PTSD Symptom Scale–Self-Report (PSS-SR)

Efnisorð

  • Áfallastreita

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 17
  • Metur: Einkenni áfallastreitu samkvæmt DSM-IV og truflun í daglegu lífi. Upphaflega hannaður fyrir þolendur kynferðisofbeldis en hefur verið aðlagaður fyrir ólíka hópa
  • Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (aldrei eða einungis einu sinni) til 3 (5 sinnum í viku / nærri alltaf)
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–51 þar sem hærra skor vitnar um aukin einkenni PTSD, en athuga þó að það virðast vera dæmi um tvíkostaskorun atriða, sjá hér3

Íslensk þýðing

  • Georgía M. Kristmundsdóttir og Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingar
  • Listinn ofan, bakþýddur af tvítyngdum aðila og þýðing aðlöguð í samræmi

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki þolenda kynferðisofbeldis hefur innri áreiðanleiki heildarskors mælst α = 0,911 og í úrtaki fanga var sami stuðull 0,962 (athuga þó n = 48 í báðum tilvikum). Í úrtaki Sunnlendinga sem upplifðu jarðskjálfann 2008 hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,923.  
Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Foa, E. B., Riggs, D. S., Dancu, C. V., & Rothbaum, B. O. (1993). Reliability and validity of a brief instrument for assessing post-traumatic stress disorder. Journal of Traumatic Stress, 6(4), 459–473. https://doi.org/10.1002/jts.2490060405

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • 3. Thordardottir, E. B., Gudmundsdottir, H., Gudmundsdottir, B., Hrólfsdóttir, A. M., Aspelund, T., & Hauksdottir, A. (2019). Development and predictors of psychological outcomes following the 2008 earthquake in Iceland: a longitudinal cohort study. Scandinavian Journal of Public Health, 47(2), 269–279. https://doi.org/10.1177/1403494818771444
  • 2. Gunnthorsdottir, H., Kristofersson, G. K., & Gunnarsdottir, E. D. (2021). Prevalence of childhood maltreatment and posttraumatic stress symptoms among male inmates in Iceland. Journal of Forensic Nursing, 17(2), 98–106. https://doi.org/10.1097/JFN.0000000000000327

Nemendaverkefni:

  • 1. Sjöfn Evertsdóttir. (2009). Tíðni áfallastreitueinkenna og sjálfskaðandi hegðunar meðal skjólstæðinga Stígamóta [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/3496
  • Hulda Guðmundsdóttir. (2015). Development and predictors for psychological morbidity following the 2008 earthquake in South Iceland: A prospective cohort study [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/23291

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarinn að því er talið er, en í opnum aðgangi – sjá hér

Aðrar útgáfur

  • PTSD Symptom Scale Interview (PSS-I) – viðtalsform skv. DSM-IV
  • PTSD Symptom Scale Interview (PSS-I-5) – viðtalsform skv. DSM-V
  • PTSD Symptom Scale Interview Self-Report for DSM-5 (PSS-SR5)

Síðast uppfært

  • 7/2023