Childhood Autism Rating Scale - 2nd Edition (CARS-2)

Efnisorð

  • Einhverfa
  • Börn

Stutt lýsing

  • Tegund: Viðtal / áhorf – börn frá tveggja ára aldri
  • Fjöldi atriða: 15
  • Metur: Hegðun (tíðni, sérkenni og styrkur) tengd einhverfu á 15 sviðum. Byggir á CARS (1980), en á að ná til breiðari hóps einstaklinga ("high-functioning"). Markmið með hönnun tækisins var að veita lýsingu á einstaklingum sem nota mætti til skimunar, líka í hópi þeirra sem sýna mikla eða fulla virkni. Matstækið kemur í tveim útgáfum/matsheftum, annað hvort Standard version (CARS2–ST) eða High functioning version (CARS2–HF). CARS2–ST er notað í tilvikum þar sem greindarvísitala er lægri en 80, tjáskiptageta er skert eða barn sex ára eða yngra, annars er CARS2–HF notað. Spurningalistinn CARS2–QPC er lagður er fyrir forráðamanneskjur til að upplýsa nánar um mat á hegðun
  • Svarkostir: Raðkvarðar með fjórum svarkostum frá 1 (eðlileg, aldurssvarandi hegðun) til 4 (mjög óeðlileg / skert hegðun) með ómerktum millisvarkostum þegar hegðun virðist falla milli tveggja punkta
  • Heildarskor: Heildarskor á matsheftum fást með því að leggja saman stig allra atriðanna og eru á bilinu 15–60 þar sem hærri skor vitna um aukin einhverfueinkenni. Skor upp á 27,5 eða meira hafa verið lögð til sem þröskuldur við skimun, en athuga að þau viðmið byggja á erlendri rannsókn. Athuga einnig að CARS2–QPC spurningalistinn er ekki veginn inn í heildarskorið heldur einungis notaður til að upplýsa um skorun á matsheftum

Íslensk þýðing

  • Berglind Brynjólfsdóttir, Páll Magnússon, Marteinn Jón Ingason og Svanhildur Tinna Ólafsdóttir
  • Engar upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki CARS2–HF í úrtaki 16 drengja á BUGL var metinn í nemendaverkefni, en sökum smæðar úrtaks verður ekki greint frá alfastuðlum hér1.

Réttmæti: Sammæli matsmanna á CARS2–HF í sama úrtaki var metið með því að reikna fylgni milli skora sem matsmenn gáfu drengjunum. Fylgni heildarskora var r = 0,91, en fylgni á atriðum var á bilinu 0,31 (hugsun / hugræn færni) til 0,98 (félagslegur / tilfinningalegur skilningur). Af þeim átta einstaklingum sem greindust yfir skimunarmörkum samkvæmt Skimunarlista einhverfurófs (Autism Spectrum Screening Questionnire) skimuðust fjórir jákvæðir samkvæmt CARS2–HF.  Sammæli var í mati tækjanna í 10 af 16 tilvikum. Fylgni heildarskors á CARS2–HF við heildarskor á ASSQ var r = 0,55. Tilvik sáust þar sem einstaklingur skoraði hátt á öðru en lágt á hinu. Það var ekki í samræmi við væntingar. Athuga, eins og höfundur verkefnis bendir á er rétt að túlka allar tölulegar niðurstöður með varkárni sökum smæðar úrtaks.

Fyrir eiginleika eldri útgáfu, CARS, sjá grein Evalds Sæmundsen o.fl. (2003) eða doktorsverkefni (2011).
Fyrir gagnsemi CARS2-HF fyrir skimun í klínísku úrtaki, sjá nemendaverkefni Bryndísar og Sigrúnar.2

 

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Schopler, E., Reichler, R. J., DeVellis, R. F., & Daly, K. (1980). Toward objective classification of childhood autism: Childhood Autism Rating Scale (CARS). Journal of Autism and Developmental Disorders, 10(1), 91–103. https://doi.org/10.1007/BF02408436

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • CARS: Saemundsen, E., Magnússon, P., Smári, J., & Sigurdardóttir, S. (2003). Autism Diagnostic Interview-Revised and the Childhood Autism Rating Scale: convergence and discrepancy in diagnosing autism. Journal of Autism and Developmental Disorders, 33(3), 319–328. https://doi.org/10.1023/A:1024410702242
  • CARS: Saemundsen, E., Juliusson, H., Hjaltested, S., Gunnarsdottir, T., Halldorsdottir, T., Hreidarsson, S., & Magnusson, P. (2010). Prevalence of autism in an urban population of adults with severe intellectual disabilities–a preliminary study. Journal of Intellectual Disability Research, 54(8), 727–735. https://doi.org/10.1111/j.1365-2788.2010.01300.x
  • CARS: Jónsdóttir, S. L., Brynjarsdóttir, B., Saemundsen, E., & Sigurdsson, J. F. (2018). Long-term outcome of children with autism who received different forms of early intervention during their preschool years: a pilot study of 15 young adults. Scandinavian Journal of Child and Adolescent Psychiatry and Psychology, 6(1), 28-39. 
    https://doi.org/10.21307/sjcapp-2018-006

Nemendaverkefni:

  • Evald Sæmundsen. (2011). Autism in Iceland. Prevalence, diagnostic instruments, development, and association of autism with seizures in infancy [óútgefin doktorsritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/7863
  • 1. Thelma Sif Sævarsdóttir & Birta Brynjarsdóttir. (2013). Athugun á mælitækinu Childhood autism rating scale 2 (CARS2). Forprófun á próffræðilegum eiginleikum [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/13948
  • 2. CARS2-HF: Bryndís Lára Bjarnadóttir & Sigrún Kjartansdóttir. (2023). Gagnsemi CARS2-HF í skimun fyrir einhverfu hjá börnum og unglingum á Íslandi [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/44664

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt, sjá hér
  • Notkun krefst viðeigandi hæfni / menntunar, sjá hér

Aðrar útgáfur

  • CARS

Síðast uppfært

  • 5/2024