Liebowitz Social Anxiety Scale (Félagskvíðakvarði Liebowitz) (LSAS)

Efnisorð

  • Félagskvíði

Stutt lýsing

  • Tegund: Klínískur matskvarði (fagaðili leggur fyrir) – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 24
  • Metur: Félagskvíði – ótti í félagslegum eða frammistöðutengdum aðstæðum og forðunarhegðun tengd slíkum aðstæðum miðað við síðastliðna viku. Fagaðili spyr svaranda hversu miklum kvíða hann / hún finni fyrir í tilgreindum aðstæðum annars vegar, og að hve miklu leyti hann / hún forðist þær aðstæður hins vegar. Fagaðili ákvarðar svar og spyr nánar ef ósamræmi er í svörum. Sjá nánari útskýringar í notendahandbók undir Reglur um notkun að neðan
  • Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (enginn kvíði aldrei (0%)) til 3 (mikill kvíði / yfirleitt (67-100%))
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–144 þar sem hærra skor vitnar um aukinn félagskvíða. Einnig má reikna heildarskor fyrir ótta annars vegar og forðun hins vegar, þau eru á bilinu 0–72 og eru túlkuð með sama hætti

Íslensk þýðing

  • Dr. Ólafía Sigurjónsdóttir sálfræðingur og Auður Sjöfn Þórisdóttir, doktorsnemi í klínískri sálfræði, gerðu tvær sjálfstæðar þýðingar sem Andri S. Björnsson sameinaði (sjá grein Guðmundar B Arnkelssonar o.fl.1)

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki heildarskors LSAS og undirkvarða var kannaður í hópi einstaklinga með og án félagsfælni.Í hinum fyrrnefnda var innri áreiðanleiki heildarskors α = 0,90, undirkvarðar ótta / kvíða og forðunar höfðu báðir α = 0,83. Í hinum síðari voru sömu stuðlar α = 0,91, 0,86 og 0,80. Þetta var ívið lægri áreiðanleiki en sést hafði í bandarískum viðmiðunarrannsóknum. Í úrtaki nema sem uppfylltu greiningarskilmerki félagskvíðaröskunar reiknaðist áreiðanleiki heildarskors α = 0,89 (athuga þó smátt úrtak, n = 45).2 Áreiðanleiki matsmanna var metinn í almennu úrtaki og úrtaki einstaklinga með félagskvíðagreiningu.3 Sammæli var nánast fullkomið –  ICC heildarskors = 0,98 í fyrrnefnda úrtakinu og 0,92 í hinu síðara, ICC undirkvarða var 1,0 (almennt úrtak) og 0,90 (klínískt) fyrir ótta / kvíða en 0,91 (almennt) og 0,94 (klínískt) fyrir forðun. 

Réttmæti: Samleitni LSAS við félagskvíðagreiningu skv. MINI var metin með aðfallsgreiningu hlutfalla.Heildarskor LSAS hafði marktæk tengsl við / forspárgildi fyrir MINI greiningu, OR = 1,55, 95% ÖB [1,19; 5,14]. Athugun á sundurgreiningu leiddi í ljós mun veikari tengsl við þunglyndisgreiningu skv. MINI, OR = 1,05, 95% ÖB [1,03;1,08].

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Liebowitz, M. R., & Pharmacopsychiatry, M. P. (1987). Social phobia. Guilford Publications.
  • Heimberg, R. G., Horner, K. J., Juster, H. R., Safren, S. A., Brown, E. J., Schneier, F. R., & Liebowitz, M. R. (1999). Psychometric properties of the Liebowitz Social Anxiety Scale. Psychological Medicine, 29(1), 199–212. https://doi.org/10.1017/s0033291798007879

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Thorisdottir, A. S., Tryggvadottir, A., Saevarsson, S. T., & Bjornsson, A. S. (2018). Brief report: sudden gains in cognitive-behavioral group therapy and group psychotherapy for social anxiety disorder among college students. Cognitive Behaviour Therapy, 47(6), 462–469. https://doi.org/10.1080/16506073.2018.1466909
  • 1. Arnkelsson, G., Þórhallsdóttir, E. B., Viðar, Þ. H., Wessman, I. D., Sigurjónsdóttir, Ó., & Þórisdóttir, A. S. (2019). Próffræðilegir eiginleikar, samleitni og aðgreiniréttmæti Liebowitz Social Anxiety Scale og Social Phobia Weekly Summary Scale í íslenskum þýðingum. Sálfræðiritið, 103. https://www.salfraediritid.is/sal1/timarit/salfraediritid2018.pdf
  • 3. Bjornsson, A. S., Hardarson, J. P., Valdimarsdottir, A. G., Gudmundsdottir, K., Tryggvadottir, A., Thorarinsdottir, K., Wessman, I., Sigurjonsdottir, Ó., Davidsdottir, S., & Thorisdottir, A. S. (2020). Social trauma and its association with posttraumatic stress disorder and social anxiety disorder. Journal of Anxiety Disorders, 72, 102228. https://doi.org/10.1016/j.janxdis.2020.102228

Nemendaverkefni:

  • Elva Björk Þórhallsdóttir & Þuríður Hallgrímsdóttir Viðar. (2016). Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga félagskvíðakvarðanna Liebowitz Social Anxiety Scale og Social Phobia Weekly Summary Scale [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/24827

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarið en í opnum aðgangi að því er talið er – sjá matstækið hér
  • Matstækið má einnig nota sem sjálfsmatslista, en það var upprunalega hannað til þess að vera lagt fyrir og skorað af fagaðila
  • Athuga að notkun gerir ráð fyrir fagþekkingu og þjálfun – sjá nánar í notendahandbók listans

Aðrar útgáfur

  • Liebowitz Social Phobia Scale (fyrra heiti)

Síðast uppfært

  • 12/2023