Patient Health Questionnaire-9 (PHQ-9)

Efnisorð

  • Þunglyndi

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 9
  • Metur: Þunglyndiseinkenni síðastliðnar tvær vikur. Atriðin byggja á greiningarskilmerkjum alvarlegrar geðlægðar í DSM-5
  • Svarkostir: Raðkvarði með fjórum fullmerktum svarkostum frá 0 (alls ekki) til 3 (nánast alla daga)
  • Heildarskor: Skor fyrir hvert atriði eru lögð saman til að fá heildarskor á bilinu 0–27 þar sem hærra skor vitnar um alvarlegri þunglyndiseinkenni. Í skimun hefur skor upp á 10 gjarnan verið notað sem skimunarþröskuldur fyrir þunglyndi. Eftirfarandi alvarleikaflokkun hefur verið lögð til af höfundum matstækisins: 0–4 = hverfandi,  5–9 = væg, 10–14 = miðlungs, 15–19 = miðlungs alvarleg, 20–27 = alvarleg

Íslensk þýðing

  • Matstækið var fyrst þýtt árið 2005 af Agnesi Agnarsdóttur, Engilberti Sigurðssyni, Hafrúnu Kristjánsdóttur, Jóni Friðriki Sigurðssyni og Pétri Tyrfingssyni. Öll þýddu listann hvert í sínu lagi og svo sameinuðu þau útgáfurnar. Listinn var svo bakþýddur af Jakobi Smára. Endurbætur voru gerðar á upprunalegu þýðingunni árið 2014. Þá þýddi Auður Sjöfn Þórisdóttir matstækið upp á nýtt og Andri S. Björnsson samræmdi þá þýðingu og þýðinguna frá árinu 2005 í eina lokaútgáfu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: 
[Þýðing frá 2005] Í nemendaverkefnum hefur inni áreiðanleiki verið α = 0,84 í úrtaki heilsugæslusjúklinga1,2, α = 0,84 í almennu úrtaki4 og α = 0,84 í úrtaki nemenda.

[Þýðing frá 2014] Í nemendaverkefnum hefur innri áreiðanleiki verið α = 0,90 í úrtaki einstaklinga með félagsfælni3 og α = 0,72 í almennu úrtaki.3 Í rannsókn Andra ofl.6 var innri áreiðanleiki í úrtaki einstaklinga með félagsfælni α = 0,87 og í almennu úrtaki α = 0,66.

Réttmæti: 
[Þýðing frá 2005] Í nemendaverkefnum hefur réttmæti verið kannað með því að skoða fylgni við skor á öðrum matstækjum í úrtaki heilsugæslusjúklinga: BDI-II (r = 0,80), BAI (r = 0,57), CORE-OM heildarkvarði (r = 0,81) og QOLS (r = -0,65);1 í almennu úrtaki: GAD-7 (r = 0,75), SWLS (= 0,57), kvarði sem metur heilsutengdar áhyggjur (r = 0,35) og sem metur hamingju (r = -0.49);4 og í úrtaki nemenda: GAD-7 (r = 0,68), PSWQ (= 0,58), HADS-A (r = 0,64), HADS-D (r = 0,58) og SPS (r = 0,44).Leitandi þáttagreining í sama nemendaúrtaki gaf til kynna einn þátt. Þáttahleðslur voru á bilinu 0,57 til 0,77 en dreifing í atriðum og heildarskori var verulega jákvætt skekkt. ROC greining hefur einnig verið framkvæmd sem leiddi í ljós að hinn hefðbundni skimunarþröskuldur (=> 10) hefði næmi = 0,82, sértækni = 0,77, PPV = 0,75 og NPV = 0,83 borið saman við þunglyndisgreiningu á MINI geðgreiningarviðtalinu.1 Staðfestandi þáttagreining í úrtaki heilsugæslusjúklinga sýndi fram á eins-þáttar líkan með ásættanleg mátgæði.2 Staðlaðar þáttahleðslur voru á bilinu 0,43 til 0,87. Í sama verkefni var framkvæmd IRT greining (svarferlalíkan) sem leiddi í ljós að aðgreining á milli tveggja miðju svarkostanna var ekki viðunandi í flestum atriðum. Flest atriðin höfðu miðlungs til mikið aðgreiningargildi en atriði nr. 3 (svefntruflanir) greindi illa á milli svarenda með misalvarleg þunglyndiseinkenni. Að lokum var ROC greining framkvæmd (AUC = 0,83) sem leiddi í ljós að hinn hefðbundni skimunarþröskuld (=> 10) hefði næmi = 0,75 og sértækni = 0,78 borið saman við MINI þunglyndisgreiningu. Vænlegasti skimunarþröskuldurinn samkvæmt viðmiðum Youdens var => 11 (næmi = 0,73 og sértækni = 0,81). 

