NEO-FFI (Revised) (NEO-FFI-R)
Efnisorð
- Persónuleiki
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat eða mat annarra
- Fjöldi atriða: 60
- Metur: Persónuleika á fimm sviðum: Taugaveiklun, Úthverfa, Víðsýni, Samvinnuþýði og Samviskusemi. Athuga að til eru nokkrar útgáfur af listanum: NEO-PI og PI-R eru upprunalegar útgáfur með 240 atriðum en NEO-FFI og FFI-R eru styttri 60 atriða útgáfur. NEO-FFI hefur ekki undirþætti, en NEO-FFI-R hefur nokkra undirþætti per svið
- Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (mjög ósammála) til 4 (mjög sammála)
- Heildarskor: Heildarskor eru reiknuð fyrir hvert svið um sig. Hærri skor um ríkara persónueinkenni
Íslensk þýðing
- Íslensk þýðing á upprunalegri útgáfu, NEO-PI-R (240 atriði), var í höndum Friðriks H. Jónssonar við Sálfræðideild HÍ
- Sú þýðing liggur til grundvallar NEO-FFI-R (60 atriði)
- Notast var við formlegar aðferðir við þýðingu, en ekki er ljóst hverjar þær voru
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki meginþátta NEO-FFI-R var metinn í almennu úrtaki úr Þjóðskrá.1 Taugaveiklun hafði α = 0,84, úthverfa 0,79, víðsýni 0,73, samvinnuþýði 0,71 og samviskusemi 0,67. Þetta voru ívið lægri stuðlar en í samanburðarrannsókn í Bandaríkjunum, og lægri en þeir sem fengust fyrir meginþætti 240 atriða útgáfu, NEO-PI-R.
Innri áreiðanleiki meginþátta NEO-FFI var einnig metinn í úrtaki úr fíknirannsókn.2 Meðal einstaklinga sem hlotið höfðu meðferð hafði taugaveiklun α = 0,86, úthverfa 0,80, víðsýni 0,62, samvinnuþýði 0,68 og samviskusemi 0,83. Stuðlar meðal ættinga þeirra sem hlotið höfðu meðferð voru áþekkir. Fyrir samanburð við áreiðanleikastuðla í áðurnefndu úrtaki úr Þjóðskrá, sjá töflu 2. Endurprófunaráreiðanleiki í hluta úrtaks var r = 0,82 fyrir taugaveiklun, 0,74 fyrir úthverfu, 0,82 fyrir víðsýni, 0,77 fyrir samvinnuþýði og 0,82 fyrir samviskusemi.2
Réttmæti: Meginhlutagreining í sama úrtaki úr Þjóðskrá sýndi fram á 49% skýringargildi 5 þátta lausnar fyrir NEO-FFI-R.1 Lausnin var fremur skýr – sjá töflu 2 bls.433 (athuga þó að greiningin virðist hafa verið framkvæmd á undirþáttum, ekki stökum atriðum). Lausnin var sögð meira í samræmi við vænta þáttabyggingu heldu en sú sem fékkst fyrir NEO-PI-R (240 atriða útgáfu).
Fylgni var reiknuð milli meginþátta NEO-PI-R og NEO-FFI-R. Hún var á bilinu r = 0,81 fyrir samvinnuþýði til 0,92 fyrir taugaveiklun. Fyrir fylgni undirþátta á útgáfunum tveimur, sjá töflur 6 til 10.1
Meðaltöl meginþátta voru borin saman við niðurstöður í Bandaríkjunum.1 Meðaltal taugaveiklunar reyndist umtalsvert hærra hérlendis, en skor á öðrum sviðum voru eins eða lægri en í Bandaríkjunum. Munurinn reyndist meiri heldur en í samskonar samanburði á meðaltölum á NEO-PI-R.
Meginhlutagreining á NEO-FFI í úrtaki úr fíknirannsókn sýndi fram á fremur lágt skýringargildi 5 þátta lausnar, eða rúm 35%.2 Þáttahleðslur má sjá í viðauka greinarinnar.
