatal Depression Scale (EPDS) when used prenatal. Midwifery, 69, 45–51. https://doi.org/10.1016/j.midw.2018.10.009

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Marga Thome. (1998). Þunglyndiseinkenni og foreldrastreita hjá íslenskum mæðrum með óvær ungbörn. Læknablaðið, 84(11), 838-45. https://timarit.is/page/5904650#page/n19/mode/2up
  • Erlingsdóttir, A., Sigurðsson, E. L., Jónsson, J. S., Kristjánsdóttir, H. & Sigurðsson, J. A. (2014). Smoking during pregnancy: Childbirth and health study in primary care in Iceland. Scandinavian Journal of Primary Health Care, 32(1), 11–16. https://doi.org/10.3109/02813432.2013.869409
  • 3. Lýðsdóttir, L. B., Howard, L. M., Ólafsdóttir, H., Thome, M., Tyrfingsson, P., & Sigurðsson, J. F. (2014). The mental health characteristics of pregnant women with depressive symptoms identified by the Edinburgh Postnatal Depression Scale. The Journal of Clinical Psychiatry, 75(4), 393–398. https://doi.org/10.4088/JCP.13m08646
  • Kristbergsdottir, H., Valdimarsdottir, H. B., Steingrimsdottir, T., Sigurvinsdottir, R., Skulason, S., Lydsdottir, L. B., Jonsdottir, S. S., Olafsdottir, H., & Sigurdsson, J. F. (2023). The role of childhood adversity and prenatal mental health as psychosocial risk factors for adverse delivery and neonatal outcomes. General Hospital Psychiatry85, 229–235. https://doi.org/10.1016/j.genhosppsych.2023.10.010

Nemendaverkefni:

  • Kristín Margrét Norðfjörð. (2022). Prenatal anxiety and depression : the effects of social support during covid-19 in Iceland [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/42113
  • Karen Guðmundsdóttir. (2024). Geðheilsuvandi á meðgöngu kvenna með fyrri sögu um fósturmissi. Þversniðsrannsókn [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/47342 
     

 

Reglur um notkun

Aðrar útgáfur

  • EPDS-Lifetime

Síðast uppfært

  • 9/2024