Depression Anxiety Stress Scales (DASS - 42/21)

Efnisorð

  • Þunglyndi
  • Kvíði
  • Streita

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 42 í fullri lengd, 21 í styttri útgáfu
  • Metur: Þunglyndi (14 / 7 atriði), kvíða (14 / 7) og streitu (14 / 7) síðastliðna viku
  • Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (átti alls ekki við mig) til 3 (átti mjög vel við mig eða mest allan tímann)
  • Heildarskor: Heildarskor eru reiknuð með því að leggja saman stig atriða í hverjum undirkvarða (þunglyndi, kvíða og streitu) og eru á bilinu 0–42 / 0–21 þar sem hærri skor gefa til kynna meira þunglyndi, meiri kvíða og meiri streitu

Íslensk þýðing

  • Pétur Tyrfingsson
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: [DASS-42] Í úrtökum háskólanema hefur innri áreiðanleiki undirkvarða mælst á bilinu α = 0,85–0,921 og 0,86–0,912 en α = 0,92–0,97 í klínísku úrtaki.Endurprófunaráreiðanleiki í úrtaki nema mældist á bilinu r = 0,71–0,80. Áreiðanleiki undirkvarða í úrtaki barnshafandi kvenna hefur mælst α = 0,92.3

[DASS-21] Í stóru úrtaki háskólanema var innri áreiðanleiki α = 0,92 fyrir undirkvarða þunglyndis, α = 0,83 fyrir kvíða og α = 0,87 fyrir streitu. 

Réttmæti: [DASS-42] Samleitni og sundurgreining undirkvarða DASS í úrtaki nema hafa verið metin með fylgni.1 Fylgni DASS-kvíðakvarða við BAI hefur mælst r = 0,79 en lægri við BDI-II; fylgni DASS-þunglyndiskvarða við BDI-II var r = 0,76 en lægri við BAI. Fylgni DASS-streitukvarða reyndist hins vegar meiri við BAI og BDI-II en við matstæki sem ætluð eru til að meta áhyggjur og streitu.

Formgerð DASS í úrtaki nema var sömuleiðis metin með leitandi þáttagreiningu. Þriggja-þátta lausn, sú sem samræmistu ætlaðri formgerð, sýndi fremur skýra lausn m.t.t. þáttahleðsla en þó voru þrjú dæmi um lágar þáttahleðslur (< 0,30) og nokkur dæmi um krosshleðslur atriða. Lausnin hafði jafnframt lágt skýringargildi (46,4%).  Samskonar greining í klínísku úrtaki gaf ívið skýrari niðurstöður (engar þáttahleðslur undir 0,30 og aðeins tvö dæmi um krosshleðslu) með hærra skýringargildi þáttalausnar (58,15%).

ROC greining á greiningarhæfni DASS-þunglyndiskvarðans gagnvart MINI-plus þunglyndisgreiningu í klínísku úrtaki gaf þokkalega niðurstöðu (AUC = 0,78). Samskonar greining fyrir kvíðakvarðann benti til svipaðrar greiningarhæfni (AUC = 0,75).

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Lovibond, S. H., & Lovibond P. F. (1995). Manual for the Depression Anxiety Stress Scales (2. útgáfa). Psychology Foundation

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Gudjonsson, G. H., Sigurdsson, J. F., Smari, J., & Young, S. (2009). The relationship between satisfaction with life, ADHD symptoms, and associated problems among university students. Journal of Attention Disorders, 12(6), 507–515. https://doi.org/10.1177/1087054708323018
  • 3. Jonsdottir, S. S., Thome, M., Steingrimsdottir, T., Lydsdottir, L. B., Sigurdsson, J. F., Olafsdottir, H., & Swahnberg, K. (2017). Partner relationship, social support and perinatal distress among pregnant Icelandic women. Women and Birth, 30(1), e46–e55. 
    https://doi.org/10.1016/j.wombi.2016.08.005
  • Ólafsdóttir, J., Hrafnsdóttir, S., & Orjasniemi, T. (2018). Depression, anxiety, and stress from substance-use disorder among family members in Iceland. Nordic Studies on Alcohol and Drugs, 35(3), 165–178. https://doi.org/10.1177/1455072518766129
  • Gudjonsson, S. O., Sveinbjarnardottir, E. K., & Arnardottir, R. H. (2020). Recovery of patients with severe depression in inpatient rural psychiatry: a descriptive clinical study. Nordic Journal of Psychiatry, 74(6), 407–414. https://doi.org/10.1080/08039488.2020.1733659
  • 4. [Listinn í styttri útgáfu] Gudmundsdottir, B. G., Weyandt, L., & Ernudottir, G. B. (2020). Prescription stimulant misuse and ADHD symptomatology among college students in Iceland. Journal of Attention Disorders, 24(3), 384–401. https://doi.org/10.1177/1087054716684379
  • Bjornsdottir, R. R., Helgadottir, F. D., & Sighvatsson, M. B. (2023). Evaluating the efficacy of an internet-based cognitive behavioural therapy intervention for fertility stress in women: a feasibility study. Behavioural and Cognitive Psychotherapy, 51(2), 180–185. https://doi.org/10.1017/S1352465822000534
  • [Listinn í styttri útgáfu] Sigurðardóttir, S., Aspelund, T., Guðmundsdóttir, D. G., Fjorback, L., Hrafnkelsson, H., Hansdóttir, I., & Juul, L. (2023). Mental health and sociodemographic characteristics among Icelanders, data from a cross-sectional study in Iceland. BMC Psychiatry, 23(1), 30. https://doi.org/10.1186/s12888-022-04504-y

Nemendaverkefni:

  • 1. Björgvin Ingimarsson. (2010). Próffræðilegt mat á DASS sjálfsmatskvarðanum: Þunglyndi, kvíði og streita [óútgefin cand.psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/5411
  • Ágústa Friðriksdóttir. (2020). Þjálfunarnámskeið fyrir foreldra barna með ADHD: Viðbótaráhrif viðtala um daglegar rútínur á streitu og líðan foreldra [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/35758
  • Vigdís Margrétardóttir Jónsdóttir. (2022). The efficacy of group cognitive behavioural therapy (CBT) for adults with a history of childhood abuse : a single-case experimental study [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/42386
  • Lára Margrét Kjartansdóttir. (2023). The effects of bright light therapy on adolescent ́s sleep and well-being [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/44824 
  • Þórey Rósa Einarsdóttir (2024). Sálræn vanlíðan nemenda í heilbrigðisvísindum: Þversniðsrannsókn [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/46671
     

Reglur um notkun

Aðrar útgáfur

  • DASS-12

Síðast uppfært

  • 9/2024