EORTC QLQ-CR29
Efnisorð
- Heilsutengd lífsgæði
- Krabbamein
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir með krabbamein í meltingarvegi
- Fjöldi atriða: 29
- Metur: Heilsutengd lífsgæði m.t.t. ýmissa algengra einkenna og mögulegra áhrifa meðferðar á þætti tengda lífsgæðum (líkamsímynd, kvíði, þyngd og áhugi á kynlífi). Sumar spurningar eru aðeins ætlaðar einstaklingum með stóma, tvær spurningar eru ætlaðar körlum og tvær konum. Í öllum tilvikum er miðað við síðastliðna viku eða síðustu 4 vikur
- Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (alls ekki) til 4 (mjög mikið)
- Heildarskor: Heildarskor undirkvarða sem lúta að lífsgæðum og virkni eru á bilinu 0–100 þar sem hærri skor vitna um aukin lífsgæði / virkni. Heildarskor á einkennakvörðum og stökum atriðum eru sömuleiðis á bilinu 0–100 en þar vitnar hærra skor um meiri einkennabyrði
Íslensk þýðing
- Ekki vitað
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Ekkert fannst.
Réttmæti: Ekkert fannst.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Aaronson, N. K., Ahmedzai, S., Bergman, B., Bullinger, M., Cull, A., Duez, N. J., Filiberti, A., Flechtner, H., Fleishman, S. B., & de Haes, J. C. (1993). The European Organization for Research and Treatment of Cancer QLQ-C30: a quality-of-life instrument for use in international clinical trials in oncology. Journal of the National Cancer Institute, 85(5), 365–376. https://doi.org/10.1093/jnci/85.5.365
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- Elsa B. Valsdóttir, Katrín Guðlaugsdóttir og Tryggvi B. Stefánsson. (2016). Lífsgæði eftir ristilbrottnám vegna sáraristilbólgu. Læknablaðið, 11(102). https://doi.org/10.17992/lbl.2016.11.105
Nemendaverkefni:
- Ekkert fannst
Reglur um notkun
- Leyfisskyldur og höfundarréttarvarinn – sjá umsóknareyðublað hér
- Leyfið á ekki að kosta neitt ef um ræðir óstyrktar rannsóknir
- Engar upplýsingar hafa fundist varðandi hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 5/2024