Bulimia Test-Revised (BULIT-R)

Efnisorð

  • Átröskun
  • Búlimía

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 36
  • Metur: Skimun fyrir og magnbinding á einkennum búlimíu (ofát / ofátsköst, losunarhegðun og áhyggjur af líkamsþyngd og lögun) samkvæmt greiningarviðmiðum DSM-IV. Viðmiðunartími er ólíkur eftir atriðum
  • Svarkostir: Fullmerktir fimm punkta raðkvarðar frá 1–5 með blönduðum orðagildum
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriða fyrir utan nr. 6, 11, 19, 20, 27, 29, 31 og 36. Heildarskor liggja á bilinu 28–140 þar sem hærra skor vitnar um aukin einkenni búlimíu

Íslensk þýðing

  • Sigurlaug María Jónsdóttir. Jakob Smári og Guðlaug Þorsteinsdóttir lásu yfir og löggiltur ensku- og íslenskumælandi skjalaþýðandi bakþýddi 

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í blönduðu úrtaki kvenna með átröskun og aðrar geðraskanir (n = 66) hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,96.Í úrtaki íþróttafólks var α = 0,932.
Réttmæti: Marktækur munur hefur mælst á meðalskori kvenna með og án átröskunar (M = 98,1 v/s M = 66,5), einnig þegar tekið var tillit til einkenna þunglyndis og OCD.1 Í hópi kvenna með átröskun (n = 32) var fylgni BULIT-R við Eating Disorder Diagnostic Scale (EDDS, r = 0,89) marktækt hærri en við BDI-II (r = 0,67) og OCI-R (r = 0,58). ROC greining gaf til kynna AUC = 0,81 við aðgreiningu hópa kvenna með og án átröskunar.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Thelen, M. H., Farmer, J., Wonderlich, S., & Smith, M. (1991). A revision of the Bulimia Test: The BULIT—R. Psychological Assessment: A Journal of Consulting and Clinical Psychology, 3(1), 119–124. https://doi.org/10.1037/1040-3590.3.1.119

Próffræðigreinar:

  • 1. Sigurlaug María Jónsdóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir & Jakob Smári. (2005). Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins. Læknablaðið, 12(91). https://www.laeknabladid.is/2005/12/nr/2175

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Kristjánsdóttir, H., Sigurðardóttir, P., Jónsdóttir, S., Þorsteinsdóttir, G., & Saavedra, J. (2019). Body image concern and eating disorder symptoms among elite Icelandic athletes. International Journal of Environmental Research and Public Health, 16(15), 2728. https://doi.org/10.3390/ijerph16152728

Nemendaverkefni:

  • Ólöf Sunna Gissurardóttir. (2010). Tengsl uppeldishátta og sjálfstrausts við þróun lotugræðgi [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/6930
  • Petra Sigurðardóttir. (2016). Body image and eating disorders symptoms among Icelandic athletes [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/25732

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarið en í opnum aðgangi – sjá matstækið hér
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- eða menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 12/2023