Nursing Teamwork Survey (NTS)

Efnisorð

  • Teymisvinna
  • Hjúkrun

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – hjúkrunarfræði
  • Fjöldi atriða: 33
  • Metur: Teymisvinnu í hjúkrun. Atriðum er skipt í fimm þætti: Traust (7 atriði), Stefna teymis (9 atriði), Stuðningur (6 atriði), Sameiginleg sýn (7 atriði) og Teymisforysta (4 atriði). Svarandinn er beðinn um að meta að hve miklu leyti hver staðhæfing á við um þeirra teymi
  • Svarkostir: Raðkvarði með fimm fullmerktum svarkostum frá 1 (sjaldan) til 5 (alltaf)
  • Heildarskor: Óljóst en hærri skor eru talin vitna um betri teymisvinnu

Íslensk þýðing

  • Sjá kaflann "The translation of the Nursing Teamwork Survey-Icelandic" í grein Helgu Bragadóttur og félaga1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í forprófun spurningalistans var endurprófunaráreiðanleiki (metinn með intraclass fylgnistuðli) = 0,69 í litlu úrtaki fólks sem starfar við hjúkrun.1 Gildi fyrir undirkvarðana voru á bilinu r = 0,55-0,71. Innri áreiðanleiki í sama úrtaki var α = 0,85 á tíma 1 (undirkvarðar: 0,77–0,85) og α = 0,75 á tíma 2 (undirkvarðar: 0,76–0,87). Í stærra þjóðarúrtaki þeirra sem starfa við hjúkrun var innri áreiðanleiki α = 0,91 og fyrir undirkvarðana á bilinu α = 0,74–0,81.

Réttmæti: Samtímaréttmæti var kannað í þjóðarúrtaki einstaklinga sem starfa við hjúkrun.1 Niðurstöður gáfu til kynna að starfsfólk í hjúkrun sem var mjög ánægt með teymisvinnu deildar sinnar var með tölfræðilega marktækt hærra meðalskor á NTS heldur en óánægt starfsfólk. Fylgni á milli ánægju með teymisvinnu og skora á NTS var r = 0,45. Staðfestandi þáttagreining var framkvæmd í sama úrtaki og gáfu niðurstöður til kynna ásættanleg mátgæði fyrir fimm-þátta líkan. Þáttahleðslur voru á bilinu 0,63-0,83 (Traust), 0,44-0,74 (Stefna teymis), 0,44-0,76 (Stuðningur), 0,51-0,84 (Sameiginleg sýn) og 0,57-0,79 (Teymisforysta).

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Kalisch, B. J., Lee, H., & Salas, E. (2010). The development and testing of the Nursing Teamwork Survey. Nursing Research, 59(1), 42–50. https://doi.org/10.1097/NNR.0b013e3181c3bd42

Próffræðigreinar:

  • 1. Bragadóttir, H., Kalisch, B. J., Smáradóttir, S. B., & Jónsdóttir, H. H. (2016). The psychometric testing of the Nursing Teamwork Survey in Iceland. International Journal of Nursing Practice, 22(3), 267–274. https://doi.org/10.1111/ijn.12422

Dæmi um birtar greinar:

  • Bragadóttir, H., Kalisch, B. J., & Tryggvadóttir, G. B. (2016). Correlates and predictors of missed nursing care in hospitals. Journal of Clinical Nursing26, 1524–1534. https://doi.org/10.1111/jocn.13449
  • Bragadóttir, H., Kalisch, B. J., & Bergthóra Tryggvadóttir, G. (2019). The extent to which adequacy of staffing predicts nursing teamwork in hospitals. Journal of clinical nursing, 28(23-24), 4298-4309. https://doi.org/10.1111/jocn.14975
  • Bragadóttir, H., Kalisch, B. J., Flygenring, B. G., & Tryggvadóttir, G. B. (2023). The Relationship of Nursing Teamwork and Job Satisfaction in Hospitals. SAGE Open Nursing, 9, 23779608231175027. 
    https://doi.org/10.1177/23779608231175027

Nemendaverkefni:

  • Sigrún Stefánsdóttir og Sólrún Áslaug Gylfadótir. (2014). Teymisvinna í hjúkrun, starfsánægja og áform um að hætta í starfi: Lýsandi rannsókn [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/18304

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt – íslenska útgáfu og leyfi fyrir notkun má nálgast hjá Helgu Bragadóttur á helgabra@hi.is

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 4/2024