[Þýðing frá 2014] Réttmæti var kannað í rannsókn Andra ofl.6 með því að bera saman meðalskor á PHQ-9 í úrtaki einstaklinga með félagsfælni (n = 56) og í almennu úrtaki einstaklinga án allra geðraskana (= 54). Niðurstöður gáfu til kynna að einstaklingar með félagsfælni höfðu að jafnaði hærri skor á PHQ-9 (M = 10,75) heldur en einstaklingar í almenna úrtakinu (M = 2,08). Aðfallsgreining hlutfalla var einnig framkvæmd þar sem hærri skor á PHQ-9 tengdust hærri hlutfallslíkum á að vera með þunglyndisgreiningu samkvæmt MINI (líkindaaukning á bilinu 22%–66% miðað við 95% öryggi).

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Kroenke, K., Spitzer, R. L., & Williams, J. B. W. (2001). The PHQ-9: Validity of a brief depression severity measure. Journal of General Internal Medicine, 16(9), 606–613. https://doi.org/10.1046/j.1525-1497.2001.016009606.x

Próffræðigreinar:

  • 6. Andri S. Björnsson, Karen Jónsdóttir, Signý Sigurðardóttir, Inga Wessman, Ólafía Sigurjónsdóttir, Auður S. Þórsdóttir, Jóhann P. Harðarson & Guðmundur Arnkelsson. (2018). Próffræðilegir eiginleikar Sheehan Disability Scale, Quality of Life Scale og Patient Health Questionnaire í íslenskri þýðingu. Sálfræðiritið23, 91–100. https://www.salfraediritid.is/sal1/timarit/salfraediritid2018.pdf

Dæmi um birtar greinar:

  • Jónsdóttir, M. K., Kristófersdóttir, K. H., Runólfsdóttir, S., Kristensen, I. S. U., Sigurjónsdóttir, H. Á., Claessen, L. Á. E., & Kristjánsdóttir, H. (2021). Concussion among female athletes in Iceland: Stress, depression, anxiety, and quality of life. Nordic Psychology, 1–17. https://doi.org/10.1080/19012276.2021.2004916
  • Saevarsdottir, K. S., Hilmarsdottir, H. Ý., Magnúsdóttir, I., Hauksdóttir, A., Thordardottir, E. B., Gudjónsdóttir, Á. B., Tomasson, G., Rúnarsdóttir, H., Jónsdóttir, H. L., Gudmundsdóttir, B., Pétursdóttir, G., Petersen, P. H., Kristinsson, S. Y., Love, T. J., Hansdóttir, S., Hardardóttir, H., Gudmundsson, G., ... Valdimarsdottir, U. (2021). Illness severity and risk of mental morbidities among patients recovering from COVID-19: A cross-sectional study in the Icelandic population. BMJ Open, 11(7), e049967. https://doi.org/10.1136/bmjopen-2021-049967
  • Tahtinen, R., Kristjansdottir, H., Olason, D. T., & Morris, R. (2021). What lies beneath: Exploring different depressive symptoms across selected risk factors in Icelandic team sport athletes. Journal of Clinical Sport Psychology, 15(1), 54–79. https://doi.org/10.1123/jcsp.2020-0040
  • Smari, U. J., Valdimarsdottir, U. A., Aspelund, T., Hauksdottir, A., Thordardottir, E. B., Hartman, C. A., Andell, P., Larsson, H., & Zoega, H. (2023). Psychiatric comorbidities in women with cardiometabolic conditions with and without ADHD: a population-based study. BMC Medicine21(1), 450. https://doi.org/10.1186/s12916-023-03160-7

Nemendaverkefni:

  • 1. Valdís Eyja Pálsdóttir. (2007). Réttmæti sjálfsmatskvarðans Patient Health Questionnaire (PHQ) gagnvart geðgreiningarviðtalinu Mini International Neuropsychiatric Interview (MINI) við að greina geðraskanir hjá heilsugæslusjúklingum [óútgefin BA ritgerð]. Háskóli Íslands.
  • 3. Karen Jónsdóttir & Signý Sigurðardóttir. (2016). Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á Sheehan Disability Scale, Quality of Life Scale og The Patient Health Questionnaire [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/24874
  • 4. Freyja Ágústsóttir & Sara Daníelsdóttir. (2018). The psychometric properties of the Patient Health Questionnaire (PHQ-9) in a sample of individuals 40 years and older from the Icelandic population [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/30616
  • 5. Hrafnhildur Snæbjörnsdóttir. (2018). Psychometric properties of the Icelandic versions of Generalized Anxiety Disorder-7 (GAD-7) and Patient Health Questionnaire-9 (PHQ-9) [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/31243
  • 2. Kristín Hulda Kristófersdóttir. (2020). The validity of PHQ-9 as a screener and to assess depression severity [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/35872
  • Hlynur Hreinsson. (2022). Prevalence of overall and specific depressive symptoms : a comparison between athletes and non-athletes [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41983
  • Lísa Hafliðadóttir. (2023). Association between dietary patterns, symptoms of depression and self-rated health in adults in Iceland. The Saga Cohort pilot study [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/43385

 

Reglur um notkun

Aðrar útgáfur

  • PHQ-2
  • PHQ-8

Síðast uppfært

  • 12/2023