Anxiety Disorders Interview Schedule for DSM-IV: Child Version (ADIS-IV)

Efnisorð

  • Geðraskanir
  • Börn og ungmenni
  • Mismunagreiningar

Stutt lýsing

  • Tegund: Hálfstaðlað greiningarviðtal, börn 7 til 17 ára og foreldrar eða forráðamenn
  • Fjöldi atriða: Breytilegur eftir fyrirlögn
  • Hvað listinn á að meta: Kvíðaraskanir ásamt lyndisröskunum og úthverfum vanda meðal barna og ungmenna. Miðað er við greiningarskilmerki DSM-IV
  • Svarkostir: Á ekki við
  • Heildarskor: Á ekki við, greining(ar) er ákvörðuð með samanburði viðtals við barn og foreldra / forráðamenn, ásamt klínísku mati fagaðila

Íslensk þýðing

  • Unnin af sálfræðingum á Þroska- og hegðunarstöð. Verkefnisstjórn: Dagmar Kr. Hannesdóttir. Þýðendur: Ágústa Á. Arnardóttir, Berglind Hauksdóttir, Bettý Ragnarsdóttir, Dagmar Kr. Hannesdóttir, Drífa J. Helgadóttir, Hafdís Einarsdóttir, Íris B. Stefánsdóttir, Magnús Baldursson. Yfirferð og samræming þýðingar: Gyða Haraldsdóttir

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki 16 barna og foreldrum þeirra sem komu í greiningarferli á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eða á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis vegna tilfinningalegra erfiðleika var áreiðanleiki matsmanna og  samræmi í svörun foreldra (foreldraviðtal) og barna (barnaviðtal) kannað.1 Áreiðanleiki matsmanna var metinn þannig að hluti viðtala var skoraður tvisvar sinnnum – annars vegar af þeim sem lagði viðtalið fyrir og hins vegar af óháður matsaðila sem sat einnig viðtalið eða hlustaði á upptöku að viðtalinu loknu. Áreiðanleikinn reyndist hár eða fullkominn fyrir börn sem greindust með kvíðaröskun, lyndisröskun, úthverfan vanda og fyrir þau sem fengu enga greiningu (κ = 0,84–1,0). Samræmi í svörum barna og foreldra var hins vegar mjög lítið (κ = 0,1 til 0,16) nema meðal barna sem greindust með lyndisraskanir (κ = 0,64). Þetta var sagt í takt við fyrri rannsóknir. 

Réttmæti: Fylgni kvíðagreininga á barnaviðtali ADIS við samsvarandi skor á MASC var könnuð í sama úrtaki.1 Hún reyndist í öllum tilvikum lág (r = 0,18 til 0,37), sem sagt var óvænt. 

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Silverman, W.K. and Albano, A.M. (1996) The anxiety disorders interview schedule for children and parents–DSM-IV version. Graywind, New York

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst, sjá þó nemendaverkefni að neðan

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • 1. Berglind Hauksdóttir. (2014). Greiningarviðtalið ADIS fyrir börn: Athugun á kvíðaeinkennum í klínísku þýði með greiningarviðtalinu ADIS fyrir börn [óútgefin cand. psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/18360
  • Helga Margrét Haraldsdóttir, Thelma Rós Sigurðardóttir & Jóhanna Ósk Kristinsdóttir. (2018). Langtímameðferðarárangur barna með sértæka fælni : hvað hamlar meðferðarárangri? : áhrif kyns barns og kvíða foreldra [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/31024 
  • Ronja Rafnsdóttir & María Kristín Árnadóttir. (2024). Children with Predominantly Inattentive ADHD: Comorbidities, Gender Differences, and Patterns of Cognitive Skills [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/47270  
     

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt, sjá hér

Aðrar útgáfur

Síðast uppfært

  • 8/2024