Positive and Negative Syndrome Scale (PANSS)

Efnisorð

  • Geðklofi

Stutt lýsing

  • Tegund: Viðtal framkvæmt af fagaðila
  • Fjöldi atriða: 30
  • Metur: Jákvæð (7 atriði), neikvæð (7) og almenn (16) einkenni geðklofa síðastliðna viku
  • Svarkostir: Raðkvarði með sjö fullmerktum svarkostum frá 1 (absent) til 7 (extreme)
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig atriða innan hvers undirkvarða. Heildarskor fyrir undirkvarða jákvæðra og neikvæðra einkenna liggja á bilinu 7–49 en almennra einkenna á bilinu 16–112 þar sem hærri skor vitna um meiri / alvarlegri einkenni geðklofa

Íslensk þýðing

  • Fjölvar Darri Rafnsson og Jakob Smári þýddu
  • Engar nánari upplýsingar hafa fundist um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki undirkvarða mælst α = 0,64 (jákvæð einkenni), α = 0,69 (neikvæð einkenni) og α = 0,67 (almenn einkenni) (ath. smátt úrtak, n = 35) í úrtaki einstaklinga á meðferðargeðdeild.1

Réttmæti: Í fyrrgreindu úrtaki mældist fylgni undirkvarða nokkuð sterk eða frá 0,61 (jákvæð / neikvæð einkenni) til 0,72 (jákvæð / almenn einkenni).1

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Kay, S. R., Fiszbein, A., & Opler, L. A. (1987). The positive and negative syndrome scale (PANSS) for schizophrenia. Schizophrenia Bulletin13(2), 261–276. https://doi.org/10.1093/schbul/13.2.261

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Haraldsson, H. M., Ettinger, U., Magnusdottir, B. B., Sigmundsson, T., Sigurdsson, E., & Petursson, H. (2008). Eye movement deficits in schizophrenia: investigation of a genetically homogenous Icelandic sample. European Archives of Psychiatry and Clinical Neuroscience258, 373–383. https://doi.org/10.1007/s00406-008-0806-y
  • Kristjana Sturludóttir, Sunna Gestsdóttir, Rafn Haraldur Rafnsson, & Erlingur Jóhannsson. (2015). Áhrif hreyfiíhlutunar á einkenni geðklofa, andlega líðan og líkamssamsetningu hjá ungu fólki. Læknablaðið101(11), 519–https://doi.org/524.10.17992/lbl.2015.11.51
  • Valsdottir, V., Haraldsson, M., Gylfason, H. F., Sigurdsson, E., & Magnusdottir, B. B. (2020). Schizophrenia, cognition, and aging: cognitive deficits and the relationship between test performance and aging. Aging, Neuropsychology, and Cognition27(1), 40–51. https://doi.org/10.1080/13825585.2019.1572100

Nemendaverkefni:

  • Óttar Guðbjörn Birgisson. (2016). Psychometric properties of the Icelandic manchester short assessment of quality of life (MANSA) and its possible utility in Iceland [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/25731
  • 1. Þorri Snæbjörnsson. (2016). Psychometric properties of the Icelandic version of the Calgary depression scale for schizophrenia [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/25736
  • Thelma Kristjánsdóttir. (2021). Vitræn endurhæfing með markvissri hreyfingu fyrir fólk með geðrofssjúkdóma: Slembin íhlutunarrannsókn [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/37599

 

Reglur um notkun

Aðrar útgáfur

  • SCI-PANSS - hálfstaðlað viðtal sem fylgir matstækinu

Síðast uppfært

  • 7/2023