Fyrir samanburð á meðaltölum meginþátta í áðurnefndu úrtaki úr Þjóðskrá og meðaltölum úr almennu þýði annarra landa, sjá töflu 3.2
Fyrir samanburð á skorum kynjanna hérlendis og í Bandaríkjunum, sjá töflu 4.2
Fyrir umræðu um jafngildi fyrirlagna NEO-FFI á pappír og vef, sjá grein Gyðu Björnsdóttur o. fl. (2014).3
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Costa, Paul T.; McCrae, Robert R. (1985). The NEO personality inventory manual. Odessa, FL: Psychological Assessment Resources
- Costa, P. T., & McCrae, R. R. (1992). Neo personality inventory-revised (NEO-PI-R). Odessa, FL: Psychological Assessment Resources
- McCrae, R. R., Costa, P. T., Jr, & Martin, T. A. (2005). The NEO-PI-3: a more readable revised NEO Personality Inventory. Journal of personality assessment, 84(3), 261–270. https://doi.org/10.1207/s15327752jpa8403_05
- Costa, P. T., Jr., & McCrae, R. R. (1992). Revised NEO Personality Inventory (NEO-PI-R) and NEO Five-Factor Inventory (NEO-FFI) professional manual. Odessa, FL: Psychological Assessment Resources
- McCrae, R. R., & Costa Jr, P. T. (2004). A contemplated revision of the NEO Five-Factor Inventory. Personality and individual differences, 36(3), 587-596. https://doi.org/10.1016/S0191-8869(03)00118-1
Próffræðigreinar:
- NEO-PI-R: Friðrik H. Jónsson & Arnar Bergþórsson. (2004). Fyrstu niðurstöður úr stöðlun NEO-PI-R á Íslandi. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 9, 9–16. http://www.sal.is
- 1. NEO-FFI-R: Friðrik H. Jónsson. (2005). Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu NEO-FFI-R. Í Úlfar Hauksson (ritstjóri), Rannsóknir í félagsvísindum (bls. 429 – 439). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
- 2. NEO-FFI: Bjornsdottir, G., Jonsson, F. H., Hansdottir, I., Almarsdottir, A. B., Heimisdottir, M., Tyrfingsson, T., Runarsdottir, V. A., Kristjansson, K., Stefansson, H., & Thorgeirsson, T. E. (2014). Psychometric properties of the Icelandic NEO-FFI in a general population sample compared to a sample recruited for a study on the genetics of addiction. Personality and individual differences, 58. https://doi.org/10.1016/j.paid.2013.10.010
- 3. NEO-FFI: Bjornsdottir, G., Almarsdottir, A. B., Hansdottir, I., Thorsdottir, F., Heimisdottir, M., Stefansson, H., ... & Brennan, P. F. (2014). From paper to web: Mode equivalence of the ARHQ and NEO-FFI. Computers in Human Behavior, 41, 384-392. https://doi.org/10.1016/j.chb.2014.10.033
Dæmi um birtar greinar:
- Svansdottir, E., van den Broek, K. C., Karlsson, H. D., Olason, D. T., Thorgilsson, H., & Denollet, J. (2013). The distressed (Type D) and Five-Factor Models of personality in young, healthy adults and their association with emotional inhibition and distress. Personality and individual differences, 55(2), 123-128. https://doi.org/10.1016/j.paid.2013.02.008
- Jonsdottir, G. A., Einarsson, G., Thorleifsson, G., Magnusson, S. H., Gunnarsson, A. F., Frigge, M. L., ... & Stefansson, K. (2021). Genetic propensities for verbal and spatial ability have opposite effects on body mass index and risk of schizophrenia. Intelligence, 88, 101565. https://doi.org/10.1016/j.intell.2021.101565
Nemendaverkefni:
- NEO-FFI: Reynar Kári Bjarnason. (2010). Tengsl persónuleika og AA-fundasóknar við bata eftir áfengisog vímuefnameðferð [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/5361
- NEO-FFI-R: Katrín Ósk Eyjólfsdóttir. (2012). Tengsl persónuleika og starfsáhuga við framtíðarmarkmið á unglingsárum [óútgefin MA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/10950
- NEO-FFI-R: Anna Ellen Douglas. (2020). Personality and Project Management Success [óútgefin MA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/36383
Reglur um notkun
- Leyfisskylt og höfundarréttarvarið sjá – hér
- ATH – samkvæmt upplýsingum frá útgefanda eru ekki heimilt að nota NEO-FFI-R þar sem komin er ný útgáfa. Sú nefnist NEO-FFI-3, en er ekki til á íslensku. Íslenskar þýðingar eru til á NEO-FFI og NEO PI-R
Aðrar útgáfur
- NEO-PI
- NEO-PI-R
- NEO-PI-3
- NEO-FFI-3
Síðast uppfært
- 8/2024