Undir Heilbrigðisvísindastofnun heyra fjölbreyttar rannsóknaeiningar á sviði heilbrigðisvísinda. Hér má sjá lista yfir þær ásamt tenglum á frekari upplýsingar.

Rannsókna- og þjónustustofnun sem starfrækt af Heilbrigðisvísindasviði og Landspítala. 
Stofnunin veitir öllum fastráðnum kennurum Háskólans í lífeðlisfræði rannsóknaraðstöðu. Einnig getur stjórn stofnunarinnar veitt vísindamönnum á öðrum fræðasviðum aðstöðu eftir því sem aðstæður leyfa og efni standa til.
Rannsóknastofan er starfsvettvangur kennara á fræðasviði í lífefnafræði, meinefnafræði og erfðalæknisfræði við Læknadeild HÍ.
Lífvísindasetur Háskóla Íslands er formlegt samstarf rannsóknahópa á sviði lífvísinda. Hóparnir stunda rannsóknir á ýmsum sviðum lífvísinda, svo sem sameindalíffræði krabbameins, starfsemi og sérhæfingu stofnfruma, taugalíffræði, stjórnun genatjáningar, erfðalækninga, næringar- og matvælafræði, ónæmisfræði auk ýmissa sviða lífeðlisfræði.
Miðstöð í lýðheilsuvísindum er umsjónaraðili þverfræðilegs meistara- og doktorsnáms í lýðheilsuvísindum, faraldsfræði og líftölfræði.
Miðstöðin hefur það meginmarkmið að efla rannsóknir og samstarf háskóla, fræðafólks, félagasamtaka og stofnana um málefni sem tengjast eldra fólki.
Meginhlutverk deildarinnar er að vera leiðandi hvað varðar rannsóknir, greiningu, meðferð og eftirlit ofnæmissjúkdóma á Íslandi. Auk þess veitir deildin alhliða þjónusturannsóknir á sviði gigtar- og sjálfsofnæmissjúkdóma og tekur þátt í greiningu ónæmisbilana.
Rannsókna- og þróunarsetur um ICNP (International Classification for Nursing Practice) á Íslandi var formlega stofnað árið 2020. Það er starfrækt innan Heilbrigðisvísindastofnunar Háskóla Íslands og hýst hjá Hjúkrunarfræðideild.
Rannsóknarkjarninn sinnir blóðsýnatökum, almennum lífefnarannsóknum og öðrum fjölbreyttum rannsóknum á sjúkradeildum og heislugæslustöðvum.
Hjá Rannsóknamiðstöð um sjónskynjun (e. Icelandic Vision Lab) eru gerðar rannsóknir á sjónskynjun og öðrum hugarferlum. Á meðal rannsóknarefna eru sjónræn athygli, augnhreyfingar, hluta- og andlitsskynjun, sjónrænt minni, sjónræn „mynsturgreining“ (e. visual statistics) og áhrif náms og reynslu á skynferli.
Starfsemi rannsóknarstofunnar varðar þróun og beitingu fræðilíkans, aðferða og hugbúnaðar til rannsókna á formgerð og virkni atferlis og samskipta.
Rannsóknastofan er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á fræðasviðum atferlisgreiningar.
Rannsóknarstofa í endurhæfingar- og hreyfivísindum við námsbraut í sjúkraþjálfun Háskóla Íslands er vísindaleg rannsóknastofnun. Með hreyfivísindum er átt við öll þau fræði sem tengjast hreyfingum mannslíkamans á einn eða annan hátt.
Rannsóknastofa í krabbameinsfræðum hefur þann megin tilgang að stunda grunnrannsóknir á krabbameinum.
Lyfjafræðideild er sterk rannsóknareining innan Háskóla Íslands þar sem stundaðar eru margvíslegar rannsóknir á hinum mörgu sviðum lyfjafræðinnar.
Á rannsóknastofunni er unnið að grunn- og þjónusturannsóknum í líflyfjafræði, réttarefnafræði og eiturefnafræði.
Matvælarannsóknir er rannsóknavettvangur kennara og framhaldsnema í matvælafræði og sérfræðinga á skyldum fræðasviðum. 
Rannsóknastofa í næringarfræði (RÍN) er vísindaleg rannsóknastofnun við Háskóla Íslands og Landspítala um rannsóknir á sviði næringarfræði. RÍN tekur einnig að sér þjónusturannsóknir og ýmis verkefni sem tengjast næringu og heilsu bæði fyrir opinbera aðila sem og einkaaðila.
Rannsóknastofan er hluti af Lífvísindasetri.
Markmið Rannsóknarstofnunar um lyfjamál (RUL) er að auka rannsóknir og fræðslu um lyfjanotkun og lyfjastefnu á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi.
Sálfræðistofnun Háskóla Íslands er vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun sem starfrækt er af Háskóla Íslands. Stofnunin heyrir undir sálfræðideild á heilbrigðisvísindasviði og er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á fræðasviðum sálfræði.
Sýkla- og veirufræðideild er rannsóknastofa og tilvísunarrannsóknastofa á sviði bakteríufræði, veirufræði, sveppafræði og sníkjudýrafræði. Deildin vinnur með sóttvarnarlækni og öðrum heilbrigðisyfirvöldum að bættri lýðheilsu með rannsóknum og skráningu á smitsjúkdómum, orsökum þeirra og útbreiðslu.
Rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun í tannlæknisfræði og skyldum greinum sem stundaðar eru við Tannlæknadeild.
Meginviðfangsefni eru rannsóknir og greining sjúkdóma í dýrum og framleiðsla bóluefna gegn sauðfjársjúkdómum.
Deila