Perceived Stress Scale (PSS-4/10/14)
Efnisorð
- Streita
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir og ungmenni niður í 12 ára
- Fjöldi atriða: 4, 10 og 14 atriða útgáfur eru til. Athuga að upprunaleg útgáfa inniheldur 14 atriði (sjá upprunalega heimild)
- Metur: Upplifaða streitu síðastliðinn. Viðmiðunartími virðist breytilegur eftir útgáfum
- Svarkostir: Fimm punkta fullmerktir raðkvarðar frá 0 eða 1 (aldrei) til 4 eða 5 (mjög oft)
- Heildarskor: Frá 0–16 í 4 atriða útgáfu, 0–40 eða 1–50 í 10 atriða útgáfu (bæði hefur fundist sést), en ekki er ljóst hvaða tölugildi samsvara orðagildum í 14 atriða útgáfu. Hærri skor vitna í öllu tilvikum um meiri upplifaða streitu
Íslensk þýðing
- Daníel Þór Ólason hefur þýtt PSS-4
- Arna Hauksdóttir, Védís Helga Eiríksdóttir og Hildur Guðný Ásgeirsdóttir hafa þýtt PSS-10, en það hafa nemar líka gert (sjá t.d. verkefni Evu og Helgu Berglind Hreinsdóttir að neðan)
- Sigurlína Davíðsdóttir hefur þýtt PSS-14
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki 4 atriða útgáfu í stóru úrtaki úr þjóðskrá hefur mælst α = 0,68.1 Í úrtaki einstaklinga sem upplifði jarðskjálftann á Suðurlandi árið 2008 var α-stuðull 10 atriða útgáfu 0,86 og 0,89 í tveimur fyrirlögnum.2 Nemendaverkefni hafa sýnt α = 0,87 í úrtaki starfsmanna fyrirtækis og α = 0,85 í úrtaki háskólanema (í báðum tilvikum 10 atriða útgáfa).3,4 Í nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki 14 atriða útgáfu mælst α = 0,89 í úrtaki nema5.
Réttmæti: Ekkert fannst.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Cohen, S., Kamarck, T., & Mermelstein, R. (1983). A global measure of perceived stress. Journal of Health and Social Behavior, 24(4), 385–396. https://doi.org/10.2307/2136404
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- 1. Björnsdóttir, S. V., Jónsson, S. H., & Valdimarsdóttir, U.A. (2014). Mental health indicators and quality of life among individuals with musculoskeletal chronic pain: A nationwide study in Iceland. Scandinavian Journal of Rheumatology, 43(5), 419-423. https://doi.org/10.3109/03009742.2014.881549
- 2. Þórðardóttir, K., Guðmundsdóttir, R., Zoëga, H., Valdimarsdóttir, U. A., & Guðmundsdóttir, B. (2014). Effects of yoga practice on stress-related symptoms in the aftermath of an earthquake: A community-based controlled trial. Complementary Therapies in Medicine, 22(2), 226–234. https://doi.org/10.1016/j.ctim.2014.01.008
- Lynch, R., Flores-Torres, M. H., Hinojosa, G., Aspelund, T., Hauksdóttir, A., Kirschbaum, C., ... & Valdimarsdottir, U. (2022). Perceived stress and hair cortisol concentration in a study of Mexican and Icelandic women. PLOS Global Public Health, 2(8), e0000571
- Jónsdóttir, M. K., Kristófersdóttir, K. H., Runólfsdóttir, S., Kristensen, I. S., Sigurjónsdóttir, H. Á., Eggertsdóttir Claessen, L. Ó., & Kristjánsdóttir, H. (2022). Concussion among female athletes in Iceland: Stress, depression, anxiety, and quality of life. Nordic Psychology, 74(4), 262-278. https://doi.org/10.1080/19012276.2021.2004916
Nemendaverkefni:
- 5. Erla Svansdóttir. (2006). Þýðing og próffræðileg úttekt á DS-14 listanum: Fyrirlögn meðal háskólanema og hjartasjúklinga (Translation and psychometric evaluation of the DS-14 scale among university students and heart patients) [óútgefin cand.psych. ritgerð]. ATH – verkefnið er ekki aðgengilegt á Skemmu, sjá vitnun í verkið í Svansdóttir, E., Karlsson, H. D., Guðnason, Þ., Ólason, D. Þ., Þorgilsson, H., Sigtryggsdóttir, U., Sijbrands, E. J., Pedersen, S. S., & Denollet, J. (2012). Validity of Type D personality in Iceland: Association with disease severity and risk markers in cardiac patients. Journal of Behavioral Medicine, 35(2), 155–166. https://doi.org/10.1007/s10865-011-9337-5
- Eva Mjöll Júlíusdóttir & Helga Berglind Hreinsdóttir. (2010). Streita hjúkrunarfræðinema á fyrsta og öðru námsári við Háskólann á Akureyri [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/5818
- 3. Sandra Lind Ragnarsdóttir. (2018). Evaluation of possible work stressors: Research conducted in an Icelandic company [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/30715
- 4. Guðný Björk Barkardóttir. (2020). Áhrifaþættir námsárangurs meðal háskólanema: gagnverkandi áhrif lýðfræðilegra þátta, streitu og svefngæða [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/34813
- Þórdís Eva Þórsdóttir. (2023). Streita og kvíði hjá barnshafandi konum á tímum Covid-19 [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/44355
Reglur um notkun
- Leyfisskyldur og höfundarréttarvarinn. Umsjón með dreifingu hefur Mapi Research Trust – með því að búa til aðgang á heimasíðu þeirra eiga rannsakendur að geta óskað eftir leyfi fyrir notkun
- Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- eða menntunarkröfur fyrir notkun
Aðrar útgáfur
- Sjá að ofan
Síðast uppfært
- 7/2024