Difficulties in Emotion Regulation Scale (DERS)
Efnisorð
- Tilfinningastjórn
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
- Fjöldi atriða: 36
- Metur: Tilfinningastjórn og erfiðleika þar að lútandi. Matstækið skiptist í undirsviðin Höfnun á eigin tilfinningum (6 atriði), Erfiðleikar við að viðhalda markvísri hegðun þegar neikvæðar tilfinningar koma fram (5), Erfiðleikar við að hafa stjórn á hvatvísri hegðun (6), Skortur á tilfinningalegri vitund (6), Lítið vald á aðferðum við tilfinningastjórn (8) og Lítill skilningur á eigin tilfinningum (5). Viðmiðunartími er ótilgreindur
- Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (næstum aldrei) til 5 (næstum alltaf)
- Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 36–180 þar sem hærra skor vitnar um aukna erfiðleika við tilfinningastjórn. Athuga að skor má einnig reikna fyrir undirkvarða, þar eru þau reiknuð og túlkuð með sama hætti
Íslensk þýðing
- Ívar Snorrason og Ragnar P. Ólafsson
- Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í blönduðu úrtaki einstaklinga með og án húðkroppunaráráttu var innri áreiðanleiki heildarskors α = 0,93 og á bilinu 0,72–0,92 fyrir undirkvarða.1 Í úrtaki háskólanema hefur innri áreiðanleiki heildarskors mælst α = 0,92 og áreiðanleiki undirkvarða á bilinu α = 0,72–0,902
Réttmæti: Leitandi þáttagreining var framkvæmd í sama úrtaki háskólanema.2 Sex-þátta lausn (sú sem samræmist ætluðum undirsviðum) hafði skýrða dreifingu upp á tæp 59% (ríkjandi fyrsti þáttur), þáttahleðslur voru í öllum tilvikum hærri en 0,30 en fimm atriði höfðu lága skýrða dreifingu (< 40%). Nokkur frávik sáust frá atriðaskipan miðað við upprunalega rannsókn. Fyrir umræðu sjá verkefni Júlíu og Katrínar,2 bls.19.
Heildarskor á DERS reyndist hafa fylgni við heildarskor á Emotion Reactivity Scale (ERS), PSWQ, HADS-kvíða og HADS-þunglyndi á bilinu r = 0,60 til 0,65, hæsta við kvíðahluta HADS.2
Í hentugleikaúrtaki einstaklinga með og án fyrri sögu um þunglyndi reyndust þeir fyrrnefndu skora marktækt hærra á DERS (M = 79,79 v/s M = 63,12) og á undirkvörðunum höfnun og aðferðir við tilfinningastjórn.3
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Gratz, K. L., & Roemer, L. (2004). Multidimensional assessment of emotion regulation and dysregulation: Development, factor structure, and initial validation of the difficulties in emotion regulation scale. Journal of Psychopathology and Behavioral Assessment, 26(1), 41–54. https://doi.org/10.1023/B:JOBA.0000007455.08539.94
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan
Dæmi um birtar greinar:
- 1. Snorrason, Í., Smari, J., & Olafsson, R. P. (2010). Emotion regulation in pathological skin picking: Findings from a non-treatment seeking sample. Journal of Behavior Therapy and Experimental Psychiatry, 41(3), 238–245. https://doi.org/10.1016/j.jbtep.2010.01.009
- Snorrason, I., Ricketts, E. J., Olafsson, R. P., Rozenman, M., Colwell, C. S., & Piacentini, J. (2019). Disentangling reward processing in trichotillomania:‘Wanting’and ‘liking’hair pulling have distinct clinical correlates. Journal of Psychopathology and Behavioral Assessment, 41(2), 271–279. https://doi.org/10.1007/s10862-018-9712-4
Nemendaverkefni:
- 2. Júlía Heiða Ocares & Katrín Magnúsdóttir. (2009). Próffræðilegir eiginleikar spurningalista um tilfinningastjórn og tilfinninganæmi og tengsl þeirra við húðkroppunaráráttu [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/2403
- 3. Þráinn Kolbeinsson. (2016). Vulnerabilities to depression: Cognitive reactivity, depressive rumination and heart rate variability [óútgefin doktorsritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/25100
- Helga Guðmundsdóttir. (2022). Comparison between experiencing different types of traumas and their relationship to emotional regulation in young adults in Iceland [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/42038
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt en í opnum aðgangi – rannsakendum er bent á að hafa samband við höfund á kim.gratz@utoledo.edu
- Mælst er til þess að notendur hafi reynslu af fyrirlögn og túlkun sálfræðilegra prófa
Aðrar útgáfur
- DERS–18 / DERS–SF
Síðast uppfært
- 7/2024