Activities-Specific Balance Confidence Scale (A–Ö jafnvægiskvarðinn) (ABC Scale)
Efnisorð
- Jafnvægi
- Sjálfsörygggi
- Aldraðir
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir / eldra fólk
- Fjöldi atriða: 16
- Metur: Öryggi fólks eða trú þeirra á eigin getu til að athafna sig í daglegu lífi án þess að missa jafnvægið. Svarandinn er beðinn um að meta hversu öruggur hann er um að halda jafnvægi og vera stöðugur þegar hann framkvæmir hinar ýmsu athafnir (t.d. að ganga um húsið eða ganga á ísilagðri gangstétt)
- Svarkostir: Talnakvarði með 11 svarkostum frá 0% (ekkert öryggi) til 100% (fullkomlega örugg/-ur). Svarandi skráir þannig tölugildi (í heilum tugum) við hvert atriði
- Heildarskor: Fæst með því að reikna meðaltal af stigum allra atriðanna og liggur á bilinu 0–100% þar sem hærra skor vitnar um meira sjálfsöryggi tengt jafnvægi
Íslensk þýðing
- Sólveig Ása Árnadóttir sjúkraþjálfari þýddi árið 2003 með leyfi höfundar. Nánari upplýsingar um þýðingarferli má finna í grein Arnadottir og fél.1
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki í slembiúrtaki einstaklinga á aldrinum 65 til 88 ára sem búsettir voru í heimahúsi hefur mælst α = 0,95.1 Endurprófunaráreiðanleiki í hluta sama úrtaks var ICC2,1 = 0,82 (staðalvilla = 9,11 stig). Fylgni milli heildarskora í endurteknum prófunum hefur sömuleiðis mælst r = 0,92.2
Réttmæti: Fylgni útkomu á A-Ö jafnvægiskvarðanum við önnur matstæki var könnuð í sama úrtaki einstaklinga 65 til 88 ára.1 Fylgni var hæst við skor á MMF-athafnir (rrho = 0,85), þá TUG (rrho = -0,71) og MFF-takmarkanir á þátttöku (rrho = 0,60), allt í samræmi við það sem vænta mátti. Umtalsverð fygni mældist einnig við MLA (rrho = 0,45) og GDS (rrho = -0,50), en lægri við MFF-tíðni þátttöku og MMSE. Samanburður á skorum aldurshópa 65 til 74 ára og 75 til 88 ára sýndi marktækt lægra skor eldri hóps í samræmi við væntingar. Að sama skapi var marktækur munur á skorum milli þeirra sem áttu og áttu ekki sögu um byltu á síðustu 12 mánuðum annars vegar, og á milli þeirra sem notuðu og notuðu ekki gönguhjalpartæki hins vegar (athuga þó að síðari aðgreiningin var sterkari).
Í eldri grein eins höfunda þeirrar rannsóknar sem vísað er í að ofan var framkvæmd Rasch greining á kvarðanum í sama úrtaki.3 Niðurstöður leiddu í ljós að svarkostirnir 11 voru illa nýttir og þrjú atriði (3. Beygir þig niður og tekur upp inniskó sem liggur fremst á botninum inni í fataskáp; 7. Sópar gólfið; 15. Ferð í eða úr rúllustiga, með fangið fullt af varningi, þannig að þú getur ekki haldið í handrið) höfðu ekki ásættanleg mátgæði. Fyrir umræðu um breytta útgáfu af kvarðanum með færri svarkostum og 15 atriðum í stað 16 ("ABC-ICE"), sjá grein Árnadóttur og félaga. Samkvæmt munnlegri heimild frá höfundi virðist virkni upprunalegrar útgáfu og breyttrar útgáfu áþekk, og sú síðarnefnda hefur ekki verið í almennri notkun.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Powell, L. E., & Myers, A. M. (1995). The activities-specific balance confidence (ABC) scale. The Journals of Gerontology Series A: Biological Sciences and Medical Sciences, 50(1), M28–M34. https://doi.org/10.1093/gerona/50A.1.M28
Próffræðigreinar:
- 3. Arnadottir, S. A., Lundin-Olsson, L., Gunnarsdottir, E. D., & Fisher, A. G. (2010). Application of Rasch analysis to examine psychometric aspects of the Activities-Specific Balance Confidence Scale when used in a new cultural context. Archives of Physical Medicine and Rehabilitation, 91(1), 156–163. https://doi.org/10.1016/j.apmr.2009.09.010
- 1. Bergljót Pétursdóttir, Elín Díanna Gunnarsdóttir & Sólveig Ása Árnadóttir. (2022). Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á alþjóðlegum mælitækjum fyrir eldra fólk sem býr heima. Tímarit hjúkrunafræðinga, 3(98), 86–93
- Gylfadottir, S., Arnadottir, S. A., Reynisdottir, S. M., Helgadottir, B., Sigurgeirsson, A. T., & Gudjonsdottir, M. (2023). Evaluating the reliability and validity of the Icelandic translation of the Mini-BESTest in rehabilitation patients: an international implication for balance assessment. Physiotherapy Theory and Practice, 1-10. https://doi.org/10.1080/09593985.2023.2286635
Dæmi um birtar greinar:
- Kristinsdottir, E. K., & Baldursdottir, B. (2014). Effect of multi-sensory balance training for unsteady elderly people: Pilot study of the “Reykjavik model”. Disability and Rehabilitation, 36(14), 1211–1218. https://doi.org/10.3109/09638288.2013.835452
- Baldursdottir, B., Whitney, S. L., Ramel, A., Jonsson, P. V., Mogensen, B., Petersen, H., & Kristinsdottir, E. K. (2020). Multi-Sensory training and wrist fractures: A randomized, controlled trial. Aging Clinical and Experimental Research, 32(1), 29–40. https://doi.org/10.1007/s40520-019-01143-4
Nemendaverkefni:
- 2. Kristjana Erlingsdóttir. (2008). Áreiðanleiki endurtekinnar prófunar fyrir íslensku útgáfuna af Activities-specific Balance Confidence (ABC) kvarðanum [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/1656
- Hólmfríður Hemmert Sigurðardóttir. (2019). Áhrif skynörvandi jafnvægisþjálfunar á 50 til 75 ára einstaklinga sem hafa úlnliðsbrotnað í kjölfar byltu [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/32578
- Bergljót Pétursdóttir. (2021). Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á alþjóðlegum mælitækjum fyrir eldri einstaklinga sem búa heima [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/38642
Reglur um notkun
- Höfundarréttarvarið en í opnum aðgangi í eftirfarandi tilvikum: Ef meðferðaraðilar og aðstoðarfólk notar spurningalistann til að meta færri en 1000 sjúklinga á ári er prentaða útgáfan í opnum aðgangi fyrir nemendur, rannsóknir og til klínískra nota. Í öllum öðrum tilfellum, þ.á.m. ef þýða á matstækið á annað tungumál, breyta því að einhverju leyti, nota það í klínískum tilraunarannsóknum, nota það í markaðs- eða hagnaðarskyni, leggja það fyrir stærri hópa sjúklinga (fleiri en 1000 á ári) eða nýta við rafrænt skráarhald, þarf að óska eftir leyfi fmeð því að hafa samband við höfundarréttarhafa (Anita Myers, amyers@uwaterloo.ca)
- Þegar viðeigandi leyfi hefur fengist (ef við á), sjá íslenska þýðingu hér
- Engar upplýsingar fundust varðandi hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun, en þó má ætla að matstækið sé ætlað fagfólki. Sjá nánar hér
Aðrar útgáfur
Síðast uppfært
- 6/2024