Dysfunctional Attitude Scale A & B (DAS-A & DAS-B)

Efnisorð

  • Hugsanaskekkjur
  • Þunglyndi

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 80
  • Metur: Hugsanaskekkjur út frá á hugrænni kenningu Becks um þunglyndi. Atriðin skiptast í tvo "hliðstæða" hluta (A og B) með 40 atriðum hvor. Svarandi er beðinn um að hafa í huga hvernig hann hugsar yfirleitt og svara samkvæmt því
  • Svarkostir: Sjö punkta Likert kvarði frá 1 (alveg ósammála) til 7 (alveg sammála)
  • Heildarskor: Heildarskor á hvorum hluta um sig fást með því að leggja saman stig atriða innan hvers hluta. Heildarskor eru á bilinu 40–280 þar sem hærra skor vitnar um auknar hugsanaskekkjur / ógagnlegri viðhorf

Íslensk þýðing

  • Ragnar P. Ólafsson, Sigfríður J. Guðmundsdóttir og Tanja D. Björnsdóttir
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki háskólanema í nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,92 fyrir DAS-A og 0,89 fyrir DAS-B1.
Réttmæti: Í sama úrtaki háskólanema hafa DAS-A og DAS-B reynst hafa fylgni upp á r = 0,23 og 0,38 við HADS-A, 0,37 og 0,28 við HADS-D, og 0,33 og 0,38 við PSWQ, svo dæmi séu tekin.1 DAS-B hafði þannig hærri fylgni við kvíðavídd HADS en við þunglyndisvídd, öfugt við það sem ætla mætti. Innbyrðis fylgni hlutanna tveggja, DAS-A og DAS-B, var 0,83, sem bendir til þess að þeir séu ekki fyllilega hliðstæðir. Báðir hlutar höfðu væga en marktæka fylgni við RRS-R kvarðann sem metur grufl (e. rumination), 0,33 og 0,38, og reyndist hún hærri en við hluta RRS-R kvarðans sem metur íhugun. Það er í samræmi við kenningar um hlutverk grufls í þunglyndi.
 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Weissman, A., & Beck, A. (1978). Development and validation of the Dysfunctional Attitude Scale: a preliminary investigation [fyrirlestur]. Annual convention of the American Educational Research Association, Toronto, Kanada.

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan

Dæmi um birtar greinar:

  • Ólafsson, R. P., Guðmundsdóttir, S. J., Björnsdóttir, T. D., & Snorrason, I. (2020). A test of the habit-goal framework of depressive rumination and its relevance to cognitive reactivity. Behavior Therapy, 51(3), 474–487. https://doi.org/10.1016/j.beth.2019.08.005

Nemendaverkefni:

  • 1. Jóhanna Mjöll Jóhannsdóttir & Auður Helgadóttir. (2016). Próffræðilegir eiginleikar og þáttabygging DAS-A og DAS-B listanna í íslenskri þýðingu [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/24742
  • Guðrún Carstensdóttir. (2020). Worries, stop-rules and problem-solving confidence in a sample of university students [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/36511

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarið en í opnum aðgangi – sjá hér DAS-A og DAS-B
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun 

Aðrar útgáfur

  • DAS-40
  • DAS-14

Síðast uppfært

  • 5/2024