Iceland Family Perceived Support Questionnaire (ICE-FPSQ)

Efnisorð

  • Stuðningur 
  • Fjölskyldur

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fjölskyldur einstaklinga með alvarlega sjúkdóma
  • Fjöldi atriða: 14
  • Metur: Upplifun aðstandenda einstaklinga með alvarlega sjúkdóma af stuðningi hjúkrunarfræðinga / meðferðaraðila. Eitt svið metur hugrænan stuðning (e. cognitive), annað metur tilfinningalegan
  • Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (eiginlega aldrei) til 5 (eiginlega alltaf)
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 14–70. Hærri skor vitna um aukinn upplifaðan stuðning

Íslensk þýðing

  • Frumsaminn. Upphaflega voru atriði samin á ensku, svo þýdd á íslensku og þýðingin betrumbætt með ítarviðtölum. Þá var bakþýtt og borið saman við upprunalega útgáfu. Sjá nánar í grein Eydísar og félaga1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki aðstandanda reyndst innri áreiðanleiki endanlegrar 14 atriða útgáfu (sjá að neðan) α = 0,95 og 0,96  fyrir kvarðann í heild, 0,87 og 0,88 fyrir hugrænan undirkvarða og 0,94 og 0,95 fyrir tilfinningalegan (sjá stúdíu 2 og 3).1Innri áreiðanleiki í úrtökum umönnunaraðila barna og ungmenna með krabbamein annars vegar og aðstandenda lungnaþembusjúklinga hins vegar hefur mælst á bilinu α = 0,69–0,95, en sökum smægðar þeirra úrtaka er vafasamt að túlka þær niðurstöður.2,3

Réttmæti: Upphaflegt atriðasafn (24) byggði á víddum Calgary Family Intervention líkansins (CFIM) og var metið af höfundi þess líkans.1 Innihaldsréttmæti var þar að auki metið með greiningu hjúkrunarfræðinga og framhaldsnema með þekkingu á Calgary líkaninu. Leitandi meginhlutagreining í úrtaki aðstandanda leiddi til þess að 3 atriði voru fjarlægð og eftir stóðu 21 á 3 víddum (tilfinningaleg, hugræn, styrkleikar fjölskyldu) með skýringargildi upp á tæp 68%. Staðfestandi þáttagreining (n = 99) leiddi til frekari fækkunar atriða úr 21 í 14 og best mátgæði fengust fyrir tvo þætti – tilfinningalegan og hugrænan. Sú þáttalausn var staðfest í úrtaki aðstandenda einstaklinga með geðsjúkdóma.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Sveinbjarnardottir, E. K., Svavarsdottir, E. K., & Hrafnkelsson, B. (2012). Psychometric Development of the Iceland-Family Perceived Support Questionnaire (ICE-FPSQ). Journal of Family Nursing, 18(3), 328–352. https://doi.org/10.1177/1074840712449203

Próffræðigreinar:

  • 1. Sveinbjarnardottir, E. K., Svavarsdottir, E. K., & Hrafnkelsson, B. (2012). Psychometric Development of the Iceland-Family Perceived Support Questionnaire (ICE-FPSQ). Journal of Family Nursing, 18(3), 328–352. https://doi.org/10.1177/1074840712449203

Dæmi um birtar greinar:

  • 3. Halldórsdóttir, B. S., & Svavarsdóttir, E. K. (2012). Purposeful Therapeutic Conversations: Are They Effective for Families of Individuals with COPD: A Quasi-Experimental Study. Vård i Norden, 32(1), 48–51. https://doi.org/10.1177/010740831203200111
  • 2. Svavarsdottir, E. K., & Sigurdardottir, A. O. (2013). Benefits of a brief therapeutic conversation intervention for families of children and adolescents in active cancer treatment. Oncology nursing forum40(5), E346–E357. https://doi.org/10.1188/13.ONF.E346-E357
  • Svavarsdottir, E. K., & Gisladottir, M. (2019). How Do Family Strengths-Oriented Therapeutic Conversations (FAM-SOTC) Advance Psychiatric Nursing Practice?. Journal of nursing scholarship : an official publication of Sigma Theta Tau International Honor Society of Nursing, 51(2), 214–224. https://doi.org/10.1111/jnu.12450
  • Baldursdottir, I. M., Petursdottir, A. B., & Svavarsdottir, E. K. (2023). Family oriented intervention for families of adolescents with attention deficit hyperactivity disorder: A feasibility study. Journal of Child and Adolescent Psychiatric Nursing, 36(2), 75-86. https://doi.org/10.1111/jcap.12405
  • Athuga að matstækið hefur verið þýtt og notað í rannsóknum erlendis. Fyrir próffræðilega eiginleika þýðinga, sjá t.d. Bruce o.fl. (2016) og Freudiger o.fl. (2024)

Nemendaverkefni:

  • Snæbjörn Ómar Guðjónsson. (2015). Líðan og lífsgæði fólks sem glímir við þunglyndi - breytingar frá innlögn til útskriftar á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. https://skemman.is/handle/1946/21932

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarið en í opnum aðgangi – sjá matstækið hér
  • Ekki er vitað til þess að notkun krefjist sérstakrar hæfni / þjálfunar

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 4/2023