Montgomery–Åsberg Depression Rating Scale (MADRS)

Efnisorð

  • Þunglyndi

Stutt lýsing

  • Tegund: Viðtal framkvæmt af fagaðila – ætlað fullorðnum með þunglyndi
  • Fjöldi atriða: 10
  • Metur: Alvarleika þunglyndis. Almennt eru núverandi þunglyndiseinkenni metin miðað við eðlilegt ástand
  • Svarkostir: Raðkvarði með sjö svarkostum sem gefa stig frá 0 til 6. Fjórir svarkostanna eru merktir með orðagildum sem eru ólík milli atriða
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–60 þar sem hærra skor vitnar um alvarlegra þunglyndi

Íslensk þýðing

  • Magnús Haraldsson og Sigurjón Kristinsson læknar þýddu og staðfærðu
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Ekkert fannst.
Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Montgomery, S. A., & Åsberg, M. (1979). A new depression scale designed to be sensitive to change. The British Journal of Psychiatry134(4), 382–389. https://doi.org/10.1192/bjp.134.4.382

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Sigurdsson, B., Palsson, S. P., Johannsson, M., Olafsdottir, M., & Aevarsson, O. (2013). Saliva cortisol and male depressive syndrome in a community study. The Sudurnesjamenn study. Nordic Journal of Psychiatry67(3), 145–152. https://doi.org/10.3109/08039488.2012.704069
  • Sigurdsson, B., Palsson, S. P., Aevarsson, O., Olafsdottir, M., & Johannsson, M. (2014). Saliva testosterone and cortisol in male depressive syndrome, a community study. The Sudurnesjamenn study. Nordic Journal of Psychiatry68(8), 579–587. https://doi.org/10.3109/08039488.2014.898791

Nemendaverkefni:

  • Bjarni Sigurðsson. (2015). Diagnosis of male depression in the community and its correlation with cortisol and testosterone [doktorsritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/23410

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarið en í opnum aðgangi fyrir óhagnaðardrifnar rannsóknir – sjá matstækið hér
  • Fyrirlögn skal vera í höndum fagaðila með þekkingu á þunglyndi

Aðrar útgáfur

  • MADRS-S (sjálfsmat)

Síðast uppfært

  • 5/2024